Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Valur Páll Eiríksson skrifar 29. ágúst 2025 10:01 Tómas Bent er að koma sér fyrir í Edinborg eftir stutt stopp í Reykjavík. Mynd/Hearts Líf Tómasar Bent Magnússonar tekur miklum breytingum þessa dagana. Hann flutti nýverið búferlum til Skotlands og þá er hann að verða faðir í fyrsta sinn. Á leiðinni er lítill Eyjapeyi með skoskan hreim. Tómas Bent er Eyjamaður og hafði allan sinn feril spilað með uppeldisfélaginu ÍBV en eftir fína frammistöðu með liðinu er það tryggði sig upp úr Lengjudeildinni síðasta sumar kom kallið frá Val í vetur. Tómas var þó ekki á Hlíðarenda nema í nokkra mánuði en frábær frammistaða hans á miðjunni hjá liðinu í Bestu deildinni í sumar vakti athygli skoska félagsins Hearts. Hann bjóst ekki beint við því þegar hann hóf tímabilið með Val að hann yrði kominn í skosku úrvalsdeildina áður en sumarið var úti. „Nei, ég get ekki sagt það. Ég ætlaði bara að gera eitthvað með Val og svo kæmi annað í ljós. Þetta gerðist mjög hratt og fyrr en maður hélt eða vonaðist til,“ segir Tómas sem gat ekki sagt nei við tækifærinu sem bauðst. „Það var ekki auðvelt að fara frá Hlíðarenda en mér fannst ég ekki geta sleppt því að kýla á þetta. Maður veit aldrei hvað getur skeð, hvort næsta æfing hefði verið fótbrot eða eitthvað. Það er svo stutt á milli í þessu.“ Miklar breytingar á skömmum tíma Með skiptunum flytur Tómas Bent til Edinborgar ásamt kærustu sinni, Selmu Helgadóttur, sem er dóttir fyrrum landsliðsmannsins Helga Sigurðssonar. Þau tilkynntu fyrr í mánuðinum að þau eigi von á sínu fyrsta barni. „Barn á leiðinni, þannig að þetta eru miklar breytingar á mjög stuttum tíma. Bara að flytja til Reykjavíkur var ákveðin breyting en það verður fínt þegar barnið kemur og maður hefur eitthvað að gera. En það er smá stress,“ segir Tómas. Er sem sagt stress fyrir föðurhlutverkinu? „Ég ætla ekkert að ljúga því. En þetta fer hægt og rólega að synca inn,“ sem á þá von á Eyjapeya, eða stúlku, sem mun því eyða fyrsta hluta æviskeiðisins í Skotlandi. „Það er einhver ákveðin súpa. Skoskur hreimur og Eyjapeyi - eða stelpa,“ segir Tómas léttur. Viðtalið má sjá í spilaranum. Skoski boltinn Íslenski boltinn Valur ÍBV Besta deild karla Vestmannaeyjar Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Sjá meira
Tómas Bent er Eyjamaður og hafði allan sinn feril spilað með uppeldisfélaginu ÍBV en eftir fína frammistöðu með liðinu er það tryggði sig upp úr Lengjudeildinni síðasta sumar kom kallið frá Val í vetur. Tómas var þó ekki á Hlíðarenda nema í nokkra mánuði en frábær frammistaða hans á miðjunni hjá liðinu í Bestu deildinni í sumar vakti athygli skoska félagsins Hearts. Hann bjóst ekki beint við því þegar hann hóf tímabilið með Val að hann yrði kominn í skosku úrvalsdeildina áður en sumarið var úti. „Nei, ég get ekki sagt það. Ég ætlaði bara að gera eitthvað með Val og svo kæmi annað í ljós. Þetta gerðist mjög hratt og fyrr en maður hélt eða vonaðist til,“ segir Tómas sem gat ekki sagt nei við tækifærinu sem bauðst. „Það var ekki auðvelt að fara frá Hlíðarenda en mér fannst ég ekki geta sleppt því að kýla á þetta. Maður veit aldrei hvað getur skeð, hvort næsta æfing hefði verið fótbrot eða eitthvað. Það er svo stutt á milli í þessu.“ Miklar breytingar á skömmum tíma Með skiptunum flytur Tómas Bent til Edinborgar ásamt kærustu sinni, Selmu Helgadóttur, sem er dóttir fyrrum landsliðsmannsins Helga Sigurðssonar. Þau tilkynntu fyrr í mánuðinum að þau eigi von á sínu fyrsta barni. „Barn á leiðinni, þannig að þetta eru miklar breytingar á mjög stuttum tíma. Bara að flytja til Reykjavíkur var ákveðin breyting en það verður fínt þegar barnið kemur og maður hefur eitthvað að gera. En það er smá stress,“ segir Tómas. Er sem sagt stress fyrir föðurhlutverkinu? „Ég ætla ekkert að ljúga því. En þetta fer hægt og rólega að synca inn,“ sem á þá von á Eyjapeya, eða stúlku, sem mun því eyða fyrsta hluta æviskeiðisins í Skotlandi. „Það er einhver ákveðin súpa. Skoskur hreimur og Eyjapeyi - eða stelpa,“ segir Tómas léttur. Viðtalið má sjá í spilaranum.
Skoski boltinn Íslenski boltinn Valur ÍBV Besta deild karla Vestmannaeyjar Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Sjá meira