Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar 21. ágúst 2025 13:31 Íslenska ríkið og sveitarfélögin eyða um 100 milljörðum króna árlega í að "laga" afleiðingar þess að við gripum ekki börn í vanda nógu snemma. Þetta er næstum þrjú prósent af vergri landsframleiðslu, svipuð upphæð og öll framlög ríkisins til vegamála, löggæslu og dómskerfisins samanlagt. Þrátt fyrir þetta er viðvarandi tilhneiging að líta á velferð barna sem "mjúkt mál" , eitthvað sem er fallegt og gott, en ekki brýnt. Velferð barna er ennfremur oftar en ekki römmuð inn sem kostnaður frekar en raunveruleg fjárfesting. Sú hugsun er úrelt og gríðarlega kostnaðarsöm fyrir samfélagið allt. Wall Street og barnavernd, ólíklegir bandamenn Í London, New York og Toronto er eitthvað merkilegt að gerast. Fjárfestingarbankar og lífeyrissjóðir eru farnir að selja og kaupa „social impact bonds," skuldabréf sem byggja á sparnaði opinberra aðila vegna snemmtækrar íhlutunar í líf barna. Goldman Sachs fjárfestingabankinn, sem varla er þekktur fyrir mannúðarstarfsemi, fjárfesti nýlega í verkefni sem kennir ungum foreldrum foreldrafærni. Af hverju? Vegna þess að bankinn fær sjö dollara til baka fyrir hvern dollara sem hann fjárfestir. Þessir aðilar hafa reiknað dæmið til enda: Að fjárfesta í sex ára barni er betri fjárfesting en að borga fyrir flókinn vanda sextán ára unglings. Kúlulánin sem við tökum ár hvert Kjörnir sveitarstjórnarfulltrúar eyða hlutfallslega miklum tíma í að yfirfara endurskoðaðar fjárhagsáætlanir, þriggja mánaða uppgjör, hálfsársuppgjör, ársuppgjör. Í því samhengi er áhugavert að velta fram þeirri staðreynd að um 55–60% af útgjöldum sveitarfélaga renna í þjónustu við börn og fjölskyldur. Sjaldan er hins vegar varið tíma í að greina hvað raunverulega drífur þessi útgjöld og vaxandi þörf áfram. Raunin er sú að við erum að taka kúlulán. Þegar sex ára barn sýnir merki um kvíða eða félagslega einangrun og við bregðumst ekki við, erum við í raun að skrifa undir lánssamning, lán sem samfélagið þarf að greiða með vöxtum eftir tíu ár. Tölurnar tala sínu máli: Kostnaðurinn við eitt barn sem lendir í alvarlegum vanda getur hlaupið á tugum milljóna. Sérnám, sálfræðiþjónusta, félagsráðgjöf, barnavernd og jafnvel fangelsisvist. Til samanburðar getur snemmtæk íhlutun kostað um 24.000 krónur í ákveðnum tilvikum. Þetta er ekki flókin stærðfræði. Andleg líðan barna sem fjárhagslegur mælikvarði Hér er róttæk tillaga: Hvað ef við myndum endurskoða fjárhagsáætlanir opinberra aðila út frá andlegri líðan barna, ekki aðeins krónum og aurum? Við mælum nú þegar allt mögulegt: skuldir sem hlutfall af tekjum, veltufé frá rekstri, eiginfjárhlutfall. En við mælum ekki kerfisbundið hvernig börnum líður í samhengi við fjárhagsáætlanir, þótt líðan barna sé einn helsti drifkraftur framtíðarútgjalda ríkis og sveitarfélaga. Ímyndum okkur að sveitarstjórnir fengju mánaðarlega skýrslu: „Kvíði meðal 6. bekkinga hefur aukist um 15%. Ef ekki er gripið inn í mun þetta hafa í för með sér árlegan kostnað fyrir sveitarfélagið að upphæð 45 milljóna næstu fimm árin." Foreldrafærni og hundar Í dag þykir ekki samfélagslega ásættanlegt að fá sér hund og sleppa því að fara á hvolpanámskeið. Sveitarfélagið gefur afslátt af hundagjöldum ef þú sýnir fram á að um menntaðan hvolpaeiganda sé að ræða. Af hverju? Vegna þess að vel þjálfaðir hundar valda minna veseni og kosta samfélagið minna. En eignist þú barn, sem er stærsta og flóknasta verkefni lífsins, þá er ekkert námskeið. Engin fræðsla. Engin sérstök hvatning til að mennta þig í foreldrahlutverkinu. Þó rannsóknir sýni að foreldrafærninámskeið geti skilað samfélaginu 7–15 földum ávinningi fyrir hverja krónu sem fjárfest er. Hvað ef við gæfum foreldrum skattaafslátt eða afslátt af leikskólagjöldum fyrir að sækja slík námskeið? Hvað ef við fjárfestum í foreldrum eins og við fjárfestum í... hundaeigendum? Pólitík sem hugsar lengra en til næstu kosninga Ef þetta er svona einfalt, af hverju er þá þessi hugsun ekki komin lengra? Vandamálið er að snemmtæk íhlutun skilar sér sjaldnast innan eins kjörtímabils. Ráðherrar eða bæjarstjórar sem fjárfesta í sex ára börnum í dag muna ekki uppskera ávinning fyrr en löngu eftir næstu kosningar. Hins vegar er þetta prófraun raunverulegra leiðtoga. Pólitískur leiðtogi er reiðubúinn að planta trjám sem viðkomandi mun líklega aldrei sjá fullvaxta. Hann þorir að taka ákvarðanir sem eru samfélaginu til heilla, þó það þýði að næsta ríkisstjórn eða næsti bæjarstjóri muni uppskera árangurinn. Valið er einfalt Titill greinarinnar er ögrandi af ásetningi. Við stöndum frammi fyrir einföldu vali: Fjárfesta í fyrstu bekkingum eða borga fyrir flóknari úrræði og jafnvel fangavörslu síðar. Þetta er ekki tilfinningamál, þótt tilfinningar skipti vissulega máli. Þetta er fjárhagslegur veruleiki. Stærstu fjárfestingabankar heims hafa reiknað dæmið og niðurstaðan er að snemmtæk íhlutun er ein besta fjárfestingin sem völ er á. Spurningin er hvort við Íslendingar tökum mark á útreikningum Wall Street. Hvort við hættum að flokka velferð barna sem „mjúkt mál" og förum að sjá það sem það er, mikilvægasta fjárfestingartækifæri þjóðarinnar. Við getum haldið áfram að safna kúlulánum og vonað að einhver annar borgi brúsann. Reikningurinn kemur alltaf. Spurningin er bara hvenær við viljum borga hann og hve dýru verði. Við getum valið að fjárfesta í farsæld, eða greiða fyrir afleiðingarnar. Hjördís Eva Þórðardóttir er sérfræðingur í farsæld og réttindum barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Réttindi barna Rekstur hins opinbera Hjördís Eva Þórðardóttir Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands Skoðun Skoðun Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Íslenska ríkið og sveitarfélögin eyða um 100 milljörðum króna árlega í að "laga" afleiðingar þess að við gripum ekki börn í vanda nógu snemma. Þetta er næstum þrjú prósent af vergri landsframleiðslu, svipuð upphæð og öll framlög ríkisins til vegamála, löggæslu og dómskerfisins samanlagt. Þrátt fyrir þetta er viðvarandi tilhneiging að líta á velferð barna sem "mjúkt mál" , eitthvað sem er fallegt og gott, en ekki brýnt. Velferð barna er ennfremur oftar en ekki römmuð inn sem kostnaður frekar en raunveruleg fjárfesting. Sú hugsun er úrelt og gríðarlega kostnaðarsöm fyrir samfélagið allt. Wall Street og barnavernd, ólíklegir bandamenn Í London, New York og Toronto er eitthvað merkilegt að gerast. Fjárfestingarbankar og lífeyrissjóðir eru farnir að selja og kaupa „social impact bonds," skuldabréf sem byggja á sparnaði opinberra aðila vegna snemmtækrar íhlutunar í líf barna. Goldman Sachs fjárfestingabankinn, sem varla er þekktur fyrir mannúðarstarfsemi, fjárfesti nýlega í verkefni sem kennir ungum foreldrum foreldrafærni. Af hverju? Vegna þess að bankinn fær sjö dollara til baka fyrir hvern dollara sem hann fjárfestir. Þessir aðilar hafa reiknað dæmið til enda: Að fjárfesta í sex ára barni er betri fjárfesting en að borga fyrir flókinn vanda sextán ára unglings. Kúlulánin sem við tökum ár hvert Kjörnir sveitarstjórnarfulltrúar eyða hlutfallslega miklum tíma í að yfirfara endurskoðaðar fjárhagsáætlanir, þriggja mánaða uppgjör, hálfsársuppgjör, ársuppgjör. Í því samhengi er áhugavert að velta fram þeirri staðreynd að um 55–60% af útgjöldum sveitarfélaga renna í þjónustu við börn og fjölskyldur. Sjaldan er hins vegar varið tíma í að greina hvað raunverulega drífur þessi útgjöld og vaxandi þörf áfram. Raunin er sú að við erum að taka kúlulán. Þegar sex ára barn sýnir merki um kvíða eða félagslega einangrun og við bregðumst ekki við, erum við í raun að skrifa undir lánssamning, lán sem samfélagið þarf að greiða með vöxtum eftir tíu ár. Tölurnar tala sínu máli: Kostnaðurinn við eitt barn sem lendir í alvarlegum vanda getur hlaupið á tugum milljóna. Sérnám, sálfræðiþjónusta, félagsráðgjöf, barnavernd og jafnvel fangelsisvist. Til samanburðar getur snemmtæk íhlutun kostað um 24.000 krónur í ákveðnum tilvikum. Þetta er ekki flókin stærðfræði. Andleg líðan barna sem fjárhagslegur mælikvarði Hér er róttæk tillaga: Hvað ef við myndum endurskoða fjárhagsáætlanir opinberra aðila út frá andlegri líðan barna, ekki aðeins krónum og aurum? Við mælum nú þegar allt mögulegt: skuldir sem hlutfall af tekjum, veltufé frá rekstri, eiginfjárhlutfall. En við mælum ekki kerfisbundið hvernig börnum líður í samhengi við fjárhagsáætlanir, þótt líðan barna sé einn helsti drifkraftur framtíðarútgjalda ríkis og sveitarfélaga. Ímyndum okkur að sveitarstjórnir fengju mánaðarlega skýrslu: „Kvíði meðal 6. bekkinga hefur aukist um 15%. Ef ekki er gripið inn í mun þetta hafa í för með sér árlegan kostnað fyrir sveitarfélagið að upphæð 45 milljóna næstu fimm árin." Foreldrafærni og hundar Í dag þykir ekki samfélagslega ásættanlegt að fá sér hund og sleppa því að fara á hvolpanámskeið. Sveitarfélagið gefur afslátt af hundagjöldum ef þú sýnir fram á að um menntaðan hvolpaeiganda sé að ræða. Af hverju? Vegna þess að vel þjálfaðir hundar valda minna veseni og kosta samfélagið minna. En eignist þú barn, sem er stærsta og flóknasta verkefni lífsins, þá er ekkert námskeið. Engin fræðsla. Engin sérstök hvatning til að mennta þig í foreldrahlutverkinu. Þó rannsóknir sýni að foreldrafærninámskeið geti skilað samfélaginu 7–15 földum ávinningi fyrir hverja krónu sem fjárfest er. Hvað ef við gæfum foreldrum skattaafslátt eða afslátt af leikskólagjöldum fyrir að sækja slík námskeið? Hvað ef við fjárfestum í foreldrum eins og við fjárfestum í... hundaeigendum? Pólitík sem hugsar lengra en til næstu kosninga Ef þetta er svona einfalt, af hverju er þá þessi hugsun ekki komin lengra? Vandamálið er að snemmtæk íhlutun skilar sér sjaldnast innan eins kjörtímabils. Ráðherrar eða bæjarstjórar sem fjárfesta í sex ára börnum í dag muna ekki uppskera ávinning fyrr en löngu eftir næstu kosningar. Hins vegar er þetta prófraun raunverulegra leiðtoga. Pólitískur leiðtogi er reiðubúinn að planta trjám sem viðkomandi mun líklega aldrei sjá fullvaxta. Hann þorir að taka ákvarðanir sem eru samfélaginu til heilla, þó það þýði að næsta ríkisstjórn eða næsti bæjarstjóri muni uppskera árangurinn. Valið er einfalt Titill greinarinnar er ögrandi af ásetningi. Við stöndum frammi fyrir einföldu vali: Fjárfesta í fyrstu bekkingum eða borga fyrir flóknari úrræði og jafnvel fangavörslu síðar. Þetta er ekki tilfinningamál, þótt tilfinningar skipti vissulega máli. Þetta er fjárhagslegur veruleiki. Stærstu fjárfestingabankar heims hafa reiknað dæmið og niðurstaðan er að snemmtæk íhlutun er ein besta fjárfestingin sem völ er á. Spurningin er hvort við Íslendingar tökum mark á útreikningum Wall Street. Hvort við hættum að flokka velferð barna sem „mjúkt mál" og förum að sjá það sem það er, mikilvægasta fjárfestingartækifæri þjóðarinnar. Við getum haldið áfram að safna kúlulánum og vonað að einhver annar borgi brúsann. Reikningurinn kemur alltaf. Spurningin er bara hvenær við viljum borga hann og hve dýru verði. Við getum valið að fjárfesta í farsæld, eða greiða fyrir afleiðingarnar. Hjördís Eva Þórðardóttir er sérfræðingur í farsæld og réttindum barna.
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun