„Þetta er verra hjá strákunum heldur en hjá stelpunum“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. júní 2025 14:36 Um þúsund stelpur tóku þátt í TM mótinu. Sýn Sport Mótstjóri ÍBV segir tilkynningum um óviðeigandi hegðun foreldra á fótboltamótum hafa fækkað en þó berist alltaf einhverjar. Hins vegar séu feður á fótboltamótum stráka mun harorðaðri og æstari heldur en á fótboltamótum stelpna. Síðustu helgi fór fram hið árlega TM mótinu í Vestmannaeyjum, fótboltamót ætlað stelpum á aldrinum ellefu til tólf. Sigríður Inga Kristmannsdóttir, mótstjóri ÍBV, segir tvær tilkynningar hafa borist mótstjórn að móti loknu. „Það er alltaf eitthvað. Ég ætla ekki að segja að þetta hafi verið svakalega margar tilkynningar,“ segir Sigríður Inga sem hefur sinnt hlutverkinu í níu ár. Í umfjöllun RÚV um mótið segir að nokkrar tilkynningar hafi borist mótstjórn um óviðeigandi hegðun foreldra. Ónefndur þjálfari heyrði eitt foreldrið hrópa „tæklaðu þessa helvítis tussu.“ Foreldrar stelpnanna hafi kvartað til mótshaldara vegna orðræðunnar. „Ég frétti náttúrulega aldrei allt en ég fékk ábendingar eftir að mótinu lauk. Ég hugsa að það verið að vísa í þessa umfjöllun frá RÚV, svona miðað við ábendingar sem ég fékk,“ segir Sigríður Inga í samtali við fréttastofu en tekur fram að hún viti ekki nákvæmlega hvað kom upp á né hvað var sagt. Venjan er að einhverjar ábendingar berist á hverju móti, en þeim fer jafnframt fækkandi. „Þetta er á öllum mótum, ef þú ferð á einhverja leiki í fótbolta, handbolta eða körfubolta,“ segir hún. „Mér finnst maður vera að fá minna af svona kvörtunum en áður. Ég var yfirleitt að fá einhverja tölvupósta eða ábendingar á meðan mótið var í gangi en mér finnst það hafa farið minnkandi.“ Sigríður Inga telur það jafnframt leiðinlegt þegar mál líkt og þessi komi upp. Um er að ræða afar unga fótboltaiðkendur sem eru margir hverjir að stíga sín fyrstu skref í fótbolta eða dómgæslu. Hún tekur dæmi um að fyrir nokkrum árum hafi ungir dómarar komið grátandi inn til mótstjórnar eftir skæð orð foreldra á hliðarlínunni. Hún tekur þó fram að slíkar uppákomur hafi ekki gerst í lengri tíma. „Mér finnst þessi umræða sem hefur verið, til dæmis þetta grín í áramótaskaupinu, hefur haft jákvæð áhrif,“ segir Sigríður. Feður stráka skæðari TM mótið er ætlað stelpum líkt og kom fram en framundan er Orkumótið sem er ætlað tíu ára strákum. Sigríður segir að munur sé á foreldrum stráka og stelpna, þá sérstaklega feðrunum. „Svo finnum við mun, við erum að fara halda Orkumótið sem er fyrir tíu ára stráka, þetta er verra hjá strákunum heldur en hjá stelpunum,“ segir hún. „Pabbarnir eru verri á Orkumótinu. Þeir eru æstari á Orkumótinu.“ Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis, tók einnig eftir muninum þegar hann sótti bæði mótin sem foreldri árið 2021. Feðurnir á Orkumótinu létu heyra mun meira í sér og voru sumir hverjir í miklu uppnámi. „Strákurinn minn mun spila með landsliðinu eftir tíu ár og þá munt þú grjóthalda kjafti!“ hefur Kolbeinn Tumi eftir einu foreldrinu á mótinu. Sömu söguna mátti ekki segja á TM mótinu. „Maður skilur ekki að fólk sé að kalla inn á völlinn, því þú vilt ekki að þetta sé sagt við barnið þitt,“ segir Sigríður. „Það er ótrúlega leiðinlegt og það er ekki það sem við erum að standa fyrir þegar við erum að halda þetta mót. Það vilja allir að þetta sé skemmtilegt fyrir krakkanna.“ Erfitt að fylgjast með öllum leikjum Sigríður segir að ef ábendingar berist sé alltaf haft samband við forsvarsmenn félagsins á svæðinu. „Við heyrum í þeim og oft eru tvær hliðar á málunum. Félögin upplifa hlutina mismunandi eftir því í hvoru liðinu þeir eru. Ef þetta er eitthvað ítrekað þá höfum við farið og fylgst með næstu leikjum hjá liðinu og gripið inn í ef það er eitthvað, sem hefur ekki komið til.“ Um þúsund stelpur tóku þátt um helgina svo erfitt er að fylgjast með öllum. „Þetta er eitthvað sem maður vill ekki hafa en það er rosalega erfitt að koma í veg fyrir þetta því maður getur ekki verið á öllum völlum og fylgst með öllum leikjum,“ segir Sigríður. Fótbolti Börn og uppeldi Íþróttir barna Vestmannaeyjar ÍBV Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Síðustu helgi fór fram hið árlega TM mótinu í Vestmannaeyjum, fótboltamót ætlað stelpum á aldrinum ellefu til tólf. Sigríður Inga Kristmannsdóttir, mótstjóri ÍBV, segir tvær tilkynningar hafa borist mótstjórn að móti loknu. „Það er alltaf eitthvað. Ég ætla ekki að segja að þetta hafi verið svakalega margar tilkynningar,“ segir Sigríður Inga sem hefur sinnt hlutverkinu í níu ár. Í umfjöllun RÚV um mótið segir að nokkrar tilkynningar hafi borist mótstjórn um óviðeigandi hegðun foreldra. Ónefndur þjálfari heyrði eitt foreldrið hrópa „tæklaðu þessa helvítis tussu.“ Foreldrar stelpnanna hafi kvartað til mótshaldara vegna orðræðunnar. „Ég frétti náttúrulega aldrei allt en ég fékk ábendingar eftir að mótinu lauk. Ég hugsa að það verið að vísa í þessa umfjöllun frá RÚV, svona miðað við ábendingar sem ég fékk,“ segir Sigríður Inga í samtali við fréttastofu en tekur fram að hún viti ekki nákvæmlega hvað kom upp á né hvað var sagt. Venjan er að einhverjar ábendingar berist á hverju móti, en þeim fer jafnframt fækkandi. „Þetta er á öllum mótum, ef þú ferð á einhverja leiki í fótbolta, handbolta eða körfubolta,“ segir hún. „Mér finnst maður vera að fá minna af svona kvörtunum en áður. Ég var yfirleitt að fá einhverja tölvupósta eða ábendingar á meðan mótið var í gangi en mér finnst það hafa farið minnkandi.“ Sigríður Inga telur það jafnframt leiðinlegt þegar mál líkt og þessi komi upp. Um er að ræða afar unga fótboltaiðkendur sem eru margir hverjir að stíga sín fyrstu skref í fótbolta eða dómgæslu. Hún tekur dæmi um að fyrir nokkrum árum hafi ungir dómarar komið grátandi inn til mótstjórnar eftir skæð orð foreldra á hliðarlínunni. Hún tekur þó fram að slíkar uppákomur hafi ekki gerst í lengri tíma. „Mér finnst þessi umræða sem hefur verið, til dæmis þetta grín í áramótaskaupinu, hefur haft jákvæð áhrif,“ segir Sigríður. Feður stráka skæðari TM mótið er ætlað stelpum líkt og kom fram en framundan er Orkumótið sem er ætlað tíu ára strákum. Sigríður segir að munur sé á foreldrum stráka og stelpna, þá sérstaklega feðrunum. „Svo finnum við mun, við erum að fara halda Orkumótið sem er fyrir tíu ára stráka, þetta er verra hjá strákunum heldur en hjá stelpunum,“ segir hún. „Pabbarnir eru verri á Orkumótinu. Þeir eru æstari á Orkumótinu.“ Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis, tók einnig eftir muninum þegar hann sótti bæði mótin sem foreldri árið 2021. Feðurnir á Orkumótinu létu heyra mun meira í sér og voru sumir hverjir í miklu uppnámi. „Strákurinn minn mun spila með landsliðinu eftir tíu ár og þá munt þú grjóthalda kjafti!“ hefur Kolbeinn Tumi eftir einu foreldrinu á mótinu. Sömu söguna mátti ekki segja á TM mótinu. „Maður skilur ekki að fólk sé að kalla inn á völlinn, því þú vilt ekki að þetta sé sagt við barnið þitt,“ segir Sigríður. „Það er ótrúlega leiðinlegt og það er ekki það sem við erum að standa fyrir þegar við erum að halda þetta mót. Það vilja allir að þetta sé skemmtilegt fyrir krakkanna.“ Erfitt að fylgjast með öllum leikjum Sigríður segir að ef ábendingar berist sé alltaf haft samband við forsvarsmenn félagsins á svæðinu. „Við heyrum í þeim og oft eru tvær hliðar á málunum. Félögin upplifa hlutina mismunandi eftir því í hvoru liðinu þeir eru. Ef þetta er eitthvað ítrekað þá höfum við farið og fylgst með næstu leikjum hjá liðinu og gripið inn í ef það er eitthvað, sem hefur ekki komið til.“ Um þúsund stelpur tóku þátt um helgina svo erfitt er að fylgjast með öllum. „Þetta er eitthvað sem maður vill ekki hafa en það er rosalega erfitt að koma í veg fyrir þetta því maður getur ekki verið á öllum völlum og fylgst með öllum leikjum,“ segir Sigríður.
Fótbolti Börn og uppeldi Íþróttir barna Vestmannaeyjar ÍBV Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira