Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar 2. júlí 2025 07:30 Áratugum saman hefur verið mikill skortur á hjúkrunarheimilum þannig að margir eldri borgarar hafa þurft að bíða allt of lengi í örvæntingu eftir hjúkrunarrými. Fyrri ríkisstjórnir hafa sýnt skeytingarleysi gagnvart þessum vanda og þannig horft framhjá þjáningu aldraðra. Biðlistar héldu áfram að lengjast og um tíma biðu um 700 manns eftir plássi. Þetta er hrein og klár vanræksla sem hefur kostað aldraða og fjölskyldur þeirra ómælda þjáningu. Ný ríkisstjórn er staðráðin í að gera betur undir forystu Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra og hefur snúið vörn í sókn með kraftmiklum aðgerðum. Framkvæmdaráform sem höfðu staðið í stað árum saman eru loksins komin á fullan skrið um land allt. Mikil uppbygging komin af stað Hjúkrunarheimili eru og munu rísa á fjölmörgum stöðum. Í Hveragerði eru framkvæmdir hafnar við byggingu 44 hjúkrunarrýma, en þar af eru 26 ný rými. Í gömlu höfuðstöðvum Icelandair við Nauthólsveg verður húsnæði endurhannað fyrir 87 rými og í Þursaholti á Akureyri mun rísa nýtt 100 rýma hjúkrunarheimili. Þá hefjast framkvæmdir brátt á Húsavík. Í Boðaþingi verður vonandi lokið við byggingu nýs hjúkrunarheimilis í sumar með 64 rýmum og á Nesvöllum í Reykjanesbæ verða tekin í notkun 50 ný rými næsta haust ef að líkum lætur. Reist verður nýtt hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ með allt að 66 hjúkrunarrýmum samkvæmt samkomulagi sem félags- og húsnæðismálaráðherra og Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar undirrituðu í gær, þriðjudag. Fleiri verkefni eru í farvatninu sem munu líta dagsins ljós á næstunni. Þetta er raunverulegur árangur sem skiptir eldri borgara og fjölskyldur þeirra miklu máli. Þess utan léttir uppbygging hjúkrunarheimila á sjúkrahúsunum og sparar í raun útgjöld því mun dýrara er að vista fólk á sjúkrahúsum en á hjúkrunarheimilum. Þá er að sjálfsögðu mun heimilislegra fyrir fólk að búa á hjúkrunarheimilum en á spítala. Sýnilegur árangur á stuttum tíma Ríkisstjórnin hefur einfaldað kerfið. Nú sér ríkið alfarið um að fjármagna uppbyggingu hjúkrunarheimila en áður stóðu sveitarfélög undir 15 prósentum kostnaðarins. Undir forystu félags- og húsnæðismálaráðherra starfar nú stýrihópur um uppbyggingu hjúkrunarheimila sem tryggir að höggvið verði á hnútinn í fjölmörgum verkefnum þannig að þau dragist ekki á langinn. Þetta flýtir fyrir framkvæmdum og gerir sveitarfélögum auðveldara að koma til móts við þarfir eldri íbúa sinna. Á næstu fjórum árum mun biðlistar loksins styttast og fleiri fá þá umönnun sem þau þurfa. Ríkisstjórnin hefur tekið af skarið og sýnt að hún tekur málefni eldri borgara alvarlega. Undir verkstjórn Valkyrjanna mun eldra fólk njóta þeirrar virðingar og þjónustu sem það verðskuldar. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Björk Óskarsdóttir Alþingi Heilbrigðismál Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Eldri borgarar Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Áratugum saman hefur verið mikill skortur á hjúkrunarheimilum þannig að margir eldri borgarar hafa þurft að bíða allt of lengi í örvæntingu eftir hjúkrunarrými. Fyrri ríkisstjórnir hafa sýnt skeytingarleysi gagnvart þessum vanda og þannig horft framhjá þjáningu aldraðra. Biðlistar héldu áfram að lengjast og um tíma biðu um 700 manns eftir plássi. Þetta er hrein og klár vanræksla sem hefur kostað aldraða og fjölskyldur þeirra ómælda þjáningu. Ný ríkisstjórn er staðráðin í að gera betur undir forystu Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra og hefur snúið vörn í sókn með kraftmiklum aðgerðum. Framkvæmdaráform sem höfðu staðið í stað árum saman eru loksins komin á fullan skrið um land allt. Mikil uppbygging komin af stað Hjúkrunarheimili eru og munu rísa á fjölmörgum stöðum. Í Hveragerði eru framkvæmdir hafnar við byggingu 44 hjúkrunarrýma, en þar af eru 26 ný rými. Í gömlu höfuðstöðvum Icelandair við Nauthólsveg verður húsnæði endurhannað fyrir 87 rými og í Þursaholti á Akureyri mun rísa nýtt 100 rýma hjúkrunarheimili. Þá hefjast framkvæmdir brátt á Húsavík. Í Boðaþingi verður vonandi lokið við byggingu nýs hjúkrunarheimilis í sumar með 64 rýmum og á Nesvöllum í Reykjanesbæ verða tekin í notkun 50 ný rými næsta haust ef að líkum lætur. Reist verður nýtt hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ með allt að 66 hjúkrunarrýmum samkvæmt samkomulagi sem félags- og húsnæðismálaráðherra og Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar undirrituðu í gær, þriðjudag. Fleiri verkefni eru í farvatninu sem munu líta dagsins ljós á næstunni. Þetta er raunverulegur árangur sem skiptir eldri borgara og fjölskyldur þeirra miklu máli. Þess utan léttir uppbygging hjúkrunarheimila á sjúkrahúsunum og sparar í raun útgjöld því mun dýrara er að vista fólk á sjúkrahúsum en á hjúkrunarheimilum. Þá er að sjálfsögðu mun heimilislegra fyrir fólk að búa á hjúkrunarheimilum en á spítala. Sýnilegur árangur á stuttum tíma Ríkisstjórnin hefur einfaldað kerfið. Nú sér ríkið alfarið um að fjármagna uppbyggingu hjúkrunarheimila en áður stóðu sveitarfélög undir 15 prósentum kostnaðarins. Undir forystu félags- og húsnæðismálaráðherra starfar nú stýrihópur um uppbyggingu hjúkrunarheimila sem tryggir að höggvið verði á hnútinn í fjölmörgum verkefnum þannig að þau dragist ekki á langinn. Þetta flýtir fyrir framkvæmdum og gerir sveitarfélögum auðveldara að koma til móts við þarfir eldri íbúa sinna. Á næstu fjórum árum mun biðlistar loksins styttast og fleiri fá þá umönnun sem þau þurfa. Ríkisstjórnin hefur tekið af skarið og sýnt að hún tekur málefni eldri borgara alvarlega. Undir verkstjórn Valkyrjanna mun eldra fólk njóta þeirrar virðingar og þjónustu sem það verðskuldar. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun