Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar 5. september 2025 10:31 Við búum á bestu tímum. Við búum betur í dag en kóngar og keisarar bjuggu við í gegnum aldirnar. Forfeður og formæður okkar hefðu ekki getað ímyndað sér þær aðstæður sem við búum við. Upphituð hús, rafmagn sem knýr alls kyns munað og jarðarber allt árið um kring. Ekki eru liðnar margar kynslóðir síðan hungur, barnadauði og dauði af barnsförum voru hluti af daglegum veruleika okkar. Vissulega eru lífsgæði betri í sumum löndum en öðrum. Þar erum við, sem búum á Íslandi, sérstaklega lánsöm. Við búum í samfélagi tækifæra og lífsgæða. Þrátt fyrir það þá birtast okkur reiði, hræðsla og hatur, sem eru í hróplegri mótsögn við þann veruleika sem við búum við. Við sjáum þróun í löndum í kringum okkur þar sem fólk leitar í ,,sterka” leiðtoga sem boða einföld svör og afturhvarf til fyrri tíma sem aldrei voru til. Hegðun sem á sér hliðstæðu á tímum kreppu, ófriðar og hungursneyða. Samfélag byggir ekki á einföldum lausnum og „sterkir“ leiðtogar hafa sögulega reynst illa. Hvers vegna birtist hóphegðun okkur á tímum fordæmalausra lífsgæða? Er það vegna samfélagsbreytinga eða vegna þess að einhver er með aðra kynvitund eða kynhneigð? Varla. Um einn af hverjum fimm á vinnumarkaði er af erlendum uppruna og mikilvægur hluti hagkerfisins og samfélagsins. Kynhneigð og kynvitund einstaklinga hafa engin áhrif á daglegt líf annara. Það er rökrétt, en tilfinningar segja svo aðra sögu. Ef við búum á bestu tímum, hvers vegna upplifa margir sig á síðustu og verstu tímum? Á samfélagsmiðlum birtist stöðug umræða um hvernig allt sé að fara til fjandans, hitt og þetta sé rót vandans og fólk leitast eftir því að verða reitt og finna skotspón reiði sinnar. Í því samhengi er enginn alveg saklaus. Fólk sem telur sig málsvara umburðalyndis og jákvæðni ræðst með heift á mann sem er því ósammála. Gagnrýnir mann fyrir umræðu, með sambærilegri umræðu en þykist á sama tíma vera betra. Í vikunni sýndi RÚV þátt um hatur og það sló mig að til sé hópur fólks sem sendir öðru fólki ógeðfelld skilaboð um að réttast væri að ráðast á það, nauðga og drepa. Aftur leika samfélagsmiðlar stórt hlutverk. Reitt fólk hefur tækifæri til að nálgast annað fólk bak við lyklaborð í skjóli heimilisins og fá útrás fyrir reiði sína með orðalagi sem er engum sæmandi og hefur þann eina tilgang að særa og hræða. Þar liggur hundurinn grafinn. Samfélagsmiðlar eru orðnir veigamikill hluti af lífi okkar og kynda undir skautun. Þeir sem eru ekki sammála verða óvinir. Samfélagsmiðlar hafa hag af þessu fyrirkomulagi. Miklu máli skiptir að halda fólki í greipum miðilsins. Vel má hagnast á því að ýta undir reiði og móðgunartilfinningu og skapa vettvang fyrir tilfinningarlega útrás. Hugsum um þetta í augnablik áður en við missum okkur í reiði eða látum undan þörf fyrir að móðgast. Við leyfum stórfyrirtækjum að stýra hegðun okkar og græða á henni. Reynum að forðast það að falla í þessa gildru. Við búum á bestu tímum mannkynssögunar en það er ekki sá sem gagnast samfélagsmiðlar halda á lofti. Verum meðvituð um það. Vörumst allt það sem elur á reiði og fordómum. Samfélag er flókið og umburðarlyndi er farsælast til að skapa gott samfélag. Njótum þess að búa á bestu tímum og eyðum ekki orku og athygli í reiði, hatur og skautun. Höfundur er fjölskyldufaðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Mest lesið Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Skoðun Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Sjá meira
Við búum á bestu tímum. Við búum betur í dag en kóngar og keisarar bjuggu við í gegnum aldirnar. Forfeður og formæður okkar hefðu ekki getað ímyndað sér þær aðstæður sem við búum við. Upphituð hús, rafmagn sem knýr alls kyns munað og jarðarber allt árið um kring. Ekki eru liðnar margar kynslóðir síðan hungur, barnadauði og dauði af barnsförum voru hluti af daglegum veruleika okkar. Vissulega eru lífsgæði betri í sumum löndum en öðrum. Þar erum við, sem búum á Íslandi, sérstaklega lánsöm. Við búum í samfélagi tækifæra og lífsgæða. Þrátt fyrir það þá birtast okkur reiði, hræðsla og hatur, sem eru í hróplegri mótsögn við þann veruleika sem við búum við. Við sjáum þróun í löndum í kringum okkur þar sem fólk leitar í ,,sterka” leiðtoga sem boða einföld svör og afturhvarf til fyrri tíma sem aldrei voru til. Hegðun sem á sér hliðstæðu á tímum kreppu, ófriðar og hungursneyða. Samfélag byggir ekki á einföldum lausnum og „sterkir“ leiðtogar hafa sögulega reynst illa. Hvers vegna birtist hóphegðun okkur á tímum fordæmalausra lífsgæða? Er það vegna samfélagsbreytinga eða vegna þess að einhver er með aðra kynvitund eða kynhneigð? Varla. Um einn af hverjum fimm á vinnumarkaði er af erlendum uppruna og mikilvægur hluti hagkerfisins og samfélagsins. Kynhneigð og kynvitund einstaklinga hafa engin áhrif á daglegt líf annara. Það er rökrétt, en tilfinningar segja svo aðra sögu. Ef við búum á bestu tímum, hvers vegna upplifa margir sig á síðustu og verstu tímum? Á samfélagsmiðlum birtist stöðug umræða um hvernig allt sé að fara til fjandans, hitt og þetta sé rót vandans og fólk leitast eftir því að verða reitt og finna skotspón reiði sinnar. Í því samhengi er enginn alveg saklaus. Fólk sem telur sig málsvara umburðalyndis og jákvæðni ræðst með heift á mann sem er því ósammála. Gagnrýnir mann fyrir umræðu, með sambærilegri umræðu en þykist á sama tíma vera betra. Í vikunni sýndi RÚV þátt um hatur og það sló mig að til sé hópur fólks sem sendir öðru fólki ógeðfelld skilaboð um að réttast væri að ráðast á það, nauðga og drepa. Aftur leika samfélagsmiðlar stórt hlutverk. Reitt fólk hefur tækifæri til að nálgast annað fólk bak við lyklaborð í skjóli heimilisins og fá útrás fyrir reiði sína með orðalagi sem er engum sæmandi og hefur þann eina tilgang að særa og hræða. Þar liggur hundurinn grafinn. Samfélagsmiðlar eru orðnir veigamikill hluti af lífi okkar og kynda undir skautun. Þeir sem eru ekki sammála verða óvinir. Samfélagsmiðlar hafa hag af þessu fyrirkomulagi. Miklu máli skiptir að halda fólki í greipum miðilsins. Vel má hagnast á því að ýta undir reiði og móðgunartilfinningu og skapa vettvang fyrir tilfinningarlega útrás. Hugsum um þetta í augnablik áður en við missum okkur í reiði eða látum undan þörf fyrir að móðgast. Við leyfum stórfyrirtækjum að stýra hegðun okkar og græða á henni. Reynum að forðast það að falla í þessa gildru. Við búum á bestu tímum mannkynssögunar en það er ekki sá sem gagnast samfélagsmiðlar halda á lofti. Verum meðvituð um það. Vörumst allt það sem elur á reiði og fordómum. Samfélag er flókið og umburðarlyndi er farsælast til að skapa gott samfélag. Njótum þess að búa á bestu tímum og eyðum ekki orku og athygli í reiði, hatur og skautun. Höfundur er fjölskyldufaðir.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun