Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifa 27. júní 2025 16:03 Þegar fjallað er um niðurstöður PISA 2022 eru neikvæðir þættir gjarna dregnir fram en minna fjallað um jákvæða þætti sem þar má sannarlega einnig finna. Í skýrslunni segir að meirihluti íslenskra 15 ára nemenda upplifi almennt góða líðan í skólanum. Um 80% nemenda telja sig tilheyra skólasamfélaginu og 78% þeirra upplifa að kennarar sýni þeim umhyggju og hafi áhuga á líðan þeirra (MMS, 2023). Þá verður 88% nemenda ekki fyrir einelti og 30% þeirra finna sjaldan eða aldrei fyrir kvíða (Stjórnarráðið, 2023). Þessar niðurstöður bera vott um styrkleika skólakerfisins, en einnig um mikilvægi þess að hlúa þarf áfram að félagslegri og tilfinningalegri velferð nemenda. Menntastefna stjórnvalda til ársins 2030 undirstrikar að menntakerfið eigi að styðja við heildræna velferð nemenda og efla þá til þátttöku í lýðræðissamfélagi, með áherslu á jafnrétti, sjálfbærni og manngildi (Menntastefna til 2030). Þar er skýr krafa um að skólinn rækti félagslegt og lýðræðislegt hlutverk sitt og efli nemendur til að takast á við áskoranir lífsins af virðingu, ábyrgð og samkennd. Í anda Aðalnámskrár grunnskóla (2013) á skólastarf að byggja á velferð nemenda, gagnkvæmu trausti, öryggi og virku samstarfi heimila og skóla. Til þess að ná þessum markmiðum er mikilvægt að grípa til eftirfarandi aðgerða: Stuðla áfram að traustum og virðingarríkum tengslum milli nemenda og kennara. Þar þurfa foreldrar að vera virkir þátttakendur sem og samfélagið allt. Bjóða upp á fjölbreyttar og sveigjanlegar námsleiðir sem taka mið af áhugasviði og hæfni hvers og eins. Hefja verklegt nám fyrr og hafa fjölbreytni og val í öndvegi. Auka vægi skapandi greina og lista til að rækta tjáningu, sjálfsvitund og skapandi og gagnrýna hugsun. Efla þátttöku nemenda í ákvarðanatöku og sjálfsmati til að byggja upp seiglu og trú á eigin getu. Skapa öruggan skólabrag sem einkennist af umhyggju, ábyrgð og samkennd. Styrkja samstarf heimila og skóla með áherslu á velferð barnsins. Tryggja snemmtækan stuðning við tilfinningaleg og félagsleg vandamál. Þegar þessar aðgerðir eru samofnar daglegu skólastarfi verður skólinn ekki aðeins vettvangur náms heldur líka uppeldis og styrkingar, þar sem börn læra að trúa á eigið ágæti og verða að heilsteyptum einstaklingum. Í ljósi þessara stefnuáherslna hvetja fræðimenn og talsmenn barnavelferðar til róttækra aðgerða. Í nýlegri grein Gríms Atlasonar er kallað eftir heildstæðri stefnu þar sem barnæska er ekki mótuð af þörfum markaðar heldur velferð fjölskyldna (Vísir, 2025). Lagt er til að veita fjölskyldum raunverulegan stuðning og tryggja að menntakerfið þróist út frá þroska og lífsgæðum barna fremur en mælanlegum afköstum. Þá benda Kolbrún Þ. Pálsdóttir og Kristján Kristjánsson í grein sinni ,,Farsæld sem markmið menntunar: Ákall um aðgerðir” í TUM; ,,...að móta þurfi sameiginlega sýn á það hvað farsæld felur í sér og skýra betur hvaða hlutverki ólíkar stofnanir og faghópar gegna í að styðja farsæld nemenda. Það er samfélagslegt ákall og skýr stefna stjórnvalda að horfa skuli til farsældar sem markmiðs menntunar.” Framtíðarsýn íslensks menntakerfis hlýtur að fela í sér samfélag sem hlúir að börnum sem fullgildum þátttakendum. Þar sem vellíðan, virðing og þátttaka eru ekki aukaatriði, heldur kjarni alls skólastarfs. Til þess þarf samhenta stefnumótun, faglegt hugrekki og raunverulega trú á verðmæti barna. Álfhildur er kennari og nemi. Hólmfríður er menntunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfhildur Leifsdóttir Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skóla- og menntamál Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar fjallað er um niðurstöður PISA 2022 eru neikvæðir þættir gjarna dregnir fram en minna fjallað um jákvæða þætti sem þar má sannarlega einnig finna. Í skýrslunni segir að meirihluti íslenskra 15 ára nemenda upplifi almennt góða líðan í skólanum. Um 80% nemenda telja sig tilheyra skólasamfélaginu og 78% þeirra upplifa að kennarar sýni þeim umhyggju og hafi áhuga á líðan þeirra (MMS, 2023). Þá verður 88% nemenda ekki fyrir einelti og 30% þeirra finna sjaldan eða aldrei fyrir kvíða (Stjórnarráðið, 2023). Þessar niðurstöður bera vott um styrkleika skólakerfisins, en einnig um mikilvægi þess að hlúa þarf áfram að félagslegri og tilfinningalegri velferð nemenda. Menntastefna stjórnvalda til ársins 2030 undirstrikar að menntakerfið eigi að styðja við heildræna velferð nemenda og efla þá til þátttöku í lýðræðissamfélagi, með áherslu á jafnrétti, sjálfbærni og manngildi (Menntastefna til 2030). Þar er skýr krafa um að skólinn rækti félagslegt og lýðræðislegt hlutverk sitt og efli nemendur til að takast á við áskoranir lífsins af virðingu, ábyrgð og samkennd. Í anda Aðalnámskrár grunnskóla (2013) á skólastarf að byggja á velferð nemenda, gagnkvæmu trausti, öryggi og virku samstarfi heimila og skóla. Til þess að ná þessum markmiðum er mikilvægt að grípa til eftirfarandi aðgerða: Stuðla áfram að traustum og virðingarríkum tengslum milli nemenda og kennara. Þar þurfa foreldrar að vera virkir þátttakendur sem og samfélagið allt. Bjóða upp á fjölbreyttar og sveigjanlegar námsleiðir sem taka mið af áhugasviði og hæfni hvers og eins. Hefja verklegt nám fyrr og hafa fjölbreytni og val í öndvegi. Auka vægi skapandi greina og lista til að rækta tjáningu, sjálfsvitund og skapandi og gagnrýna hugsun. Efla þátttöku nemenda í ákvarðanatöku og sjálfsmati til að byggja upp seiglu og trú á eigin getu. Skapa öruggan skólabrag sem einkennist af umhyggju, ábyrgð og samkennd. Styrkja samstarf heimila og skóla með áherslu á velferð barnsins. Tryggja snemmtækan stuðning við tilfinningaleg og félagsleg vandamál. Þegar þessar aðgerðir eru samofnar daglegu skólastarfi verður skólinn ekki aðeins vettvangur náms heldur líka uppeldis og styrkingar, þar sem börn læra að trúa á eigið ágæti og verða að heilsteyptum einstaklingum. Í ljósi þessara stefnuáherslna hvetja fræðimenn og talsmenn barnavelferðar til róttækra aðgerða. Í nýlegri grein Gríms Atlasonar er kallað eftir heildstæðri stefnu þar sem barnæska er ekki mótuð af þörfum markaðar heldur velferð fjölskyldna (Vísir, 2025). Lagt er til að veita fjölskyldum raunverulegan stuðning og tryggja að menntakerfið þróist út frá þroska og lífsgæðum barna fremur en mælanlegum afköstum. Þá benda Kolbrún Þ. Pálsdóttir og Kristján Kristjánsson í grein sinni ,,Farsæld sem markmið menntunar: Ákall um aðgerðir” í TUM; ,,...að móta þurfi sameiginlega sýn á það hvað farsæld felur í sér og skýra betur hvaða hlutverki ólíkar stofnanir og faghópar gegna í að styðja farsæld nemenda. Það er samfélagslegt ákall og skýr stefna stjórnvalda að horfa skuli til farsældar sem markmiðs menntunar.” Framtíðarsýn íslensks menntakerfis hlýtur að fela í sér samfélag sem hlúir að börnum sem fullgildum þátttakendum. Þar sem vellíðan, virðing og þátttaka eru ekki aukaatriði, heldur kjarni alls skólastarfs. Til þess þarf samhenta stefnumótun, faglegt hugrekki og raunverulega trú á verðmæti barna. Álfhildur er kennari og nemi. Hólmfríður er menntunarfræðingur.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun