ÍBV
Mikið áfall fyrir Eyjakonur
Sennilegt þykir að markvörðurinn frábæri Marta Wawrzynkowska hafi þegar spilað sinn síðasta leik fyrir ÍBV á þessari leiktíð, í Olís-deild kvenna í handbolta.
ÍR byrjar nýja árið með besta hætti
ÍR byrjar árið 2025 af krafti í Olís-deild kvenna í handbolta og tvöfaldaði sigurfjölda sinn með góðum sigri á ÍBV í Vestmannaeyjum í dag.
KA fær lykilmann úr Eyjum
Bikarmeistarar KA í fótbolta hafa bætt við sig leikmanni en Héraðsmaðurinn Guðjón Ernir Hrafnkelsson skrifaði undir samning við félagið sem gildir til næstu þriggja tímabila.
Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum
Í dag, rúmum mánuði eftir umdeildan bikarleik Hauka og ÍBV, er orðið endanlega ljóst að Eyjamenn fá dæmdan 10-0 sigur í leiknum og spila því gegn FH í 8-liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta.
Mikil spenna í Eyjum
ÍBV og Íslandsmeistarar FH gerðu jafntefli, 26-26, í miklum spennuleik í Olís-deild karla í handbolta í Vestmannaeyjum í dag.
Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja
ÍBV og Víkingur hafa náð samkomulagi um kaup Eyjamanna á Bjarka Birni Gunnarssyni en hann hefur verið á láni í Vestmannaeyjum síðustu tvö sumur.
Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV
Mótanefnd HSÍ hefur frestað leik ÍBV og FH í átta liða úrslitum Powerade bikars karla í handbolta vegna þess að enn er ekki komin niðurstaða í kærumál Hauka og ÍBV. Ekki liggur fyrir hvenær leikurinn fer fram en það gæti ekki verið fyrr en í febrúar.
Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni
Haukar og Stjarnan unnu örugga sigra á KA og ÍBV þegar 13. umferð Olís deildar karla í handbolta lauk í kvöld.
Öruggur sigur ÍBV gegn Val
ÍBV vann öruggan sjö marka sigur er liðið tók á móti Val í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 34-27.
Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn
Í dag hefði Eyjamaðurinn Kolbeinn Aron Ingibjargarson orðið 35 ára gamall. Eyjamenn minnast hans sérstaklega á heimaleik sínum við Valsmenn í Olís deild karla í handbolta.
Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“
Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, er allt annað en sáttur með að Haukum hafi verið dæmdur ósigur gegn ÍBV í bikarkeppni karla í handbolta. Hann segir að venja sé að betra liðið fari áfram og að Haukar muni áfrýja.
„Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“
„Þetta er bara algjör þvæla. En fyrst að menn vilja fara þessa leið þá getum við haldið áfram að eyða tíma í þessa vitleysu,“ segir Andri Már Ólafsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, eftir að félaginu var dæmt 10-0 tap gegn ÍBV.
Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram
ÍBV hefur verið dæmdur 10-0 sigur í leiknum gegn Haukum fyrir rúmri viku, í 16-liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta.
Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“
„Ég býst bara við að þessu verði vísað frá, þar sem þetta er algjörlega tilhæfulaust,“ segir Andri Már Ólafsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, um kæru ÍBV gegn félaginu eftir leik liðanna í Powerade-bikar karla.
ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“
Eyjamenn bíða nú eftir niðurstöðu Dómstóls HSÍ eftir að hafa kært Hauka fyrir að nota ólöglegan leikmann, í leik liðanna í Powerade-bikar karla í handbolta fyrir viku.
Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit
Kári Kristján Kristjánsson, línumaður ÍBV, hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann af aganefnd Handknattleikssambands Íslands eftir að hann sló leikmann Hauka í andlitið.
Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum
Haukar eru komnir í 8-liða úrslit Powerade-bikarsins í handknattleik eftir öruggan sigur á ÍBV á heimavelli. Þá eru ÍR-ingar sömuleiðis komnir áfram eftir sigur á Akureyri.
Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum
Rúnar Kárason átti stórleik þegar Fram sótti tvö stig út í Vestmannaeyjar í Olís deild karla í handbolta í kvöld.
Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns
Bakvörðurinn Arnór Ingi Kristinsson er genginn í raðir ÍBV og mun spila með liðinu í Bestu deild karla í fótbolta á næstu leiktíð.
Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar
Gróttukonur unnu tólf marka stórsigur á ÍBV, 31-19, í Vestmannaeyjum í Olís deild kvenna í handbolta í dag.
ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra
ÍBV, Stjarnan og Grótta eru komin áfram í bikarkeppni kvenna í handbolta eftir nokkuð örugga sigra á útivelli í kvöld.
Frestað vegna veðurs
Leik HK og ÍBV í 16-liða úrslitum bikarkeppni kvenna í handknattleik hefur verið frestað vegna veðurs. Frá þessu greinir HSÍ, Handknattleikssamband Íslands.
Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV
Eyjamenn hafa landað sóknarmanninum Omar Sowe sem kemur til ÍBV eftir að hafa raðað inn mörkum fyrir Leikni R. í Lengjudeildinni.
Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum
Haukakonur komust upp að hlið Fram í 2.-3. sæti Olís-deildar kvenna í handbolta í dag með sex marka sigri gegn ÍBV í Vestmannaeyjum, 26-20, í lokaleik 7. umferðar deildarinnar.
ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn
ÍBV heimsótti ÍR og vann 41-31 stórsigur í Olís deild karla. KA tók á móti Stjörnunni og kastaði frá sér sigri, 27-27 lokaniðurstaðan.
Svona voru hinir úrslitaleikirnir um titilinn
Öll augu verða á Víkinni í kvöld þegar Víkingur og Breiðablik mætast í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild karla. Þetta er í fimmta sinn á síðustu 28 árum sem lið mætast í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Til að stytta biðina fram að leiknum í Víkinni rifjar Vísir upp hina fjóra úrslitaleikina.
KA enn á botninum eftir tap í Eyjum
ÍBV vann sterkan fimm marka sigur er liðið tók á móti botnliði KA í Olís-deild karla í handbolta í dag, 36-31.
Ræddi við konuna og fékk bingó: „Tími til að fara aftur til Eyja
Eftir ævintýri í Hong Kong, Portúgal og Svíþjóð er komið að næsta kafla á þjálfaraferli Þorláks Árnasonar sem hefur verið ráðinn þjálfari ÍBV sem leikur í Bestu deildinni á næsta ári. Láki, eins og hann er jafnan kallaður, er spenntur að snúa aftur til Eyja þar sem að hann átti góðar stundir sem krakki. Hann vill að ÍBV liðið sýni hinn sanna anda sem einkennir Eyjamenn.
Þorlákur tekinn við ÍBV
Þorlákur Árnason mun stýra ÍBV í Bestu deild karla í fótbolta á næstu leiktíð. Hann er reynslumikill þjálfari sem hefur undanfarið þjálfað í efstu deild kvenna í Portúgal.
Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 38-27 | Mosfellingar á toppinn með stórsigri
Afturelding hefur unnið fimm af fyrstu sjö leikjum sínum í Olís-deild karla í handbolta, eftir að liðið tók Eyjamenn í bakaríið í kvöld og fagnaði 38-27 sigri.