Innlent

Kviku­hlaup hafið í Svarts­engi

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Landris í Svartsengi heldur áfram.
Landris í Svartsengi heldur áfram. Vísir/Vilhelm

Kvikuhlaup er hafið á Sundhnúksgígaröðinni. Áköf skjálftahrina hófst 23:55 og hafa á þessum tímapunkti yfir 130 skjálftar verið mældir samkvæmt Veðurstofunni. Borholugögn og ljósleiðari sýna skýr merki um kvikuhlaup. Líklegt er talið að eldgos hefjist í kjölfarið.

Samhæfingarstöð almannavarna hefur verið virkjuð að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, hjá almannavörnum.

Öll merki eru sögð til staðar um að eldgos geti hafist hvað úr hverju. 

Fylgst verður með gangi mála hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×