Erlent

Melania Trump hótar lög­sókn á hendur Hunter Biden

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Melania greindi frá því í viðtali við Harper's Bazaar að hún hefði kynnst Donald í teiti árið 1998.
Melania greindi frá því í viðtali við Harper's Bazaar að hún hefði kynnst Donald í teiti árið 1998. AP//Evan Vucci

Lögmenn Melaniu Trump, forsetafrúar Bandaríkjanna, hafa sent lögmanni Hunter Biden erindi þar sem þeir hóta lögsókn á hendur syni Joe Biden, fyrrverandi forseta, ef hann dregur ekki til baka og biðst afsökunar á ummælum sem hann lét falla um forsetafrúna.

Hunter fór mikinn í viðtali við kvikmyndagerðarmanninn Andrew Callaghan á dögunum og hélt því meðal annars fram að auðjöfurinn og kynferðisbrotamaðurinn Jeffrey Epstein hefði kynnt Melaniu og Donald Trump.

Staðhæfingin er sögð fengin frá blaðamanninum Michael Wolff, sem hefur skrifað bók um Trump og meðal annars haldið því fram að Melania og Donald hafi kynnst í gegnum Epstein.

Viðtalið þar sem Wolff hélt þessu fram birtist á Daily Beast en hefur verið tekið úr birtingu.

Lögmenn Melaniu hóta því að sæka allt að milljarð dala í skaðabætur verði Hunter ekki við kröfunni.

Forsetafrúin greindi frá því í viðtali við Harper's Bazaar árið 2016 að hún hefði kynnst Donald í teiti árið 1998. Hún hefði hins vegar neitað að gefa honum símanúmerið sitt, þar sem hún var með öðrum manni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×