Enski boltinn

Mbeumo stað­festur hjá fé­lagi drauma sinna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Skrifað undir.
Skrifað undir. Manchester United

Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur staðfest komu framherjans Bryan Mbeumo. Hann kemur frá Brentford og skrifar undir samning til ársins 2030 með möguleika á eins árs framlengingu.

Hinn 25 ára gamli Mbeumo skoraði 20 mörk í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð ásamt því að gefa átta stoðsendingar. Frá því að Brentford komst upp í ensku úrvalsdeildina hefur Mbeumo komið að 18 mörkum að meðaltali á ári.

„Um leið og ég vissi að það væri möguleiki á að vera ganga til liðs við Manchester United varð ég að stökkva á tækifærið að ganga til liðs við félag drauma minna,“ sagði Mbeumo við undirskriftina.

Mbeumo segir mikið verk fyrir höndum enda gekk Man United ekki vel á síðustu leiktíð. Hann er hins vegar spenntur að spila fyrir framan stuðningsfólk Man United á Leikhúsi draumanna, Old Trafford.

„Þetta er risastórt félag með ótrúlegan leikvang og magnað stuðningsfólk. Við erum ákveðnir í að berjast um alla titla sem eru í boði.“


Tengdar fréttir

Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United?

Eftir langan eltingaleik hefur Manchester United að því virðist loks fest kaup á Bryan Mbeumo, leikmanni Brentford. Stærsta spurningin nú er hvar þessi hægri vængmaður mun leika í leikkerfi sem inniheldur engan hægri vængmann?

Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo

Hæstráðendur hjá Manchester United hafa fundað í veiðihúsi Jim Ratcliffe undanfarna vikuna og tóku þar ákvörðun um að festa kaup á Bryan Mbuemo frá Brentford. Milli funda hafa stjórnarmennirnir skellt sér í veiði og kíkt á kránna í Vopnafirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×