Það verða aðrir þjóðhátíðardagar fyrir okkur en dagar Palestínumanna eru taldir Davíð Aron Routley skrifar 20. júní 2025 10:00 Ég held að þingmenn eigi oft erfitt með að sýna sitt rétta andlit fyrir fólkið sem kýs þá. Þeir virðast vera verulega fastir í vitsmunalegum heimi þingsins, þar sem rætt er um réttindi og lög en gleymt er hinum lifandi veruleika fólksins úti á götum. Kannski gera þingmenn eins og Rósa Guðbjartsdóttir ekki sér grein fyrir því hvað er að gerast í heiminum í dag. En mér er ljóst að sífellt fleiri hér vilja brjótast út úr þeirri einstaklingshyggju sem hefur sprottið úr óhefluðum kapítalisma. Fólk leitar í samveru, það er einfaldlega mannlegt eðli. Samkennd og samhugur eiga sér dýpri rætur en lög og einhvers fána. Í dag er Palestína orðin meira tákn en landsvæði. Í Gaza hefur verið eytt heimilum, görðum, verslunum, spítölum og skólum. Hundruð þúsunda manna eru föst undir rústum án vatns, án matar, í hungri sem að öllum líkindum er afleiðing árása Ísraelshers. Þar sem stuðningsmenn þeirra kalla alla gagnrýni lygi eða hatur gegn gyðingum. Þeir orða það að Israelsher er besti og hjartahlýjasti her í heimi en þau orð koma frá Douglas Murrey, Natasha Haustorf og Benny Morris. Bara með þeim orðum er hægt að sjá narsissistann í þeim því það er enginn hjartahlýr her og mun aldrei vera til hjartahlýr her. En aftur að Rósu: Á þjóðhátíðardaginn segir Rósa: „Hingað til höfum við sammælst um að leggja stjórnmál og deilur til hliðar á þessum degi, hampa þess í stað því sem sameinar okkur, minna á gildin okkar, menninguna, upprunann, hefðirnar og sérstöðuna. Og það undir merkjum íslenska þjóðfánans sem við erum svo stolt af og umgöngumst af mikilli virðingu.“ Og hún bætir við: „Að hópar fólks skuli koma saman á þessum degi og það við hátíðarhöld við Alþingishúsið, veifandi fána annars lands og hrópa ókvæðisorð að ráðamönnum og öðrum viðstöddum, er óboðlegt.“ En ég spyr: Á að flagga meðvirkni þegar aðrir flagga neyð? Þegar fánar Palestínu blakta á Austurvelli er það ekki til að skaða íslenska þjóðfánann heldur til að minna á þá sem hafa engan fána lengur. Það er hróp úr hjarta fólks sem sér hvernig líf saklausra er að enda á meðan veröldin horfir annað. Kannski er einmitt þörf fyrir nýja þjóðhátíðardaga, daga þar sem við minnumst ekki eingöngu okkar eigin uppruna heldur mannlegrar samkenndar. Daga þar sem við stöndum saman með þeim sem eiga engan dag og enga menningu lengur. Því þegar við gleymum því hvað sameinar okkur sem mannfólk, þá verður fáninn aðeins eitthvað taustykki ekki tákn vonar og samlyndis. Þegar ég heyri þingmenn tala um „íslensk gildi“ sem eigi að sameina alla undir sama hatt á þjóðhátíðardegi, þar sem allir eigi að vera glaðir þá finnst mér það nú, einmitt á þessum tímapunkti, líkjast veikburða og brotinni fjölskyldu sem rífst á hverri stundu en þarf svo samt að stilla sér fallega upp og brosa fyrir myndatöku. Raunveruleikinn er sá að hagsmunaaðilar hafa sterkt vald yfir nauðsynjum Íslendinga. Mannfólk með vald á það til að sýna sinn veikleika sem kallast græðgi. Fólk býr við óöryggi útfrá því, með húsaskjól sitt, með líkama sinn og með andlega líðan. Síðast en ekki síst blasir við að vestrænt lýðræði er í þann veginn að murka lífið úr heilli þjóð, meðan okkur er sagt að stilla okkur upp og brosa fyrir myndavélina. Á þessari stuttu stundu sem við köllum þjóðhátíðardag er vel hægt að sjá hversu innantóm og brothætt þessi sameining er orðin. Það er erfitt að horfa framhjá raunveruleikanum með því að einblína á fánalit Íslands og gildum þess, þegar fólk berst fyrir grunnréttindum, fyrir húsnæði og heilsu. Við erum einfaldlega korter í árið 1929. Og á meðan pólitísk orðræða leggur áherslu á „samstöðu“ og „sameiginleg gildi“ er veruleikinn sá að sífellt fleiri upplifa sig ekki lengur sem hluta af þessum sama þjóðarsamhengi. þau sjá brotin kerfi, misrétti, óvissa framtíð og illa farið með vald um lífsnauðsynjar. Kannski felst sönn þjóðhátíð ekki í því að tala um gildi og samstöðu, heldur að sýna það. Ekki bara út að landamærunum heldur líka umfram þau. Það er sú samstaða sem sem mér finnst skipta máli, ekki hvort við veifum réttum fánalit. Höfundur er starfsmaður velferðasviðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Aron Routley Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég held að þingmenn eigi oft erfitt með að sýna sitt rétta andlit fyrir fólkið sem kýs þá. Þeir virðast vera verulega fastir í vitsmunalegum heimi þingsins, þar sem rætt er um réttindi og lög en gleymt er hinum lifandi veruleika fólksins úti á götum. Kannski gera þingmenn eins og Rósa Guðbjartsdóttir ekki sér grein fyrir því hvað er að gerast í heiminum í dag. En mér er ljóst að sífellt fleiri hér vilja brjótast út úr þeirri einstaklingshyggju sem hefur sprottið úr óhefluðum kapítalisma. Fólk leitar í samveru, það er einfaldlega mannlegt eðli. Samkennd og samhugur eiga sér dýpri rætur en lög og einhvers fána. Í dag er Palestína orðin meira tákn en landsvæði. Í Gaza hefur verið eytt heimilum, görðum, verslunum, spítölum og skólum. Hundruð þúsunda manna eru föst undir rústum án vatns, án matar, í hungri sem að öllum líkindum er afleiðing árása Ísraelshers. Þar sem stuðningsmenn þeirra kalla alla gagnrýni lygi eða hatur gegn gyðingum. Þeir orða það að Israelsher er besti og hjartahlýjasti her í heimi en þau orð koma frá Douglas Murrey, Natasha Haustorf og Benny Morris. Bara með þeim orðum er hægt að sjá narsissistann í þeim því það er enginn hjartahlýr her og mun aldrei vera til hjartahlýr her. En aftur að Rósu: Á þjóðhátíðardaginn segir Rósa: „Hingað til höfum við sammælst um að leggja stjórnmál og deilur til hliðar á þessum degi, hampa þess í stað því sem sameinar okkur, minna á gildin okkar, menninguna, upprunann, hefðirnar og sérstöðuna. Og það undir merkjum íslenska þjóðfánans sem við erum svo stolt af og umgöngumst af mikilli virðingu.“ Og hún bætir við: „Að hópar fólks skuli koma saman á þessum degi og það við hátíðarhöld við Alþingishúsið, veifandi fána annars lands og hrópa ókvæðisorð að ráðamönnum og öðrum viðstöddum, er óboðlegt.“ En ég spyr: Á að flagga meðvirkni þegar aðrir flagga neyð? Þegar fánar Palestínu blakta á Austurvelli er það ekki til að skaða íslenska þjóðfánann heldur til að minna á þá sem hafa engan fána lengur. Það er hróp úr hjarta fólks sem sér hvernig líf saklausra er að enda á meðan veröldin horfir annað. Kannski er einmitt þörf fyrir nýja þjóðhátíðardaga, daga þar sem við minnumst ekki eingöngu okkar eigin uppruna heldur mannlegrar samkenndar. Daga þar sem við stöndum saman með þeim sem eiga engan dag og enga menningu lengur. Því þegar við gleymum því hvað sameinar okkur sem mannfólk, þá verður fáninn aðeins eitthvað taustykki ekki tákn vonar og samlyndis. Þegar ég heyri þingmenn tala um „íslensk gildi“ sem eigi að sameina alla undir sama hatt á þjóðhátíðardegi, þar sem allir eigi að vera glaðir þá finnst mér það nú, einmitt á þessum tímapunkti, líkjast veikburða og brotinni fjölskyldu sem rífst á hverri stundu en þarf svo samt að stilla sér fallega upp og brosa fyrir myndatöku. Raunveruleikinn er sá að hagsmunaaðilar hafa sterkt vald yfir nauðsynjum Íslendinga. Mannfólk með vald á það til að sýna sinn veikleika sem kallast græðgi. Fólk býr við óöryggi útfrá því, með húsaskjól sitt, með líkama sinn og með andlega líðan. Síðast en ekki síst blasir við að vestrænt lýðræði er í þann veginn að murka lífið úr heilli þjóð, meðan okkur er sagt að stilla okkur upp og brosa fyrir myndavélina. Á þessari stuttu stundu sem við köllum þjóðhátíðardag er vel hægt að sjá hversu innantóm og brothætt þessi sameining er orðin. Það er erfitt að horfa framhjá raunveruleikanum með því að einblína á fánalit Íslands og gildum þess, þegar fólk berst fyrir grunnréttindum, fyrir húsnæði og heilsu. Við erum einfaldlega korter í árið 1929. Og á meðan pólitísk orðræða leggur áherslu á „samstöðu“ og „sameiginleg gildi“ er veruleikinn sá að sífellt fleiri upplifa sig ekki lengur sem hluta af þessum sama þjóðarsamhengi. þau sjá brotin kerfi, misrétti, óvissa framtíð og illa farið með vald um lífsnauðsynjar. Kannski felst sönn þjóðhátíð ekki í því að tala um gildi og samstöðu, heldur að sýna það. Ekki bara út að landamærunum heldur líka umfram þau. Það er sú samstaða sem sem mér finnst skipta máli, ekki hvort við veifum réttum fánalit. Höfundur er starfsmaður velferðasviðs Reykjavíkur.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun