Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar 18. ágúst 2025 10:01 Það er ánægjulegt að lesa hjartnæmar þakkir Sivjar Friðleifsdóttur á Vísi þar sem hún þakkar stofnunni fyrir að 90% skilríkjaeftirliti samkvæmt markmiðum stofnunarinnar. Það er auðvitað gott að þakka fyrir gott starf - rétt eins og við þökkum flugfélagi fyrir að lenda flugvélinni í níu af hverjum tíu lendingum og ljósmóðurinni sem missir einungis 10 börn í gólfið af hverjum 100 sem fæðast. Tækninýjung: Að treysta á stopult minni Það er merkilegt að lesa lof á fyrirkomulag þar sem verndun ungmenna byggist á því að starfsfólk áfengisverslana muni eftir að spyrja um skilríki. Til samanburðar nota allar netverslanir á Íslandi rafræn skilríki sem útiloka algerlega sölu til unglinga. En hvers vegna treysta á örugga tækni þegar maður getur treyst á göfug markmið? Milljarðaógn Siv varar við milljarða kostnaðarauka ef ÁTVR yrði lagt niður og engin ungmenni fengju lengur að kaupa vín eins og verið hefur enda muni áfengisneysla þjóðarinnar aukast verulega eins og allir vísindamenn eru sammála um, nánar tiltekið lýðheilsufræðingar sem hafa viðurværi af því að skrifa um eigið mikilvægi í bland við heimsendaspár enda veit sú stétt manna að þú lesandi góður ert algerlega ófær um að sjá fótum þínum forráð í daglegu líf. Enn hefur engum tekist að draga fram svar frá Siv og hennar líkum um af hverju áfengisneysla hefur dregist saman samfara stórauknu aðgengi undanfarin ár sem Siv hefur lýst sem lýðheilsuslysi. Siv og félagar láta hinsvegar staðreyndir ekki trufla góðan hræðsluáróður. Það virðist sem enginn hafi farið fram á það við lýðheilsufræðinginn Siv að sýna fram á orsakasamhengi á milli aukins aðgengis og aukinnar neyslu, t.d. með tilvísun í að matvælaneysla aukist ef matvörubúðum fjölgar eða að lyfjaneysla hafi aukist af því að apótek eru einkarekin. Slík smáatriði eru auðvitað óþörf þegar maður hefur ákveðið niðurstöðuna fyrirfram. Verndun sem virkar... stundum Það er vissulega gott að vita að núverandi kerfi verndar ungmenni í allt að 90% tilfella. Þetta minnir mann á aðrar vel virkar verndarráðstafanir í samfélaginu, eins og að láta slysavarnir bíla virka í 90% árekstra eða að byggingaeftirlitsmenn séu vakandi fyrir bygginganefndarteikningum eftir minni. Hraði snigils Greinarhöfundur gagnrýnir lögreglu fyrir að vera að rannsaka mál enda skilur Siv ekki að lögregla rannsaki jafnt til sýknu og sektar og að ákærur eru ekki gefnar út ef t.d lögsögu skortir auk þess sem ákærusviði lögreglu ætti að vera fullkunnugt um atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar og EES samninginn sem Ísland er bundið af. Niðurstaða Það er verðugt að þakka fyrir gott starf, en kannski ættum við að íhuga hvort 90% árangur í verndun ungmenna sé raunverulega þess virð aði íslenskt samfélag greiði 5,5 milljarða fyrir rekstur á þéttasta neti áfengisverslana í heimi miðað við höfðatölu? Í öðrum geirum samfélagsins væri slíkur árangur álitinn óásættanlegur, en þegar kemur að áfengissölu framsóknarmanna virðist tölfræðin snúast á hvolf. Það er væntanlega tími til að löggjafinn taki heilsteypta ákvörðun um hvort við viljum treysta á tækni sem virkar í 100% tilfella eða halda áfram að treysta á mannlegt minni sem virkar stopult. Höfundur er eigandi Sante. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netverslun með áfengi Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ánægjulegt að lesa hjartnæmar þakkir Sivjar Friðleifsdóttur á Vísi þar sem hún þakkar stofnunni fyrir að 90% skilríkjaeftirliti samkvæmt markmiðum stofnunarinnar. Það er auðvitað gott að þakka fyrir gott starf - rétt eins og við þökkum flugfélagi fyrir að lenda flugvélinni í níu af hverjum tíu lendingum og ljósmóðurinni sem missir einungis 10 börn í gólfið af hverjum 100 sem fæðast. Tækninýjung: Að treysta á stopult minni Það er merkilegt að lesa lof á fyrirkomulag þar sem verndun ungmenna byggist á því að starfsfólk áfengisverslana muni eftir að spyrja um skilríki. Til samanburðar nota allar netverslanir á Íslandi rafræn skilríki sem útiloka algerlega sölu til unglinga. En hvers vegna treysta á örugga tækni þegar maður getur treyst á göfug markmið? Milljarðaógn Siv varar við milljarða kostnaðarauka ef ÁTVR yrði lagt niður og engin ungmenni fengju lengur að kaupa vín eins og verið hefur enda muni áfengisneysla þjóðarinnar aukast verulega eins og allir vísindamenn eru sammála um, nánar tiltekið lýðheilsufræðingar sem hafa viðurværi af því að skrifa um eigið mikilvægi í bland við heimsendaspár enda veit sú stétt manna að þú lesandi góður ert algerlega ófær um að sjá fótum þínum forráð í daglegu líf. Enn hefur engum tekist að draga fram svar frá Siv og hennar líkum um af hverju áfengisneysla hefur dregist saman samfara stórauknu aðgengi undanfarin ár sem Siv hefur lýst sem lýðheilsuslysi. Siv og félagar láta hinsvegar staðreyndir ekki trufla góðan hræðsluáróður. Það virðist sem enginn hafi farið fram á það við lýðheilsufræðinginn Siv að sýna fram á orsakasamhengi á milli aukins aðgengis og aukinnar neyslu, t.d. með tilvísun í að matvælaneysla aukist ef matvörubúðum fjölgar eða að lyfjaneysla hafi aukist af því að apótek eru einkarekin. Slík smáatriði eru auðvitað óþörf þegar maður hefur ákveðið niðurstöðuna fyrirfram. Verndun sem virkar... stundum Það er vissulega gott að vita að núverandi kerfi verndar ungmenni í allt að 90% tilfella. Þetta minnir mann á aðrar vel virkar verndarráðstafanir í samfélaginu, eins og að láta slysavarnir bíla virka í 90% árekstra eða að byggingaeftirlitsmenn séu vakandi fyrir bygginganefndarteikningum eftir minni. Hraði snigils Greinarhöfundur gagnrýnir lögreglu fyrir að vera að rannsaka mál enda skilur Siv ekki að lögregla rannsaki jafnt til sýknu og sektar og að ákærur eru ekki gefnar út ef t.d lögsögu skortir auk þess sem ákærusviði lögreglu ætti að vera fullkunnugt um atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar og EES samninginn sem Ísland er bundið af. Niðurstaða Það er verðugt að þakka fyrir gott starf, en kannski ættum við að íhuga hvort 90% árangur í verndun ungmenna sé raunverulega þess virð aði íslenskt samfélag greiði 5,5 milljarða fyrir rekstur á þéttasta neti áfengisverslana í heimi miðað við höfðatölu? Í öðrum geirum samfélagsins væri slíkur árangur álitinn óásættanlegur, en þegar kemur að áfengissölu framsóknarmanna virðist tölfræðin snúast á hvolf. Það er væntanlega tími til að löggjafinn taki heilsteypta ákvörðun um hvort við viljum treysta á tækni sem virkar í 100% tilfella eða halda áfram að treysta á mannlegt minni sem virkar stopult. Höfundur er eigandi Sante.
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar