Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar 22. ágúst 2025 10:31 Tillögur í grunnskólamálum Kópavogsbæjar ,,Framtíðin í fyrsta sæti - Umbótaverkefni grunnskóla Kópavogs til 2030“ voru birtar í vikunni og kynntar í fjölmiðlum. Kópavogsbær er að stíga mikilvægt skref í að rýna í stöðu grunnskóla bæjarins og meta hvar liggja tækifæri til sóknar. Tillögunum er skipt niður í þrjá kafla og sextán þætti og eru allar tillögurnar mikilvægar. Í þessum tillögum eru þættir sem skipta gríðarlegu miklu máli fyrir grunnskóla bæjarins. Skólar í öðrum sveitarfélögum eru að glíma við sömu áskoranir. Það er því mikilvægt að forgangsraða rétt. Fáist ekki fagfólk til starfa í skólum landsins er það á ábyrgð og herðum skólastjórnenda og kennara að kenna leiðbeinendum að starfa sem kennari. Í einni af tillögunum er lögð áhersla á að styðja og hvetja leiðbeinendur til náms og laða að menntaða kennara í skóla bæjarins. Kennurum fer fækkandi í grunnskólum landsins og erfitt er að fá menntaða, hæfa kennara til starfa út af starfsumhverfinu. Það er mikilvægt að fjárfesta í kennurum og gera sveitarfélagið að aðlaðandi vinnustað. Það þarf meira til en stuðning til náms. Lykilatriði í tillögunum snýr að öruggu starfsumhverfi nemenda og starfsfólks skóla. Ef nemendum líður ekki vel í skólanum fer lítið nám fram. Leggja þarf áherslu á að nemendur og starfsfólk upplifi sig örugg í skólanum. Öryggi er ein af grunnþörfunum og það er okkar að gæta þess að þeim sé fullnægt í skólanum. Ef starfsumhverfi nemenda og kennara er bætt, leiðir það til betri námsárangurs. Í tillögunum er einnig rætt þróun samræmdra stuðningsúrræða og skoðaður verður möguleiki á stofnun sérskóla en vöntun hefur verið á úrræði fyrir börn með miklar áskoranir. Mikilvægt er að skoða þau stuðningsúrræði vel sem nú þegar eru til staðar. Mikilvægt er að rýna þennan þátt vel og gera betur. Ef við fjárfestum til framtíðar munu áskoranir innan skólanna minnka, allir fá úrræði við hæfi, sem leiðir til þess að athygli kennara getur alfarið verið á nám nemenda. Nám á sér stað. Kópavogur er að stíga mikilvægt skref að ramma inn áherslur bæjarins varðandi grunnskólamál með það að markmiði að bæta skólastarf. Að undagenginni mikilli vinnu allra hagaðila, söfnun gagna og miklu samráði, var myndaður samstarfshópur með ólíkum einstaklingum úr skólasamfélaginu með ólíkan bakgrunn og áherslur, sem á það sameiginlegt að brenna fyrir skólamál bæjarins. Mikil vinna hefur farið í að móta tillögurnar. Mikilvægt er að skoða allar 16 tillögurnar vel, þó aðilar samráðshópsins brenni mismikið fyrir hverri og einni þeirra, þá má engin þeirra sitja á hakanum. Aðal umfjöllunarefnið í vikunni og það sem vakti mesta athygli af tillögunum voru samræmd próf í Kópavogi og þróun á nýju námsumsjónarkerfi. Innleiðing á Matsferli, stöðu- og framvinduprófum Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, fékk mestu athyglina. Það er ekki búið að taka ákvörðun um hvaða tillögum á að forgangsraða en mikilvægt er að forgangsraða rétt. Áframhaldandi samráð þarf að vera við skólastjórnendur, kennara og foreldra svo að tillögurnar skili raunverulegum árangri. Mikilvægustu tillögurnar, að mínu mati, snúa að starfsumhverfi kennara og nemenda og að allir nemendur fái úrræði við hæfi hvort sem það er innan eða utan skólans. Ef ekki eru í skólunum fagmenntaðir kennarar er ekki mögulegt að halda úti skólastarfi. Ef nemendur hafa ekki kennara eða viðeigandi úrræði segir það sig sjálft að lítið nám fer fram. Ef nemendum líður ekki vel fer lítið nám fram. Samræmt mat og nýtt námsumsjónarkerfi mun litlu skila fyrir þá. Það þarf að forgangsraða tillögunum og byrja á réttum enda. Það er mikilvægt að byrja að skoða eina af grunnþörfunum, öryggi. Vandi skólakerfisins felur í sér stórar og flóknar áskoranir. Áskoranir sem við þurfum að takast á við. Nú er tækifæri til umbóta. Ef forgangsröðun verkefna er rétt munu tillögurnar virka vel. Setjum framtíð barnanna í fyrsta sæti, fjárfestum til framtíðar. Höfundur er skólastjóri Hörðuvallaskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Kópavogur Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Tillögur í grunnskólamálum Kópavogsbæjar ,,Framtíðin í fyrsta sæti - Umbótaverkefni grunnskóla Kópavogs til 2030“ voru birtar í vikunni og kynntar í fjölmiðlum. Kópavogsbær er að stíga mikilvægt skref í að rýna í stöðu grunnskóla bæjarins og meta hvar liggja tækifæri til sóknar. Tillögunum er skipt niður í þrjá kafla og sextán þætti og eru allar tillögurnar mikilvægar. Í þessum tillögum eru þættir sem skipta gríðarlegu miklu máli fyrir grunnskóla bæjarins. Skólar í öðrum sveitarfélögum eru að glíma við sömu áskoranir. Það er því mikilvægt að forgangsraða rétt. Fáist ekki fagfólk til starfa í skólum landsins er það á ábyrgð og herðum skólastjórnenda og kennara að kenna leiðbeinendum að starfa sem kennari. Í einni af tillögunum er lögð áhersla á að styðja og hvetja leiðbeinendur til náms og laða að menntaða kennara í skóla bæjarins. Kennurum fer fækkandi í grunnskólum landsins og erfitt er að fá menntaða, hæfa kennara til starfa út af starfsumhverfinu. Það er mikilvægt að fjárfesta í kennurum og gera sveitarfélagið að aðlaðandi vinnustað. Það þarf meira til en stuðning til náms. Lykilatriði í tillögunum snýr að öruggu starfsumhverfi nemenda og starfsfólks skóla. Ef nemendum líður ekki vel í skólanum fer lítið nám fram. Leggja þarf áherslu á að nemendur og starfsfólk upplifi sig örugg í skólanum. Öryggi er ein af grunnþörfunum og það er okkar að gæta þess að þeim sé fullnægt í skólanum. Ef starfsumhverfi nemenda og kennara er bætt, leiðir það til betri námsárangurs. Í tillögunum er einnig rætt þróun samræmdra stuðningsúrræða og skoðaður verður möguleiki á stofnun sérskóla en vöntun hefur verið á úrræði fyrir börn með miklar áskoranir. Mikilvægt er að skoða þau stuðningsúrræði vel sem nú þegar eru til staðar. Mikilvægt er að rýna þennan þátt vel og gera betur. Ef við fjárfestum til framtíðar munu áskoranir innan skólanna minnka, allir fá úrræði við hæfi, sem leiðir til þess að athygli kennara getur alfarið verið á nám nemenda. Nám á sér stað. Kópavogur er að stíga mikilvægt skref að ramma inn áherslur bæjarins varðandi grunnskólamál með það að markmiði að bæta skólastarf. Að undagenginni mikilli vinnu allra hagaðila, söfnun gagna og miklu samráði, var myndaður samstarfshópur með ólíkum einstaklingum úr skólasamfélaginu með ólíkan bakgrunn og áherslur, sem á það sameiginlegt að brenna fyrir skólamál bæjarins. Mikil vinna hefur farið í að móta tillögurnar. Mikilvægt er að skoða allar 16 tillögurnar vel, þó aðilar samráðshópsins brenni mismikið fyrir hverri og einni þeirra, þá má engin þeirra sitja á hakanum. Aðal umfjöllunarefnið í vikunni og það sem vakti mesta athygli af tillögunum voru samræmd próf í Kópavogi og þróun á nýju námsumsjónarkerfi. Innleiðing á Matsferli, stöðu- og framvinduprófum Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, fékk mestu athyglina. Það er ekki búið að taka ákvörðun um hvaða tillögum á að forgangsraða en mikilvægt er að forgangsraða rétt. Áframhaldandi samráð þarf að vera við skólastjórnendur, kennara og foreldra svo að tillögurnar skili raunverulegum árangri. Mikilvægustu tillögurnar, að mínu mati, snúa að starfsumhverfi kennara og nemenda og að allir nemendur fái úrræði við hæfi hvort sem það er innan eða utan skólans. Ef ekki eru í skólunum fagmenntaðir kennarar er ekki mögulegt að halda úti skólastarfi. Ef nemendur hafa ekki kennara eða viðeigandi úrræði segir það sig sjálft að lítið nám fer fram. Ef nemendum líður ekki vel fer lítið nám fram. Samræmt mat og nýtt námsumsjónarkerfi mun litlu skila fyrir þá. Það þarf að forgangsraða tillögunum og byrja á réttum enda. Það er mikilvægt að byrja að skoða eina af grunnþörfunum, öryggi. Vandi skólakerfisins felur í sér stórar og flóknar áskoranir. Áskoranir sem við þurfum að takast á við. Nú er tækifæri til umbóta. Ef forgangsröðun verkefna er rétt munu tillögurnar virka vel. Setjum framtíð barnanna í fyrsta sæti, fjárfestum til framtíðar. Höfundur er skólastjóri Hörðuvallaskóla.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun