Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 27. ágúst 2025 19:00 Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Sigurjón Mál lögreglu um þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ telst upplýst. Karlmaður á fimmtugsaldri hefur játað sök en fleiri eru með réttarstöðu sakborninga en enginn situr í gæsluvarðhaldi. Hraðbankinn fannst lasakaður en enn voru milljónirnar 22 þar inni. „Málið telst upplýst, það liggur fyrir játning,“ segir Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum í raun að skoða aðild annarra aðila en eins og ég segi er þessi aðili sem setið hefur í gæsluvarðhaldi og verið grunaður um verknaðinn hefur játað skipulagningu og verknaðinn.“ Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald rúmum hálfum sólarhring eftir að ránið átti sér stað. Hann er nú kominn í síbrotagæslu vegna fjölda mála hans hjá lögreglu. Hjördís segir að maðurinn hafi oft komið við sögu hjá lögreglunni en hann er einnig grunaður um þjófnað í Hamraborgarmálinu svokallaða og er vitni í Gufunesmálinu. „Það vaknaði strax grunur út frá gögnum sem við öfluðum strax á þriðjudeginum,“ segir Hjördís. Að þetta væri þessi tiltekni maður? „Já,“ svarar hún. „Við hefjumst handa í raun um leið og þjófnaðurinn er tilkynntur. Það er þarna fljótlega seinnipartinn á þriðjudaginn sem við fáum gögn í hendurnar sem renna stoðum undir það að þetta sé aðilinn sem reyndist vera.“ Hjördís sagðist ekki geta farið nánar út í um hvers konar gögn væri að ræða. Allaveganna einn með réttarstöðu sakbornings Kona á fertugsaldri var einnig úrskurðuð í gæsluvarðhald grunuð um aðild að hraðbankaþjófnaðinum en sá úrskurður rann út í gær. Hjördís segir að enginn sitji í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Lögreglan óskaði eftir að eigendur eftirlitsmyndavéla í Mosfellsbæ og við Hafravatn myndu athuga hvort þar leyndust upptökur af gröfunni sem notuð var við verknaðinn. Samkvæmt heimildum fréttastofu sást bíll konunnar á upptöku úr eftirlitsmyndavél umrædda nótt, nærri því svæði þaðan sem gröfunni var stolið. Er einhver annar með réttarstöðu sakbornings núna? „Já,“ segir Hjördís. Margir? „Nei.“ Mögulega þessi kona? „Ég get ekki tjáð mig frekar um það,“ svarar hún. „Þó að málið teljist upplýst erum við að skoða aðild annarra.“ Keyrðu með hraðbankann í skóflu gröfunnar „Gröfunni var stolið og hún keyrð að hraðbankanum. Hún var notuð til að ná hraðbankanum út. Það var keyrt út fyrir Mosfellsbæ með hraðbankann í skóflu gröfunnar. Þar er hann settur í bíl og keyrt út að tönkunum,“ segir Hjördís um atburðarás þjófnaðsins. Þjófnaðurinn var framinn um fjögur aðfaranótt þriðjudags og fannst grafan rétt fyrir utan Mosfellsbæ seinna um morguninn. Henni var komið aftur í hendur eiganda. Bíllinn sem talið er að hafa verið notaður til að flytja hraðbankann er einnig fundinn en ekki sé um að ræða sendiferðabíl að sögn Hjördísar sem vill ekki tjá sig um hann að öðru leyti. Hraðbankinn fannst við þessa tanka, rétt fyrir ofan lögreglustöð.Vísir/Sigurjón Hraðbankinn fannst síðan við tanka fyrir ofan Hólmsheiði, ekki langt frá lögreglustöðinni á Vínlandsleið. „Hraðbankinn fannst eftir rannsóknargögnum frá lögreglu. Hann fannst við tankana á Hólmsheiði fyrir ofan Grafarholtið,“ segir Hjördís. „Það er búið að eiga við hann, það er búið að reyna opna hann sýnilega. En hann var lokaður og allir fjármunir í honum ennþá.“ Hjördís segir hraðbankann afar illa farinn en ekki liggi fyrir hvort og þá hvers konar verkfæri hafi verið notuð. Engin verkfæri fundust við hraðbankann. 22 milljónir króna voru inni í harðbankanum sem lögreglan hefur endurheimt. „Útlitið var þannig að við teljum að það hafi töluvert reynt að komast í hann,“ segir hún. „Við getum ekkert fullyrt um það því það voru engin verkfæri á vettvangi, en einhver tæki og tól.“ Hjördís segir að umrætt mál sé fyrsta málið af slíku tagi sem lögreglan á við. „Þjófnaður á hraðbanka með vinnuvél. En það voru náttúrulega miklir fjármunir í hraðbankanum. Við einsettum okkur að finna þann sem bar ábyrgð á verknaðinum og endurheimta fjármunina og það tókst,“ segir Hjördís. Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Mosfellsbær Lögreglumál Peningum stolið í Hamraborg Manndráp í Gufunesi Íslandsbanki Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Innlent Fleiri fréttir Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Sjá meira
„Málið telst upplýst, það liggur fyrir játning,“ segir Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum í raun að skoða aðild annarra aðila en eins og ég segi er þessi aðili sem setið hefur í gæsluvarðhaldi og verið grunaður um verknaðinn hefur játað skipulagningu og verknaðinn.“ Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald rúmum hálfum sólarhring eftir að ránið átti sér stað. Hann er nú kominn í síbrotagæslu vegna fjölda mála hans hjá lögreglu. Hjördís segir að maðurinn hafi oft komið við sögu hjá lögreglunni en hann er einnig grunaður um þjófnað í Hamraborgarmálinu svokallaða og er vitni í Gufunesmálinu. „Það vaknaði strax grunur út frá gögnum sem við öfluðum strax á þriðjudeginum,“ segir Hjördís. Að þetta væri þessi tiltekni maður? „Já,“ svarar hún. „Við hefjumst handa í raun um leið og þjófnaðurinn er tilkynntur. Það er þarna fljótlega seinnipartinn á þriðjudaginn sem við fáum gögn í hendurnar sem renna stoðum undir það að þetta sé aðilinn sem reyndist vera.“ Hjördís sagðist ekki geta farið nánar út í um hvers konar gögn væri að ræða. Allaveganna einn með réttarstöðu sakbornings Kona á fertugsaldri var einnig úrskurðuð í gæsluvarðhald grunuð um aðild að hraðbankaþjófnaðinum en sá úrskurður rann út í gær. Hjördís segir að enginn sitji í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Lögreglan óskaði eftir að eigendur eftirlitsmyndavéla í Mosfellsbæ og við Hafravatn myndu athuga hvort þar leyndust upptökur af gröfunni sem notuð var við verknaðinn. Samkvæmt heimildum fréttastofu sást bíll konunnar á upptöku úr eftirlitsmyndavél umrædda nótt, nærri því svæði þaðan sem gröfunni var stolið. Er einhver annar með réttarstöðu sakbornings núna? „Já,“ segir Hjördís. Margir? „Nei.“ Mögulega þessi kona? „Ég get ekki tjáð mig frekar um það,“ svarar hún. „Þó að málið teljist upplýst erum við að skoða aðild annarra.“ Keyrðu með hraðbankann í skóflu gröfunnar „Gröfunni var stolið og hún keyrð að hraðbankanum. Hún var notuð til að ná hraðbankanum út. Það var keyrt út fyrir Mosfellsbæ með hraðbankann í skóflu gröfunnar. Þar er hann settur í bíl og keyrt út að tönkunum,“ segir Hjördís um atburðarás þjófnaðsins. Þjófnaðurinn var framinn um fjögur aðfaranótt þriðjudags og fannst grafan rétt fyrir utan Mosfellsbæ seinna um morguninn. Henni var komið aftur í hendur eiganda. Bíllinn sem talið er að hafa verið notaður til að flytja hraðbankann er einnig fundinn en ekki sé um að ræða sendiferðabíl að sögn Hjördísar sem vill ekki tjá sig um hann að öðru leyti. Hraðbankinn fannst við þessa tanka, rétt fyrir ofan lögreglustöð.Vísir/Sigurjón Hraðbankinn fannst síðan við tanka fyrir ofan Hólmsheiði, ekki langt frá lögreglustöðinni á Vínlandsleið. „Hraðbankinn fannst eftir rannsóknargögnum frá lögreglu. Hann fannst við tankana á Hólmsheiði fyrir ofan Grafarholtið,“ segir Hjördís. „Það er búið að eiga við hann, það er búið að reyna opna hann sýnilega. En hann var lokaður og allir fjármunir í honum ennþá.“ Hjördís segir hraðbankann afar illa farinn en ekki liggi fyrir hvort og þá hvers konar verkfæri hafi verið notuð. Engin verkfæri fundust við hraðbankann. 22 milljónir króna voru inni í harðbankanum sem lögreglan hefur endurheimt. „Útlitið var þannig að við teljum að það hafi töluvert reynt að komast í hann,“ segir hún. „Við getum ekkert fullyrt um það því það voru engin verkfæri á vettvangi, en einhver tæki og tól.“ Hjördís segir að umrætt mál sé fyrsta málið af slíku tagi sem lögreglan á við. „Þjófnaður á hraðbanka með vinnuvél. En það voru náttúrulega miklir fjármunir í hraðbankanum. Við einsettum okkur að finna þann sem bar ábyrgð á verknaðinum og endurheimta fjármunina og það tókst,“ segir Hjördís.
Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Mosfellsbær Lögreglumál Peningum stolið í Hamraborg Manndráp í Gufunesi Íslandsbanki Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Innlent Fleiri fréttir Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Sjá meira