Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 17. september 2025 07:01 Milljarðar evra streyma enn í fjárhirzlur Rússlands frá ríkjum Evrópusambandsins fyrir rússneska olíu og gas þrátt fyrir að gripið hafi verið til aðgerða til þess að draga úr í þeim efnum í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu. Vonir standa til þess að endanlega verði hægt að skrúfa fyrir kaupin í byrjun árs 2028 samþykki ríkin það. Eftir tvö og hálft ár og sex árum eftir innrásina. Þá hefur sambandið viðurkennt að ríki þess hafi með kaupunum fjármagnað hernað Valdimírs Pútíns. Fram kom á fréttavef brezka ríkisútvarpsins BBC síðastliðinn laugardag að frá innrás rússneska hersins í Úkraínu í lok febrúar 2022 hefðu ríki sambandsins varið 210 milljörðum evra til kaupa á rússneskri olíu og gasi samkvæmt rannsókn hugveitunnar Centre for Research on Energy and Clean Air eða sem nemur rúmum 30 þúsund milljörðum íslenzkra króna. Ljóst væri að stór hluti þess fjármagns hefði verið notaður til þess að fjármagna innrás rússneska hersins í Úkraínu. Fréttamaðurinn Steve Sedgwick fjallaði um það á vef fréttastöðvarinnar CNBC 11. september að þrátt fyrir tal forystumanna Evrópusambandsins um refsiaðgerðir gagnvart rússneskum stjórnvöldum ættu sér enn stað viðskipti á milli ríkja sambandsins og Rússlands upp á tugi milljarða evra á ári. Ríki þess hefðu til að mynda verið stærsti kaupandi rússnesks gass í fljótandi formi undanfarin ár og á fyrstu sex mánuðum þessa árs hefðu kaup þeirra farið vaxandi í evrum talið. Fjallað var um málið í frétt brezka dagblaðsins Guardian 24. febrúar síðastliðinn þar sem fram kom að á síðasta ári hefðu ríki Evrópusambandsins greitt um 22 milljarða evra (rúmlega 3.000 milljarða króna) fyrir rússneska olíu og gas samkvæmt rannsókn Centre for Research on Energy and Clean Air. Á sama tíma hefðu ríki sambandsins veitt Úkraínu fjárhagslegan stuðning upp á 19 milljarða evra miðað við rannsókn hugveitunnar Kiel Institut für Weltwirtschaft. „Kaup á rússnesku jarðefnaeldsneyti eru, hreint út sagt, á við það að veita rússneskum stjórnvöldum fjarhagsaðstoð og gera þeim kleift að hrinda innrásinni í framkvæmd. Framganga sem verður að stöðva strax, ekki aðeins til þess að tryggja framtíð Úkraínu heldur einnig orkuöryggi Evrópusambandsins,“ er haft eftir Vaibhav Raghunandan, sérfræðingi hjá Centre for Research on Energy and Clean Air og einum af þeim sem stóðu að rannsókninni, í frétt Guardian. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa þrýst á Evrópusambandið að flýta fyrir því að ríki þess verði ekki lengur háð rússneskri orku en forystumenn sambandsins telja það ekki raunhæft fyrr en í byrjun 2028 sem fyrr segir. Ríki Evrópusambandsins hafa áratugum saman keypt rússneska orku og voru lengi vel stærsti kaupandi hennar en helztu orkufyrirtæki Rússlands eru í ríkiseigu og tekjur þeirra renna í ríkissjóð landsins. Þá er útflutningur á orku helzta tekjulind hans. Forystumenn Evrópusambandsins hafa viðurkennt að með kaupunum á rússneskri orku í áratugi hafi hernaður Rússlands verið fjármagnaður. „Þegar Rússar réðust inn á Krímskaga töluðum við um að við þyrftum að draga úr því hversu háð við værum rússnesku gasi,“ sagði Josep Borrell, þáverandi utanríkisráðherra sambandsins, í ræðu 9. marz 2022. Þvert á móti hefðu ríkin keypt enn meiri orku frá Rússlandi. Þetta er fólkið sem sumir telja treystandi fyrir öryggi Íslands. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Rússland Evrópusambandið Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Sjá meira
Milljarðar evra streyma enn í fjárhirzlur Rússlands frá ríkjum Evrópusambandsins fyrir rússneska olíu og gas þrátt fyrir að gripið hafi verið til aðgerða til þess að draga úr í þeim efnum í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu. Vonir standa til þess að endanlega verði hægt að skrúfa fyrir kaupin í byrjun árs 2028 samþykki ríkin það. Eftir tvö og hálft ár og sex árum eftir innrásina. Þá hefur sambandið viðurkennt að ríki þess hafi með kaupunum fjármagnað hernað Valdimírs Pútíns. Fram kom á fréttavef brezka ríkisútvarpsins BBC síðastliðinn laugardag að frá innrás rússneska hersins í Úkraínu í lok febrúar 2022 hefðu ríki sambandsins varið 210 milljörðum evra til kaupa á rússneskri olíu og gasi samkvæmt rannsókn hugveitunnar Centre for Research on Energy and Clean Air eða sem nemur rúmum 30 þúsund milljörðum íslenzkra króna. Ljóst væri að stór hluti þess fjármagns hefði verið notaður til þess að fjármagna innrás rússneska hersins í Úkraínu. Fréttamaðurinn Steve Sedgwick fjallaði um það á vef fréttastöðvarinnar CNBC 11. september að þrátt fyrir tal forystumanna Evrópusambandsins um refsiaðgerðir gagnvart rússneskum stjórnvöldum ættu sér enn stað viðskipti á milli ríkja sambandsins og Rússlands upp á tugi milljarða evra á ári. Ríki þess hefðu til að mynda verið stærsti kaupandi rússnesks gass í fljótandi formi undanfarin ár og á fyrstu sex mánuðum þessa árs hefðu kaup þeirra farið vaxandi í evrum talið. Fjallað var um málið í frétt brezka dagblaðsins Guardian 24. febrúar síðastliðinn þar sem fram kom að á síðasta ári hefðu ríki Evrópusambandsins greitt um 22 milljarða evra (rúmlega 3.000 milljarða króna) fyrir rússneska olíu og gas samkvæmt rannsókn Centre for Research on Energy and Clean Air. Á sama tíma hefðu ríki sambandsins veitt Úkraínu fjárhagslegan stuðning upp á 19 milljarða evra miðað við rannsókn hugveitunnar Kiel Institut für Weltwirtschaft. „Kaup á rússnesku jarðefnaeldsneyti eru, hreint út sagt, á við það að veita rússneskum stjórnvöldum fjarhagsaðstoð og gera þeim kleift að hrinda innrásinni í framkvæmd. Framganga sem verður að stöðva strax, ekki aðeins til þess að tryggja framtíð Úkraínu heldur einnig orkuöryggi Evrópusambandsins,“ er haft eftir Vaibhav Raghunandan, sérfræðingi hjá Centre for Research on Energy and Clean Air og einum af þeim sem stóðu að rannsókninni, í frétt Guardian. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa þrýst á Evrópusambandið að flýta fyrir því að ríki þess verði ekki lengur háð rússneskri orku en forystumenn sambandsins telja það ekki raunhæft fyrr en í byrjun 2028 sem fyrr segir. Ríki Evrópusambandsins hafa áratugum saman keypt rússneska orku og voru lengi vel stærsti kaupandi hennar en helztu orkufyrirtæki Rússlands eru í ríkiseigu og tekjur þeirra renna í ríkissjóð landsins. Þá er útflutningur á orku helzta tekjulind hans. Forystumenn Evrópusambandsins hafa viðurkennt að með kaupunum á rússneskri orku í áratugi hafi hernaður Rússlands verið fjármagnaður. „Þegar Rússar réðust inn á Krímskaga töluðum við um að við þyrftum að draga úr því hversu háð við værum rússnesku gasi,“ sagði Josep Borrell, þáverandi utanríkisráðherra sambandsins, í ræðu 9. marz 2022. Þvert á móti hefðu ríkin keypt enn meiri orku frá Rússlandi. Þetta er fólkið sem sumir telja treystandi fyrir öryggi Íslands. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun