Tökum samtalið Gunnþór Ingvason skrifar 23. júní 2025 09:01 Það var mikilvægt að fá staðfestingu frá Skattinum á dögunum á að í frumvarpi atvinnuvegaráðherra um hækkun á veiðigjaldi hafi boðuð hækkun verið verulega vanmetin. Viðbrögð atvinnuvegaráðherra og forsætisráðherra við þessu mikla ósamræmi var að það skipti engu máli. Það er áhyggjuefni og endurspeglar ásetning um að frumvarpið verði keyrt í gegn, án nokkurs vilja til að huga að afleiðingum. Samkvæmt Skattinum hefði veiðigjald árið 2023 numið 22,1 milljarði króna miðað við forsendur frumvarpsins. Á sama tíma var hagnaður fiskveiða fyrir skatt 31,7 milljarðar króna samkvæmt Hagstofu Íslands. Veiðigjaldið hefði því numið tæplega 70% af hagnaði fiskveiða. Að teknu tilliti til annarra skatta yrði virkur tekjuskattur af fiskveiðum yfir 80%. Þetta hefur nú verið staðfest af tveimur ríkisstofnunum. Atvinnuvegaráðherra hefur iðulega borið fyrir sig skoðanakannanir sem sýna yfirgnæfandi stuðning landsmanna við málið. Í því samhengi er áhugavert að benda á nýlega skoðanakönnun sem Gallup framkvæmdi fyrir Viðskiptablaðið og sýnir að stór meirihluti landsmanna telur sig ekki vita hve hátt veiðigjaldið er. Þegar landsmenn eru spurðir hvað þeir telji að sé eðlilegt veiðigjald, sem hlutfall af hagnaði fiskveiða, segja einungis 10% þeirra að það eigi að vera yfir 60% af hagnaði. Í raun telur meirihluti aðspurðra, eða yfir 57%, eðlilegt að veiðigjald sem hlutfall af hagnaði eigi að vera undir 39%. Ég mun aldrei, ólíkt atvinnuvegaráðherra, tala fyrir því að skoðanakannanir eigi að vera grundvöllur lagasetningar. Þetta gefur aftur á móti skýra vísbendingu um að þjóðmálaumræðan hafi stórlega ofmetið hvað sé til skiptanna í íslenskum sjávarútvegi og vanmetið hve mikið af afkomu útgerðir greiði í veiðigjald. Bæði forsætisráðherra og atvinnuvegaráðherra hafa sagt að frumvarpið muni ekki hafa áhrif á ákvarðanatöku fyrirtækja því hér sé einungis verið að skattleggja auðlindarentu, „arðbærar fjárfestingar verði áfram arðbærar“. Ég tæki heilshugar undir með þeim ef staðan væri sú að arðsemi í sjávarútvegi væri hærri en sem nemur því sem gengur og gerist í hagkerfinu og væri umfram eðlilega ávöxtunarkröfu á fjármagn. Gögn sýna að svo sé ekki og arðsemi í sjávarútvegi er að jafnaði í meðallagi í samanburði við aðrar atvinnugreinar. Frumvarpið mun ýta arðsemi í sjávarútvegi langt undir þá vexti sem sjávarútvegsfyrirtækjum standa til boða til að fjármagna fjárfestingar. Fjárfesting sem stendur ekki undir vaxtakostnaði getur aldrei orðið arðbær. Um það þarf ekki að hafa fleiri orð. Ríkisstjórnin hefur boðað að hún hyggist leggja fram heildstæða auðlindastefnu fyrir Ísland á haustmánuðum. Það er vel en ég skora á Alþingi að setja núverandi frumvarp á bið og láta gjaldtöku á sjávarútveg vera hluta af vinnu við gerð þeirrar stefnu. Það er engin skömm að því að málið klárist ekki á núverandi þingi. Frestun myndi frekar sýna styrk hjá ríkisstjórninni; að hún sýni það í verki að hún taki umsagnir hagsmunaaðila alvarlega. Í efnislegum athugasemdum við frumvarpið er nær undantekningalaust að finna áhyggjur af áhrifum þess. Að því sögðu er mikilvægt að það komi skýrt fram að sjávarútvegurinn mun með einhverju móti aðlaga sig að þeim leikreglum sem stjórnvöld setja á hverjum tíma. Jafnvel þótt þær reglur séu til þess fallnar að valda skaða. Við ættum hins vegar ekki að vera að vinna við að lágmarka skaða, heldur að sækja fram og auka lífsgæði og samkeppnishæfni okkar Íslendinga. Eftir að hafa greint gögnin og forsendurnar, er það okkar eindregna niðurstaða að breytingarnar munu hafa skaðleg efnahagsleg og félagsleg áhrif og leiða til minni verðmætasköpunar. Það verður allra tap. Það er ljóst að málið hefur verið sett fram með miklum hraði og ekki hefur náðst að fullvinna og yfirfara útreikninga eða meta afleiðingar. Það er okkur öllum hollt núna að setjast niður, gaumgæfa stöðu sjávarútvegs og kortleggja tækifæri og ógnanir til lengri framtíðar en eins kjörtímabils. Fólkið í landinu á það skilið að við tökum samtalið og snúum bökum saman um aukna verðmætasköpun, þannig að auka megi enn frekar hagsæld og lífskjör okkar allra. Höfundur er formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Gunnþór Ingvason Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Það var mikilvægt að fá staðfestingu frá Skattinum á dögunum á að í frumvarpi atvinnuvegaráðherra um hækkun á veiðigjaldi hafi boðuð hækkun verið verulega vanmetin. Viðbrögð atvinnuvegaráðherra og forsætisráðherra við þessu mikla ósamræmi var að það skipti engu máli. Það er áhyggjuefni og endurspeglar ásetning um að frumvarpið verði keyrt í gegn, án nokkurs vilja til að huga að afleiðingum. Samkvæmt Skattinum hefði veiðigjald árið 2023 numið 22,1 milljarði króna miðað við forsendur frumvarpsins. Á sama tíma var hagnaður fiskveiða fyrir skatt 31,7 milljarðar króna samkvæmt Hagstofu Íslands. Veiðigjaldið hefði því numið tæplega 70% af hagnaði fiskveiða. Að teknu tilliti til annarra skatta yrði virkur tekjuskattur af fiskveiðum yfir 80%. Þetta hefur nú verið staðfest af tveimur ríkisstofnunum. Atvinnuvegaráðherra hefur iðulega borið fyrir sig skoðanakannanir sem sýna yfirgnæfandi stuðning landsmanna við málið. Í því samhengi er áhugavert að benda á nýlega skoðanakönnun sem Gallup framkvæmdi fyrir Viðskiptablaðið og sýnir að stór meirihluti landsmanna telur sig ekki vita hve hátt veiðigjaldið er. Þegar landsmenn eru spurðir hvað þeir telji að sé eðlilegt veiðigjald, sem hlutfall af hagnaði fiskveiða, segja einungis 10% þeirra að það eigi að vera yfir 60% af hagnaði. Í raun telur meirihluti aðspurðra, eða yfir 57%, eðlilegt að veiðigjald sem hlutfall af hagnaði eigi að vera undir 39%. Ég mun aldrei, ólíkt atvinnuvegaráðherra, tala fyrir því að skoðanakannanir eigi að vera grundvöllur lagasetningar. Þetta gefur aftur á móti skýra vísbendingu um að þjóðmálaumræðan hafi stórlega ofmetið hvað sé til skiptanna í íslenskum sjávarútvegi og vanmetið hve mikið af afkomu útgerðir greiði í veiðigjald. Bæði forsætisráðherra og atvinnuvegaráðherra hafa sagt að frumvarpið muni ekki hafa áhrif á ákvarðanatöku fyrirtækja því hér sé einungis verið að skattleggja auðlindarentu, „arðbærar fjárfestingar verði áfram arðbærar“. Ég tæki heilshugar undir með þeim ef staðan væri sú að arðsemi í sjávarútvegi væri hærri en sem nemur því sem gengur og gerist í hagkerfinu og væri umfram eðlilega ávöxtunarkröfu á fjármagn. Gögn sýna að svo sé ekki og arðsemi í sjávarútvegi er að jafnaði í meðallagi í samanburði við aðrar atvinnugreinar. Frumvarpið mun ýta arðsemi í sjávarútvegi langt undir þá vexti sem sjávarútvegsfyrirtækjum standa til boða til að fjármagna fjárfestingar. Fjárfesting sem stendur ekki undir vaxtakostnaði getur aldrei orðið arðbær. Um það þarf ekki að hafa fleiri orð. Ríkisstjórnin hefur boðað að hún hyggist leggja fram heildstæða auðlindastefnu fyrir Ísland á haustmánuðum. Það er vel en ég skora á Alþingi að setja núverandi frumvarp á bið og láta gjaldtöku á sjávarútveg vera hluta af vinnu við gerð þeirrar stefnu. Það er engin skömm að því að málið klárist ekki á núverandi þingi. Frestun myndi frekar sýna styrk hjá ríkisstjórninni; að hún sýni það í verki að hún taki umsagnir hagsmunaaðila alvarlega. Í efnislegum athugasemdum við frumvarpið er nær undantekningalaust að finna áhyggjur af áhrifum þess. Að því sögðu er mikilvægt að það komi skýrt fram að sjávarútvegurinn mun með einhverju móti aðlaga sig að þeim leikreglum sem stjórnvöld setja á hverjum tíma. Jafnvel þótt þær reglur séu til þess fallnar að valda skaða. Við ættum hins vegar ekki að vera að vinna við að lágmarka skaða, heldur að sækja fram og auka lífsgæði og samkeppnishæfni okkar Íslendinga. Eftir að hafa greint gögnin og forsendurnar, er það okkar eindregna niðurstaða að breytingarnar munu hafa skaðleg efnahagsleg og félagsleg áhrif og leiða til minni verðmætasköpunar. Það verður allra tap. Það er ljóst að málið hefur verið sett fram með miklum hraði og ekki hefur náðst að fullvinna og yfirfara útreikninga eða meta afleiðingar. Það er okkur öllum hollt núna að setjast niður, gaumgæfa stöðu sjávarútvegs og kortleggja tækifæri og ógnanir til lengri framtíðar en eins kjörtímabils. Fólkið í landinu á það skilið að við tökum samtalið og snúum bökum saman um aukna verðmætasköpun, þannig að auka megi enn frekar hagsæld og lífskjör okkar allra. Höfundur er formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar