Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar 4. september 2025 14:31 Í vikunni tilkynntu umhverfisráðherra og atvinnuvegaráðherra að þau væru búin að ákveða að leggja niður heilbrigðiseftirlit á Íslandi. Sum verkefni heilbrigðiseftirlits myndu flytjast til ríkisins en önnur, t.d. svæðisbundið hlutverk heilbrigðisnefnda í þágu almennings, skyldi leggja niður. Leiftursókn ríkis gegn sveitarfélögum Ráðherrarnir tveir lögðu áherslu á að ekki væri þörf á frekari efnislegri umræðu, því þau væru jú einfaldlega búin að taka þessa ákvörðun. Í kjölfar fundarins, sem hafði verið auglýstur með örfárra klukkustunda fyrirvara, var skýrslan svo birt sem ráðherrarnir vilja meina að rökstyðji þessa öfgakenndu niðurstöðu. Sýndarsamráð Umrædd skýrsla er dagsett í júní 2025 en einhverra hluta vegna þá ákvað umhverfisráðuneytið að sýna ekki heilbrigðisnefndum og heilbrigðisfulltrúum skýrsluna fyrr en á blaðamannafundinum sjálfum sem haldinn var 2. september. Að sama skapi þá hefur almenningur ekki heldur fengið að kynna sér þessar röksemdafærslur fyrr en nú, jafnvel þótt afleiðingarnar myndu bitna verst á almenningi. Áform kynnt sem ákvörðun Í lýðræðisríkinu Íslandi er það Alþingi sem setur lög, jafnvel þótt ráðherrar spili þar lykilhlutverk. Enn á eftir að kynna áformin formlega og leggja lagafrumvarp fyrir þingið, svo það er mikilvægt að halda því til haga að þetta eru enn sem komið er einungis áform sem þarf að ræða en ekki frágengin ákvörðun. Reyndar má segja að þessi áform hafi verið til staðar lengi innan veggja umhverfisráðuneytisins en vandinn er sá að rökstuðningur og samráð við sérfræðinga hefur ekki tekist vel. Skiptir heilbrigðiseftirlit ekki máli? Til að sýna fram á mikilvægi heilbrigðiseftirlits má sem dæmi nefna uppgötvun ólöglegs matvælalagers í Sóltúni í Reykjavík haustið 2023. Íbúar í nágrenni höfðu kvartað yfir ólykt frá húsnæðinu, sem heilbrigðiseftirlitið rannsakaði jafnvel þótt engar upplýsingar væru um að matvæli kæmu þar við sögu. Þessi þjónusta við almenning er eitt af því sem myndi falla milli skips og bryggju í núverandi áformum ráðherra, sem virðast einungist snúa að leyfisskyldri starfsemi en ekki samfélaginu í heild sinni. Þjálfun er lykill að samræmingu Eitt helsta umkvörtunarefnið sem þessi áform eiga að leysa er skortur á samræmingu eftirlits. Þarna fer þó ekki alveg saman hljóð og mynd, því jafnvel eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur bent atvinnuvegaráðuneytinu á að til að uppfylla kröfur ESB sé ekki nauðsynlegt að leggja niður staðbundnu stjórnvöldin (heilbrigðiseftirlitið). Þá hefur umhverfisráðuneytið jafnframt áður reynt að afnema löggildingu heilbrigðisfulltrúa og þ.a.l. sérstakar menntunar- og hæfniskröfur sem gerðar eru til starfsins. Ef raunverulegur vilji væri til að auka samræmingu, þá væri eðlilegast að efla heilbrigðiseftirlit m.a. með því að auka kröfur til þjálfunar heilbrigðisfulltrúa. Tölvukerfi og aðra stoðþjónustu má svo einfaldlega útfæra og samræma innan ramma núverandi kerfis. Köstum ekki barninu út með baðvatninu Frá því umhverfisráðuneytið tók við málaflokki heilbrigðiseftirlits frá heilbrigðisráðuneytinu á 10. áratug síðustu aldar hafa margar skýrslur verið gerðar um mögulegar breytingar á kerfinu. Þrátt fyrir það hefur umhverfisráðuneytinu ekki enn tekist að móta skýra framtíðarsýn fyrir málaflokkinn, sem útskýrir kannski uppgjöfina sem felst í því að vilja einfaldlega leggja heilbrigðiseftirlit niður. Slík áform eru þó í raun fráleit, enda er um að ræða einn af lykilinnviðum íslenskra sveitarfélaga sem hefur verið kveðið á um í lögum síðan árið 1901 og hefur það markmið að búa landsmönnum heilnæm lífsskilyrði. Góð samvinna er grundvöllur hagsældar Þótt ekki sé ástæða til að efast um vilja umræddra ráðherra til að bæta hagsæld landsmanna, þá sjá þeir sem þekkja til að upplýsingarnar sem settar hafa verið fram eru misvísandi. Þarna bera embættismenn og starfsmenn ráðuneytanna mikla ábyrgð og er óhætt að segja að vinnubrögðin undanfarna daga hafi ekki verið til fyrirmyndar. Almenningur treystir á heilbrigðiseftirlit í landinu og til að hægt sé að byggja upp betra kerfi ættu æðstu embættismenn að nálgast störf sín af auðmýkt, virðingu og síðast en ekki síst yfirvegun. Heilbrigðiseftirlit er samfélagsverkefni sem við megum ekki glutra frá okkur í óðagoti, enda byggir framtíð okkar m.a. á því að virða og vernda réttindi allra til heilnæms umhverfis. Höfundur er heilbrigðisfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðiseftirlit Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Í vikunni tilkynntu umhverfisráðherra og atvinnuvegaráðherra að þau væru búin að ákveða að leggja niður heilbrigðiseftirlit á Íslandi. Sum verkefni heilbrigðiseftirlits myndu flytjast til ríkisins en önnur, t.d. svæðisbundið hlutverk heilbrigðisnefnda í þágu almennings, skyldi leggja niður. Leiftursókn ríkis gegn sveitarfélögum Ráðherrarnir tveir lögðu áherslu á að ekki væri þörf á frekari efnislegri umræðu, því þau væru jú einfaldlega búin að taka þessa ákvörðun. Í kjölfar fundarins, sem hafði verið auglýstur með örfárra klukkustunda fyrirvara, var skýrslan svo birt sem ráðherrarnir vilja meina að rökstyðji þessa öfgakenndu niðurstöðu. Sýndarsamráð Umrædd skýrsla er dagsett í júní 2025 en einhverra hluta vegna þá ákvað umhverfisráðuneytið að sýna ekki heilbrigðisnefndum og heilbrigðisfulltrúum skýrsluna fyrr en á blaðamannafundinum sjálfum sem haldinn var 2. september. Að sama skapi þá hefur almenningur ekki heldur fengið að kynna sér þessar röksemdafærslur fyrr en nú, jafnvel þótt afleiðingarnar myndu bitna verst á almenningi. Áform kynnt sem ákvörðun Í lýðræðisríkinu Íslandi er það Alþingi sem setur lög, jafnvel þótt ráðherrar spili þar lykilhlutverk. Enn á eftir að kynna áformin formlega og leggja lagafrumvarp fyrir þingið, svo það er mikilvægt að halda því til haga að þetta eru enn sem komið er einungis áform sem þarf að ræða en ekki frágengin ákvörðun. Reyndar má segja að þessi áform hafi verið til staðar lengi innan veggja umhverfisráðuneytisins en vandinn er sá að rökstuðningur og samráð við sérfræðinga hefur ekki tekist vel. Skiptir heilbrigðiseftirlit ekki máli? Til að sýna fram á mikilvægi heilbrigðiseftirlits má sem dæmi nefna uppgötvun ólöglegs matvælalagers í Sóltúni í Reykjavík haustið 2023. Íbúar í nágrenni höfðu kvartað yfir ólykt frá húsnæðinu, sem heilbrigðiseftirlitið rannsakaði jafnvel þótt engar upplýsingar væru um að matvæli kæmu þar við sögu. Þessi þjónusta við almenning er eitt af því sem myndi falla milli skips og bryggju í núverandi áformum ráðherra, sem virðast einungist snúa að leyfisskyldri starfsemi en ekki samfélaginu í heild sinni. Þjálfun er lykill að samræmingu Eitt helsta umkvörtunarefnið sem þessi áform eiga að leysa er skortur á samræmingu eftirlits. Þarna fer þó ekki alveg saman hljóð og mynd, því jafnvel eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur bent atvinnuvegaráðuneytinu á að til að uppfylla kröfur ESB sé ekki nauðsynlegt að leggja niður staðbundnu stjórnvöldin (heilbrigðiseftirlitið). Þá hefur umhverfisráðuneytið jafnframt áður reynt að afnema löggildingu heilbrigðisfulltrúa og þ.a.l. sérstakar menntunar- og hæfniskröfur sem gerðar eru til starfsins. Ef raunverulegur vilji væri til að auka samræmingu, þá væri eðlilegast að efla heilbrigðiseftirlit m.a. með því að auka kröfur til þjálfunar heilbrigðisfulltrúa. Tölvukerfi og aðra stoðþjónustu má svo einfaldlega útfæra og samræma innan ramma núverandi kerfis. Köstum ekki barninu út með baðvatninu Frá því umhverfisráðuneytið tók við málaflokki heilbrigðiseftirlits frá heilbrigðisráðuneytinu á 10. áratug síðustu aldar hafa margar skýrslur verið gerðar um mögulegar breytingar á kerfinu. Þrátt fyrir það hefur umhverfisráðuneytinu ekki enn tekist að móta skýra framtíðarsýn fyrir málaflokkinn, sem útskýrir kannski uppgjöfina sem felst í því að vilja einfaldlega leggja heilbrigðiseftirlit niður. Slík áform eru þó í raun fráleit, enda er um að ræða einn af lykilinnviðum íslenskra sveitarfélaga sem hefur verið kveðið á um í lögum síðan árið 1901 og hefur það markmið að búa landsmönnum heilnæm lífsskilyrði. Góð samvinna er grundvöllur hagsældar Þótt ekki sé ástæða til að efast um vilja umræddra ráðherra til að bæta hagsæld landsmanna, þá sjá þeir sem þekkja til að upplýsingarnar sem settar hafa verið fram eru misvísandi. Þarna bera embættismenn og starfsmenn ráðuneytanna mikla ábyrgð og er óhætt að segja að vinnubrögðin undanfarna daga hafi ekki verið til fyrirmyndar. Almenningur treystir á heilbrigðiseftirlit í landinu og til að hægt sé að byggja upp betra kerfi ættu æðstu embættismenn að nálgast störf sín af auðmýkt, virðingu og síðast en ekki síst yfirvegun. Heilbrigðiseftirlit er samfélagsverkefni sem við megum ekki glutra frá okkur í óðagoti, enda byggir framtíð okkar m.a. á því að virða og vernda réttindi allra til heilnæms umhverfis. Höfundur er heilbrigðisfulltrúi.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun