Enski boltinn

Stuðnings­menn Manchester United oftast hand­teknir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það reynir vissulega á að vera stuðningsmaður Manchester United þessa dagana.
Það reynir vissulega á að vera stuðningsmaður Manchester United þessa dagana. Getty/Alex Livesey

Flestir ólátabelgir á síðustu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni voru stuðningsmenn Manchester liðanna tveggja.

Þetta kemur fram í niðurstöðum samantektar bresku lögreglunnar á handtökum tengdum enska boltanum. Alls voru 1932 handtökur sem er ellefu prósent fækkun frá tímabilinu á undan.

Stuðningsmenn Manchester United voru oftast handteknir eða 121 sinni. Stuðningsmenn City voru handteknir 94 sinnum.

Hér er átt við handtökur sem er tengdar við fótboltaviðburði í Englandi og Wales á tímabilinu 2024-25.

Þetta var auvitað hræðilegt tímbil fyrir United þar sem liðið hefur aldrei endað neðar í ensku úrvalsdeildinni eða í fimmtánda sæti. City vann heldur engan stóran titil á tímabilinu sem var mikil breyting eftir alla sigurgönguna árin á undan.

West Ham er í þriðja sætinu en stuðningsmenn Hamranna voru handteknir 77 sinnum eða einu skipti oftar en áhangendur Chelsea.

Englandsmeistarar Liverpool eru í sjöunda sæti með 45 handtökur en nágrannar þeirra í Everton eru sæti ofar með 56 handtökur.

Prúðastir voru stuðningsmenn Bournemouth sem voru aðeins handteknir sjö sinnum en stuðningsfólk Brighton var handtekið þrettán sinnum.

Hér fyrir neðan má sjá allan listann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×