Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifa 12. september 2025 06:32 Ríkisstjórnin kallar fjárlagafrumvarp sitt aðhaldssamt og ábyrgt – forsætisráðherra talar um „tiltekt“. En sú tiltekt er öll á kostnað láglaunafólks og almennings. Fjárlagafrumvarpið eykur misskiptingu, dregur úr aðgengi að grunnþjónustu og leggur byrðarnar á herðar þeirra sem minnst hafa. Félagslegar áherslur skortir tilfinnanlega – landinu er stjórnað af hægrisinnuðum stjórnmálamönnum. Rétt er þó að nefna líka jákvæð skref: hærri veiðigjöld, aukið fjármagn til geðheilbrigðismála og trygging þess að greiðslur almannatrygginga hækki með launavísitölu. En þessi atriði vega lítið á móti stóru myndinni. Því miður. Tekjuhliðin Fjárlagafrumvarpið byggir fyrst og fremst á aðhaldi á útgjaldahliðinni, á meðan breiðu bökunum eru hlíft. Þannig heldur ríkisstjórnin áfram að skera niður í menntun, menningu, velferð og umhverfismálum – en hlífir fjármagnseigendum og stóreignafólki. Ellilífeyrir og örorka Nýjar kerfisbreytingar í örorkulífeyriskerfinu, sem Vinstri græn komu í gegn, hafa þegar bætt stöðu öryrkja verulega. Ríkisstjórnin sýnir hins vegar engin merki þess að ellilífeyrir verði hækkaður til samræmis. Það væri sanngjarnt og nauðsynlegt skref. Á sama tíma er gert ráð fyrir að ríkið hætti jöfnunarframlögum til lífeyrissjóða vegna örorkubyrðar, eitthvað sem fjármálaráðuneytið verður að ná sanngjarnri niðurstöðu um með lífeyrissjóðunum. Annars munu lífeyrissjóðir – og þar með verkafólk – bera byrðarnar. Menning og íslenskan Framlög til menningar og íslenskunnar eru áfram of lítil. Þau mæta engan veginn þörfum þessa stækkandi málaflokks. Innflytjendur eru orðnir um 80 þúsund talsins, og íslenskukennsla er langtímaverkefni, ekki skyndilausn. Að skera niður framlög til íslenskukennslu og inngildingar er aðför að samfélagslegri samheldni og framtíð tungunnar. Þá er grafalvarlegt að félags- og húsnæðismálaráðherra leggur ekki fram nýja stefnu í málefnum innflytjenda þrátt fyrir að hún hafi verið fullmótuð á síðasta kjörtímabili. Hún hefur greinilega sópað henni út af borðinu í tiltektinni. Atvinnuleysi Ríkisstjórnin hyggst stytta bótatímabil atvinnuleysistrygginga úr 30 mánuðum í 18. Þetta gengur beint gegn kröfum verkalýðshreyfingarinnar og grefur undan öryggi fólks á vinnumarkaði. Ekki verður séð að „tiltekt“ forsætis- og félagsmálaráðherra á þessu sviði verði nýtt til að hækka bætur eða efla vinnumarkaðsaðgerðir, heldur aðeins til að skera niður. Það er aumt. Háskólar og skólagjöld Háskólastigið er áfram vanfjármagnað. Í stað þess að stefna að OECD-meðaltali er boðuð hækkun skrásetningargjalda um allt að 33%, í 100 þúsund krónur. Það þrengir að efnaminni nemendum og gengur þvert gegn stefnu Samfylkingarinnar um gjaldfrjálst háskólanám. „Tiltektin“ hér er árás á jöfnuð í menntun. Húsnæðismál Í fjárlagafrumvarpinu er ekkert sem raunverulega styrkir húsnæðismarkaðinn. Aðeins er boðið upp á tímabundin úrræði til 2027 – sem er ekki stefna heldur frestun á vandanum. Þetta er grafalvarlegt í ljósi húsnæðiskreppu sem bitnar mest á ungu fólki, fjölskyldum og leigjendum. Umhverfismál Frá 2017–2021 jókst fjármagn til umhverfismála um tæp 50% undir forystu Vinstri grænna. Nú ríkir metnaðarleysi. „Tiltekt“ hér felur í sér niðurskurð á fjárheimildum til grænna fjárfestinga, náttúruverndar, landgræðslu og skógræktar og sýnir að loftslags- og náttúruverndarmálum er ýtt til hliðar – stórkostleg afturför á tíma þegar þörfin fyrir róttækar aðgerðir er brýnni en nokkru sinni fyrr. Samantekt Þetta frumvarp er ekki hagræðing – þetta er árás á heimilin í landinu, á lífskjör venjulegs fólks, sem ríkisstjórnarflokkarnir lofuðu fyrir kosningar að hlífa. Stytting bótatímabils, niðurskurður á jöfnun örorkubyrðar, rýrnun barnabóta og húsnæðisbóta – allt eykur þetta misskiptingu.Við í Vinstri grænum segjum: Fjárlög eiga að tryggja jöfnuð, réttlæti og velferð. Þau eiga að verja heimilin – ekki ráðast á þau. Svandís Svavarsdóttir er fyrrverandi ráðherra og formaður Vinstri grænna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson er fyrrverandi ráðherra og varaformaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Guðmundur Ingi Guðbrandsson Vinstri græn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin kallar fjárlagafrumvarp sitt aðhaldssamt og ábyrgt – forsætisráðherra talar um „tiltekt“. En sú tiltekt er öll á kostnað láglaunafólks og almennings. Fjárlagafrumvarpið eykur misskiptingu, dregur úr aðgengi að grunnþjónustu og leggur byrðarnar á herðar þeirra sem minnst hafa. Félagslegar áherslur skortir tilfinnanlega – landinu er stjórnað af hægrisinnuðum stjórnmálamönnum. Rétt er þó að nefna líka jákvæð skref: hærri veiðigjöld, aukið fjármagn til geðheilbrigðismála og trygging þess að greiðslur almannatrygginga hækki með launavísitölu. En þessi atriði vega lítið á móti stóru myndinni. Því miður. Tekjuhliðin Fjárlagafrumvarpið byggir fyrst og fremst á aðhaldi á útgjaldahliðinni, á meðan breiðu bökunum eru hlíft. Þannig heldur ríkisstjórnin áfram að skera niður í menntun, menningu, velferð og umhverfismálum – en hlífir fjármagnseigendum og stóreignafólki. Ellilífeyrir og örorka Nýjar kerfisbreytingar í örorkulífeyriskerfinu, sem Vinstri græn komu í gegn, hafa þegar bætt stöðu öryrkja verulega. Ríkisstjórnin sýnir hins vegar engin merki þess að ellilífeyrir verði hækkaður til samræmis. Það væri sanngjarnt og nauðsynlegt skref. Á sama tíma er gert ráð fyrir að ríkið hætti jöfnunarframlögum til lífeyrissjóða vegna örorkubyrðar, eitthvað sem fjármálaráðuneytið verður að ná sanngjarnri niðurstöðu um með lífeyrissjóðunum. Annars munu lífeyrissjóðir – og þar með verkafólk – bera byrðarnar. Menning og íslenskan Framlög til menningar og íslenskunnar eru áfram of lítil. Þau mæta engan veginn þörfum þessa stækkandi málaflokks. Innflytjendur eru orðnir um 80 þúsund talsins, og íslenskukennsla er langtímaverkefni, ekki skyndilausn. Að skera niður framlög til íslenskukennslu og inngildingar er aðför að samfélagslegri samheldni og framtíð tungunnar. Þá er grafalvarlegt að félags- og húsnæðismálaráðherra leggur ekki fram nýja stefnu í málefnum innflytjenda þrátt fyrir að hún hafi verið fullmótuð á síðasta kjörtímabili. Hún hefur greinilega sópað henni út af borðinu í tiltektinni. Atvinnuleysi Ríkisstjórnin hyggst stytta bótatímabil atvinnuleysistrygginga úr 30 mánuðum í 18. Þetta gengur beint gegn kröfum verkalýðshreyfingarinnar og grefur undan öryggi fólks á vinnumarkaði. Ekki verður séð að „tiltekt“ forsætis- og félagsmálaráðherra á þessu sviði verði nýtt til að hækka bætur eða efla vinnumarkaðsaðgerðir, heldur aðeins til að skera niður. Það er aumt. Háskólar og skólagjöld Háskólastigið er áfram vanfjármagnað. Í stað þess að stefna að OECD-meðaltali er boðuð hækkun skrásetningargjalda um allt að 33%, í 100 þúsund krónur. Það þrengir að efnaminni nemendum og gengur þvert gegn stefnu Samfylkingarinnar um gjaldfrjálst háskólanám. „Tiltektin“ hér er árás á jöfnuð í menntun. Húsnæðismál Í fjárlagafrumvarpinu er ekkert sem raunverulega styrkir húsnæðismarkaðinn. Aðeins er boðið upp á tímabundin úrræði til 2027 – sem er ekki stefna heldur frestun á vandanum. Þetta er grafalvarlegt í ljósi húsnæðiskreppu sem bitnar mest á ungu fólki, fjölskyldum og leigjendum. Umhverfismál Frá 2017–2021 jókst fjármagn til umhverfismála um tæp 50% undir forystu Vinstri grænna. Nú ríkir metnaðarleysi. „Tiltekt“ hér felur í sér niðurskurð á fjárheimildum til grænna fjárfestinga, náttúruverndar, landgræðslu og skógræktar og sýnir að loftslags- og náttúruverndarmálum er ýtt til hliðar – stórkostleg afturför á tíma þegar þörfin fyrir róttækar aðgerðir er brýnni en nokkru sinni fyrr. Samantekt Þetta frumvarp er ekki hagræðing – þetta er árás á heimilin í landinu, á lífskjör venjulegs fólks, sem ríkisstjórnarflokkarnir lofuðu fyrir kosningar að hlífa. Stytting bótatímabils, niðurskurður á jöfnun örorkubyrðar, rýrnun barnabóta og húsnæðisbóta – allt eykur þetta misskiptingu.Við í Vinstri grænum segjum: Fjárlög eiga að tryggja jöfnuð, réttlæti og velferð. Þau eiga að verja heimilin – ekki ráðast á þau. Svandís Svavarsdóttir er fyrrverandi ráðherra og formaður Vinstri grænna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson er fyrrverandi ráðherra og varaformaður Vinstri grænna.
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun