Hættuleg utanríkisstefna forseta Bandaríkjanna Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar 17. júní 2025 08:30 Fjölmargar rannsóknir benda til þess að utanríkisstefna Donald Trump á hans fyrra kjörtímabili 2017 til 2021 hafi leitt til óstöðugleika í alþjóðasamskiptum og í alþjóðakerfinu og á endanum veikt stöðu Bandaríkjanna sem forysturíkis á alþjóðavettvangi. Stacy E. Goddard prófessor í stefnumótun (strategy) kemst að þeirri niðurstöðu að Trump hafi smám saman fallið frá fyrri utanríkisstefnu Bandaríkjanna sem hafði haldist nokkuð óbreytt frá seinni heimsstyrjöld burt séð frá því hvort Demókratar eða Repúblikanar hafi verið við völd. Sú stefna hefur í sinni einföldustu mynd birst í staðfestu og trú um óskorað forystuhlutverk Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi m.a. með stuðningi Evrópu þar sem markmiðið hefur verið að hafa betur í samkeppninni um heimsyfirráð við Kína og Rússland (Great Power Competition). Nú á fyrstu sex mánuðum Trump á seinna kjörtímabili hefur kúrsinn færst enn lengra frá fyrri stefnu og í stað þess að standa upp í hárinu á öðrum stórveldum á alþjóðasviðinu þá hefur stefnan þegar birst í eftirgjöf við einræðisríkin Kína og Rússland og hugmyndum um að stórveldin þrjú komi sér saman um að skipta með sér heiminum (Co-managing global order) og stýri hvert um sig sínu eigin yfirráðasvæði (Strongman Strategy). Heima fyrir birtist stefnan m.a. í stefnumótuninni „America First“ sem inniheldur aukna áherslu á þjóðernisstefnu og sjálfstæði Bandaríkjanna frá alþjóðasamfélaginu. Þessi stefna hefur þegar birst í átökum og árásum Trump á sína helstu bandamenn í NATO, Evrópu og önnur ríki við Norður- Atlantshafið. Stefnan hefur m.a. beinst að hugmyndum um yfirtöku Grænlands, innlimun Kanada og innleiðingu gríðarlegra tolla á nánustu samstarfsþjóðir í NATO, Evrópusambandinu og Mexíkó. Hann hefur sem sagt einbeitt sér að vinaþjóðum sem hann telur á sínu yfirráðasvæði. Á sama tíma hafa Bandaríkin dregið sig út úr margvíslegu alþjóðlegu samstarfi, grafið undan og haft efasemdir um mikilvægi þess að halda uppi alþjóðalögum og alþjóðastofnunum sem hluti af „America First“ stefnunni. Til að ýta breyttri utanríkisstefnu úr garði er Trump með áætlanir (samkvæmt nafnlausum ráðgjöfum í Hvíta Húsinu) um að setjast niður maður á mann með leiðtogum Kína og Rússlands þar sem markmiðið er að ná samkomulagi um viðskipti, fjárfestingar, hernaðaruppbyggingu og heimsskipulag. Þeir sem fylgjast vel með fréttum hafa fengið nasasjón af þessari framvindu í gegnum samtöl sem Trump hefur átt við Xi Jinping og Pútín. Flest fræða fólk er sammála um að þessar breytingar og ístöðuleysi Bandaríkjanna séu þegar farnar að hafa áhrif á alþjóðakerfið og muni leiða til enn frekari óstöðuleika og ójafnræðis sem birtist m.a. í þeim stríðsátökum sem við horfum upp á síðustu vikur og mánuði. Til skemmri tíma má leiða líkum að breytt alþjóðaskipan myndi leiða til yfirtöku Rússlands á Úkraínu, innrásar í Moldóvu og inn í Eystrasaltsríkin. Kínverjar hafa lengi haft augastað á Taívan og ekki er ólíklegt að þeir teldu sig hafa frítt spil athafna. Þegar er staðfestur ótti um að þessar breytingar hafi og muni leiða til minna frjálsræðis í heiminum en JD Vance varaforseti Bandaríkjanna hefur talað um að ríkið ætti að einbeita sér að „Enemies within“ sem þýða mætti sem innri óvinum í stað þess að reyna að stýra og stjórna alþjóðakerfinu og hafa áhrif á ytri óvini. Helstu óvinir Bandaríkjanna eru að hans mati ólöglegir innflytjendur, íslamskir hryðjuverkamenn, fólk sem aðhyllist „woke“ hugmyndafræði, evrópskir sósíalistar og hinsegin fólk. Þessari stefnu hefur þegar verið hrint í framkvæmd heima fyrir með árásum á háskóla, stjórnsýslu, innflytjendur og fjölmarga aðra minnihlutahópa og fellur vel að innanlands stefnu bæði Kína og Rússlands um að hefta frelsi sem mest og kúga frjálslynd öfl eins mikið og mögulegt er. Höfundur er kennari í stefnumótun (Strategy), sjálfbærni og samningatækni í Háskólanum í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Fjölmargar rannsóknir benda til þess að utanríkisstefna Donald Trump á hans fyrra kjörtímabili 2017 til 2021 hafi leitt til óstöðugleika í alþjóðasamskiptum og í alþjóðakerfinu og á endanum veikt stöðu Bandaríkjanna sem forysturíkis á alþjóðavettvangi. Stacy E. Goddard prófessor í stefnumótun (strategy) kemst að þeirri niðurstöðu að Trump hafi smám saman fallið frá fyrri utanríkisstefnu Bandaríkjanna sem hafði haldist nokkuð óbreytt frá seinni heimsstyrjöld burt séð frá því hvort Demókratar eða Repúblikanar hafi verið við völd. Sú stefna hefur í sinni einföldustu mynd birst í staðfestu og trú um óskorað forystuhlutverk Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi m.a. með stuðningi Evrópu þar sem markmiðið hefur verið að hafa betur í samkeppninni um heimsyfirráð við Kína og Rússland (Great Power Competition). Nú á fyrstu sex mánuðum Trump á seinna kjörtímabili hefur kúrsinn færst enn lengra frá fyrri stefnu og í stað þess að standa upp í hárinu á öðrum stórveldum á alþjóðasviðinu þá hefur stefnan þegar birst í eftirgjöf við einræðisríkin Kína og Rússland og hugmyndum um að stórveldin þrjú komi sér saman um að skipta með sér heiminum (Co-managing global order) og stýri hvert um sig sínu eigin yfirráðasvæði (Strongman Strategy). Heima fyrir birtist stefnan m.a. í stefnumótuninni „America First“ sem inniheldur aukna áherslu á þjóðernisstefnu og sjálfstæði Bandaríkjanna frá alþjóðasamfélaginu. Þessi stefna hefur þegar birst í átökum og árásum Trump á sína helstu bandamenn í NATO, Evrópu og önnur ríki við Norður- Atlantshafið. Stefnan hefur m.a. beinst að hugmyndum um yfirtöku Grænlands, innlimun Kanada og innleiðingu gríðarlegra tolla á nánustu samstarfsþjóðir í NATO, Evrópusambandinu og Mexíkó. Hann hefur sem sagt einbeitt sér að vinaþjóðum sem hann telur á sínu yfirráðasvæði. Á sama tíma hafa Bandaríkin dregið sig út úr margvíslegu alþjóðlegu samstarfi, grafið undan og haft efasemdir um mikilvægi þess að halda uppi alþjóðalögum og alþjóðastofnunum sem hluti af „America First“ stefnunni. Til að ýta breyttri utanríkisstefnu úr garði er Trump með áætlanir (samkvæmt nafnlausum ráðgjöfum í Hvíta Húsinu) um að setjast niður maður á mann með leiðtogum Kína og Rússlands þar sem markmiðið er að ná samkomulagi um viðskipti, fjárfestingar, hernaðaruppbyggingu og heimsskipulag. Þeir sem fylgjast vel með fréttum hafa fengið nasasjón af þessari framvindu í gegnum samtöl sem Trump hefur átt við Xi Jinping og Pútín. Flest fræða fólk er sammála um að þessar breytingar og ístöðuleysi Bandaríkjanna séu þegar farnar að hafa áhrif á alþjóðakerfið og muni leiða til enn frekari óstöðuleika og ójafnræðis sem birtist m.a. í þeim stríðsátökum sem við horfum upp á síðustu vikur og mánuði. Til skemmri tíma má leiða líkum að breytt alþjóðaskipan myndi leiða til yfirtöku Rússlands á Úkraínu, innrásar í Moldóvu og inn í Eystrasaltsríkin. Kínverjar hafa lengi haft augastað á Taívan og ekki er ólíklegt að þeir teldu sig hafa frítt spil athafna. Þegar er staðfestur ótti um að þessar breytingar hafi og muni leiða til minna frjálsræðis í heiminum en JD Vance varaforseti Bandaríkjanna hefur talað um að ríkið ætti að einbeita sér að „Enemies within“ sem þýða mætti sem innri óvinum í stað þess að reyna að stýra og stjórna alþjóðakerfinu og hafa áhrif á ytri óvini. Helstu óvinir Bandaríkjanna eru að hans mati ólöglegir innflytjendur, íslamskir hryðjuverkamenn, fólk sem aðhyllist „woke“ hugmyndafræði, evrópskir sósíalistar og hinsegin fólk. Þessari stefnu hefur þegar verið hrint í framkvæmd heima fyrir með árásum á háskóla, stjórnsýslu, innflytjendur og fjölmarga aðra minnihlutahópa og fellur vel að innanlands stefnu bæði Kína og Rússlands um að hefta frelsi sem mest og kúga frjálslynd öfl eins mikið og mögulegt er. Höfundur er kennari í stefnumótun (Strategy), sjálfbærni og samningatækni í Háskólanum í Reykjavík.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun