Enski boltinn

Nýi Liverpool maðurinn í fá­mennum hópi með Mo Salah

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hugo Ekitike var með mjög flotta tölfræði í þýsku deildinni en nær hann að gera sömu hluti í ensku úrvalsdeildinni? Það er stóra spurningin eftir að Liverpool keypti hann af Eintracht Frankfurt.
Hugo Ekitike var með mjög flotta tölfræði í þýsku deildinni en nær hann að gera sömu hluti í ensku úrvalsdeildinni? Það er stóra spurningin eftir að Liverpool keypti hann af Eintracht Frankfurt. Getty/Christof Koepsel

Frakkinn Hugo Ekitiké verður nýjasta sóknarvopnið hjá Englandsmeisturum Liverpool um leið og félagið gengur endalega frá kaupunum á honum frá Eintracht Frankfurt.

Erlendir fjölmiðlar segja að ekkert standi nú lengur í vegi fyrir því. Tölfræði Ekitiké frá síðasta tímabil ætti að boða gott fyrir Liverpool.

Franski framherjinn kom sér nefnilega í fámennan hóp framherja í fimm bestu deildum Evrópu á 2024-25 tímabilinu.

Það voru aðeins fimm leikmenn sem náðu því að koma tvö hundruð sinnum við boltann í vítateig andstæðinganna, reyna fleiri en hundrað skot og sóla andstæðing fimmtíu sinnum eða oftar.

Ekitiké er þar í hópi með verðandi liðsfélaga sínum Mohamed Salah. Hinir þrír á listanum eru síðan Kylian Mbappé hjá Real Madrid, Lamine Yamal hjá Barcelona og Antoine Semenyo hjá Bournemouth.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×