Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifa 27. júní 2025 16:03 Þegar fjallað er um niðurstöður PISA 2022 eru neikvæðir þættir gjarna dregnir fram en minna fjallað um jákvæða þætti sem þar má sannarlega einnig finna. Í skýrslunni segir að meirihluti íslenskra 15 ára nemenda upplifi almennt góða líðan í skólanum. Um 80% nemenda telja sig tilheyra skólasamfélaginu og 78% þeirra upplifa að kennarar sýni þeim umhyggju og hafi áhuga á líðan þeirra (MMS, 2023). Þá verður 88% nemenda ekki fyrir einelti og 30% þeirra finna sjaldan eða aldrei fyrir kvíða (Stjórnarráðið, 2023). Þessar niðurstöður bera vott um styrkleika skólakerfisins, en einnig um mikilvægi þess að hlúa þarf áfram að félagslegri og tilfinningalegri velferð nemenda. Menntastefna stjórnvalda til ársins 2030 undirstrikar að menntakerfið eigi að styðja við heildræna velferð nemenda og efla þá til þátttöku í lýðræðissamfélagi, með áherslu á jafnrétti, sjálfbærni og manngildi (Menntastefna til 2030). Þar er skýr krafa um að skólinn rækti félagslegt og lýðræðislegt hlutverk sitt og efli nemendur til að takast á við áskoranir lífsins af virðingu, ábyrgð og samkennd. Í anda Aðalnámskrár grunnskóla (2013) á skólastarf að byggja á velferð nemenda, gagnkvæmu trausti, öryggi og virku samstarfi heimila og skóla. Til þess að ná þessum markmiðum er mikilvægt að grípa til eftirfarandi aðgerða: Stuðla áfram að traustum og virðingarríkum tengslum milli nemenda og kennara. Þar þurfa foreldrar að vera virkir þátttakendur sem og samfélagið allt. Bjóða upp á fjölbreyttar og sveigjanlegar námsleiðir sem taka mið af áhugasviði og hæfni hvers og eins. Hefja verklegt nám fyrr og hafa fjölbreytni og val í öndvegi. Auka vægi skapandi greina og lista til að rækta tjáningu, sjálfsvitund og skapandi og gagnrýna hugsun. Efla þátttöku nemenda í ákvarðanatöku og sjálfsmati til að byggja upp seiglu og trú á eigin getu. Skapa öruggan skólabrag sem einkennist af umhyggju, ábyrgð og samkennd. Styrkja samstarf heimila og skóla með áherslu á velferð barnsins. Tryggja snemmtækan stuðning við tilfinningaleg og félagsleg vandamál. Þegar þessar aðgerðir eru samofnar daglegu skólastarfi verður skólinn ekki aðeins vettvangur náms heldur líka uppeldis og styrkingar, þar sem börn læra að trúa á eigið ágæti og verða að heilsteyptum einstaklingum. Í ljósi þessara stefnuáherslna hvetja fræðimenn og talsmenn barnavelferðar til róttækra aðgerða. Í nýlegri grein Gríms Atlasonar er kallað eftir heildstæðri stefnu þar sem barnæska er ekki mótuð af þörfum markaðar heldur velferð fjölskyldna (Vísir, 2025). Lagt er til að veita fjölskyldum raunverulegan stuðning og tryggja að menntakerfið þróist út frá þroska og lífsgæðum barna fremur en mælanlegum afköstum. Þá benda Kolbrún Þ. Pálsdóttir og Kristján Kristjánsson í grein sinni ,,Farsæld sem markmið menntunar: Ákall um aðgerðir” í TUM; ,,...að móta þurfi sameiginlega sýn á það hvað farsæld felur í sér og skýra betur hvaða hlutverki ólíkar stofnanir og faghópar gegna í að styðja farsæld nemenda. Það er samfélagslegt ákall og skýr stefna stjórnvalda að horfa skuli til farsældar sem markmiðs menntunar.” Framtíðarsýn íslensks menntakerfis hlýtur að fela í sér samfélag sem hlúir að börnum sem fullgildum þátttakendum. Þar sem vellíðan, virðing og þátttaka eru ekki aukaatriði, heldur kjarni alls skólastarfs. Til þess þarf samhenta stefnumótun, faglegt hugrekki og raunverulega trú á verðmæti barna. Álfhildur er kennari og nemi. Hólmfríður er menntunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfhildur Leifsdóttir Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skóla- og menntamál Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Sjá meira
Þegar fjallað er um niðurstöður PISA 2022 eru neikvæðir þættir gjarna dregnir fram en minna fjallað um jákvæða þætti sem þar má sannarlega einnig finna. Í skýrslunni segir að meirihluti íslenskra 15 ára nemenda upplifi almennt góða líðan í skólanum. Um 80% nemenda telja sig tilheyra skólasamfélaginu og 78% þeirra upplifa að kennarar sýni þeim umhyggju og hafi áhuga á líðan þeirra (MMS, 2023). Þá verður 88% nemenda ekki fyrir einelti og 30% þeirra finna sjaldan eða aldrei fyrir kvíða (Stjórnarráðið, 2023). Þessar niðurstöður bera vott um styrkleika skólakerfisins, en einnig um mikilvægi þess að hlúa þarf áfram að félagslegri og tilfinningalegri velferð nemenda. Menntastefna stjórnvalda til ársins 2030 undirstrikar að menntakerfið eigi að styðja við heildræna velferð nemenda og efla þá til þátttöku í lýðræðissamfélagi, með áherslu á jafnrétti, sjálfbærni og manngildi (Menntastefna til 2030). Þar er skýr krafa um að skólinn rækti félagslegt og lýðræðislegt hlutverk sitt og efli nemendur til að takast á við áskoranir lífsins af virðingu, ábyrgð og samkennd. Í anda Aðalnámskrár grunnskóla (2013) á skólastarf að byggja á velferð nemenda, gagnkvæmu trausti, öryggi og virku samstarfi heimila og skóla. Til þess að ná þessum markmiðum er mikilvægt að grípa til eftirfarandi aðgerða: Stuðla áfram að traustum og virðingarríkum tengslum milli nemenda og kennara. Þar þurfa foreldrar að vera virkir þátttakendur sem og samfélagið allt. Bjóða upp á fjölbreyttar og sveigjanlegar námsleiðir sem taka mið af áhugasviði og hæfni hvers og eins. Hefja verklegt nám fyrr og hafa fjölbreytni og val í öndvegi. Auka vægi skapandi greina og lista til að rækta tjáningu, sjálfsvitund og skapandi og gagnrýna hugsun. Efla þátttöku nemenda í ákvarðanatöku og sjálfsmati til að byggja upp seiglu og trú á eigin getu. Skapa öruggan skólabrag sem einkennist af umhyggju, ábyrgð og samkennd. Styrkja samstarf heimila og skóla með áherslu á velferð barnsins. Tryggja snemmtækan stuðning við tilfinningaleg og félagsleg vandamál. Þegar þessar aðgerðir eru samofnar daglegu skólastarfi verður skólinn ekki aðeins vettvangur náms heldur líka uppeldis og styrkingar, þar sem börn læra að trúa á eigið ágæti og verða að heilsteyptum einstaklingum. Í ljósi þessara stefnuáherslna hvetja fræðimenn og talsmenn barnavelferðar til róttækra aðgerða. Í nýlegri grein Gríms Atlasonar er kallað eftir heildstæðri stefnu þar sem barnæska er ekki mótuð af þörfum markaðar heldur velferð fjölskyldna (Vísir, 2025). Lagt er til að veita fjölskyldum raunverulegan stuðning og tryggja að menntakerfið þróist út frá þroska og lífsgæðum barna fremur en mælanlegum afköstum. Þá benda Kolbrún Þ. Pálsdóttir og Kristján Kristjánsson í grein sinni ,,Farsæld sem markmið menntunar: Ákall um aðgerðir” í TUM; ,,...að móta þurfi sameiginlega sýn á það hvað farsæld felur í sér og skýra betur hvaða hlutverki ólíkar stofnanir og faghópar gegna í að styðja farsæld nemenda. Það er samfélagslegt ákall og skýr stefna stjórnvalda að horfa skuli til farsældar sem markmiðs menntunar.” Framtíðarsýn íslensks menntakerfis hlýtur að fela í sér samfélag sem hlúir að börnum sem fullgildum þátttakendum. Þar sem vellíðan, virðing og þátttaka eru ekki aukaatriði, heldur kjarni alls skólastarfs. Til þess þarf samhenta stefnumótun, faglegt hugrekki og raunverulega trú á verðmæti barna. Álfhildur er kennari og nemi. Hólmfríður er menntunarfræðingur.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar