Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2025 12:01 Diogo Jota þakkar stuðningsmönnum Liverpool fyrir stuðninginn eftir að hann skoraði mark á móti Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Getty/Andrew Powell Diogo Jota verður síðasti leikmaður Liverpool sem spilar í treyju númer tuttugu. Liverpool ákvað að leggja númeri hans eftir hræðilegt fráfall hans og yngri bróður hans í bílslysi á Spáni. Liverpool heiðraði minningu Jota með því að gefa það út að hann verður sá síðasti til að klæðast Liverpool treyju númer tuttugu. Þetta verður þó ekki eina númerið sem hefur verið tekið úr umferð hjá enskum félögum í gegnum tíðina. Tvö númer hjá West Ham Liverpool er vissulega leggja númeri í fyrsta sinn en West Ham hefur meðal annars tekið tvö númer úr umferð. Númerin 6 og 38 eru ekki í notkun hjá Hömrunum. Sexan til minningar um Bobby Moore, fyrrum fyrirliða félagsins og enska landsliðsins og númer 38 til minningar um Dylan Tombides. Moore lést aðeins 51 árs gamall úr krabbameini. Ian Bishop var þá að spila í sexunni hjá West Ham en hætti að spila í henni frá og með fyrsta leik eftir andlát Moore. Tombides var ástralskur fótboltamaður sem lést aðeins tvítugur ef baráttu við krabbamein. Hann lék einn leik með aðalliði West Ham en fór upp yngri flokkana og var unglingalandsliðsmaður hjá Ástralíu. Það má enginn spila númer 23 hjá Manchester City en því númeri var lagt til minningar um Marc-Vivian Foe. Foe var landsliðsmaður Kamerún og leikmaður City á láni frá Lyon. Hann lést eftir að hafa hnigið niður í landsleik Kamerún og Kólumbíu árið 2003. Queens Park Rangers notar ekki númer 31 til minningar um Ray Jones. Hann var átján ára leikmaður félagsins þegar hann lést í bílslysi þegar bíll hans keyrði beint framan á strætó í London. Líka númer Bellingham Allt annað dæmi er Birmingham City en félagið lagði treyju númer 22 vegna Jude Bellingham. Bellingham lék með Birmingham til sautján ára aldurs en varð síðan að stjörnu hjá Borussia Dortmund og stórstjörnu hjá Real Madrid. Birmingham ákvað að heiðra Bellingham fyrir það sem hann gerði á þessum stutta tíma hjá félaginu með því að taka treyjunúmer hans úr umferð. Númerin gætu verið tekin aftur í notkun eins og treyja númer níu hjá Exeter City. Henni var lagt í níu ár til minningar um Adam Stansfield sem lést úr krabbameini. Sonur hans, Jay Stansfield, klæddist hins vegar níunni þegar hann kom á láni til Exeter þrettán árum eftir að faðir hans kvaddi þennan heim. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þau númer sem ekki má spila í hjá enskum fótboltafélögum. View this post on Instagram A post shared by The92Bible ⚽️ (@the92bible_) Enski boltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Sjá meira
Liverpool heiðraði minningu Jota með því að gefa það út að hann verður sá síðasti til að klæðast Liverpool treyju númer tuttugu. Þetta verður þó ekki eina númerið sem hefur verið tekið úr umferð hjá enskum félögum í gegnum tíðina. Tvö númer hjá West Ham Liverpool er vissulega leggja númeri í fyrsta sinn en West Ham hefur meðal annars tekið tvö númer úr umferð. Númerin 6 og 38 eru ekki í notkun hjá Hömrunum. Sexan til minningar um Bobby Moore, fyrrum fyrirliða félagsins og enska landsliðsins og númer 38 til minningar um Dylan Tombides. Moore lést aðeins 51 árs gamall úr krabbameini. Ian Bishop var þá að spila í sexunni hjá West Ham en hætti að spila í henni frá og með fyrsta leik eftir andlát Moore. Tombides var ástralskur fótboltamaður sem lést aðeins tvítugur ef baráttu við krabbamein. Hann lék einn leik með aðalliði West Ham en fór upp yngri flokkana og var unglingalandsliðsmaður hjá Ástralíu. Það má enginn spila númer 23 hjá Manchester City en því númeri var lagt til minningar um Marc-Vivian Foe. Foe var landsliðsmaður Kamerún og leikmaður City á láni frá Lyon. Hann lést eftir að hafa hnigið niður í landsleik Kamerún og Kólumbíu árið 2003. Queens Park Rangers notar ekki númer 31 til minningar um Ray Jones. Hann var átján ára leikmaður félagsins þegar hann lést í bílslysi þegar bíll hans keyrði beint framan á strætó í London. Líka númer Bellingham Allt annað dæmi er Birmingham City en félagið lagði treyju númer 22 vegna Jude Bellingham. Bellingham lék með Birmingham til sautján ára aldurs en varð síðan að stjörnu hjá Borussia Dortmund og stórstjörnu hjá Real Madrid. Birmingham ákvað að heiðra Bellingham fyrir það sem hann gerði á þessum stutta tíma hjá félaginu með því að taka treyjunúmer hans úr umferð. Númerin gætu verið tekin aftur í notkun eins og treyja númer níu hjá Exeter City. Henni var lagt í níu ár til minningar um Adam Stansfield sem lést úr krabbameini. Sonur hans, Jay Stansfield, klæddist hins vegar níunni þegar hann kom á láni til Exeter þrettán árum eftir að faðir hans kvaddi þennan heim. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þau númer sem ekki má spila í hjá enskum fótboltafélögum. View this post on Instagram A post shared by The92Bible ⚽️ (@the92bible_)
Enski boltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Sjá meira