Ég og Parkinson – leitin að greiningu og leiðin til betra lífs Guðrún Einarsdóttir skrifar 10. júní 2025 13:00 Mín saga er gott dæmi og mig langar að deila með ykkur sögu minni. Parkinsonsjúkdóm er oft mjög erfitt að greina, en greining skiptir öllu máli! Fyrir 20 árum síðan missti ég lyktarskynið og það er oft fyrsta einkenni Parkisonsjúkdóms. Ég hef veriðí góðu sambandi við heimilislækni minn í 25 ár. Hann sendi mig í rannsóknir sem staðfestu að ég fann ekki lykt, en ástæðan fyrir því greindist ekki. Árin liðu og ég fór að finna til vaxandi þreytu og horfði á móður mína 20 árum eldri mun þrekmeiri en ég var. Ég fór til sjúkraþjálfara sem mat mig og sagði mig vera í lélegu formi og aðég þyrfti nauðsynlega að þjálfa mig upp. Það var bara hægara sagt en gert. Ég var viss um að eitthvað væri að og ég vildi fá að vita hvaðþað var, ég fann fyrir miklum stífleika í liðum. Heimilislæknirinn benti mér á góða gigtarlækna þar sem ég var með liðverki og bólgu í liðum á höndum. Ég var sprautuðí liðina og varð betri. Gigtarpróf voru neikvæð en virtist samt ódæmigerð gigt og ég fékk ýmis gigtarlyf en þau gerðu ekkert gagn. Gekk nú samt í gigtarfélagið svona til öryggis! Ég fann áfram fyrir miklum stirð- og stífleika á morgnana og kvartaði undan því, en ekkert greindist. Þá fór ég að fá hinar ýmsu sýkingar í háls, eyru og lungu, skútabólgur og þvagfærasýkingar. Hver sýking var læknuð með sýklalyfjum og tíminn leið. Einnig fór ég að sjá illa og greindist með vökva í augnbotnum. Ég fór í meðferð við því á augndeildinni á LSP en fékk ekki bata. Gekk nú samt í Blindrafélagið líka svona til öryggis!Loks urðu ákveðin tímamót þegar hryggjarliðir féllu saman og ég greindist með blóðsjúkdóm. Ég fór í krabbameinslyfjameðferð,sem var endurtekin ári síðar vegna einkenna. Í dag er ég á viðhalds skammti til halda þeim sjúkdómi niðri og er í eftirliti hjá blóðsjúkdómalækni, en er einkennalaus. Ég kvartaði við blóðsjúkdómalækninn yfir ristlinum, en hann vildi ekki tengja það við blóðsjúkdóminn, en þau einkenni héldu áfram að ágerast og var aukaverkunum lyfjanna kennt um það. Tíminn leið og ég varð enn þreyttari og ég varð bara örmagna. Staðreyndin er sú að ég var í raun komin með Parkison sjúdóminn 20 árum áður, sem verður ágengur um það leyti sem ég er að veikjast af blóðsjúkdómnum. Flestir með Parkison hafa einkenni frá ristli og eða þvagfærum, sem getur komið fram á ýmsan máta. Yngsta dóttir mín tók eftir að skriftin mín var gjörbreytt, orðin illlæsileg og andlit mitt var einkennilega stíft og henni fannst ég orðin stirð og hæg í hreyfingum. Hún sagðist halda ég gæti verið með Parkison. Hún fór með mér til heimilislæknis og hann greindi mig með Parkison og sendi mig áfram til taugalæknis sem staðfesti greininguna. Ég fékk lyf og það gerðist hreinlega kraftaverk. Ég fékk nýtt líf. Þvílik breyting á líðan! Ég gekk í Parkinsonsamtökin og byrjaði í sjúkraþjálfun fyrir fólk með Parkison sem ég hef verið í síðan. Ég pantaði tíma um daginn hjá einum gigtarlækninum sem ég var hjá síðast og við ræddum málin.Ég benti honum á að ef kona með samskonar vanda og ég kemur til hans þáætti hann etv að prófa að gefa henni parkisonlyf og etv. finnur hún þá strax mun. Hann tók því mjög vel. Síðan Taktur í Lífsgæðasetri St. Jó. í Hafnarfirði opnaði hef ég sótt þennan dásamlega stað nær 3-4 sinnum í viku. Þar er sjúkraþjálfun, jóga, raddþjálfun, samsöngur, vatnslitamálun, iðjuþjálfun og sálfræðingur. Borðtennis, boccia, fræðslufundir, stuðningshópar, sérfræðiþjónusta fagfólks og fleira.Svo eru konu- og karlakaffi sem er jafningjastuðningur, þar sem við berum saman bækur okkar og leitum ráða.Ég hef aukin lífsgæði, farin að syngja hástöfum, prjóna peysur og fann listamanninn í mér í vatnslitun.Fjölskylda mín segir mig glaðari, félagslega virkari og hressari í dag en í mörg ár fyrir greiningu. Endurhæfingin er í dag talin jafn mikilvæg og lyfjameðferðin, enda það eina sem nær að halda aftur af einkennunum og viðhalda sjálfstæði okkar og lífsgleði sem erum með sjúkdóminn. Þegar ég skrifa þetta sé ég aðég hef verið hjá 7 sérfræðingum og aldrei hvarflaði að neinum þeirra að láta sér detta Parkison í hug. Með fullri virðingu fyrir þeim öllum sem sýndu mér áhuga og samhyggð.Nánasti aðstandandi minn lýsti ástandi mínu þannig 2014”þá byrjaði þessi hressa og framkvæmdasama kona eiginlega að koðna niður- stöðug þreyta og langvarandi úrvinnsla sýkinga.” Framtíðin hjá mér er að viðhalda eins góðri heilsu og ég get. Líkur eru á að þetta haldi áfram að þróast rólega eins og það hefur gert í öll þessi ár. Vandamálin eru greind og unnið með þau jafn óðum. Ég er bjartsýn og held að lækning komi bráðum, en þangað til ætla ég að halda áfram að nýta þá meðferð sem til er, bæði lyf og endurhæfinguna hjá Parkinsonsamtökunum. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og með Parkinson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Heilbrigðismál Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Sjá meira
Mín saga er gott dæmi og mig langar að deila með ykkur sögu minni. Parkinsonsjúkdóm er oft mjög erfitt að greina, en greining skiptir öllu máli! Fyrir 20 árum síðan missti ég lyktarskynið og það er oft fyrsta einkenni Parkisonsjúkdóms. Ég hef veriðí góðu sambandi við heimilislækni minn í 25 ár. Hann sendi mig í rannsóknir sem staðfestu að ég fann ekki lykt, en ástæðan fyrir því greindist ekki. Árin liðu og ég fór að finna til vaxandi þreytu og horfði á móður mína 20 árum eldri mun þrekmeiri en ég var. Ég fór til sjúkraþjálfara sem mat mig og sagði mig vera í lélegu formi og aðég þyrfti nauðsynlega að þjálfa mig upp. Það var bara hægara sagt en gert. Ég var viss um að eitthvað væri að og ég vildi fá að vita hvaðþað var, ég fann fyrir miklum stífleika í liðum. Heimilislæknirinn benti mér á góða gigtarlækna þar sem ég var með liðverki og bólgu í liðum á höndum. Ég var sprautuðí liðina og varð betri. Gigtarpróf voru neikvæð en virtist samt ódæmigerð gigt og ég fékk ýmis gigtarlyf en þau gerðu ekkert gagn. Gekk nú samt í gigtarfélagið svona til öryggis! Ég fann áfram fyrir miklum stirð- og stífleika á morgnana og kvartaði undan því, en ekkert greindist. Þá fór ég að fá hinar ýmsu sýkingar í háls, eyru og lungu, skútabólgur og þvagfærasýkingar. Hver sýking var læknuð með sýklalyfjum og tíminn leið. Einnig fór ég að sjá illa og greindist með vökva í augnbotnum. Ég fór í meðferð við því á augndeildinni á LSP en fékk ekki bata. Gekk nú samt í Blindrafélagið líka svona til öryggis!Loks urðu ákveðin tímamót þegar hryggjarliðir féllu saman og ég greindist með blóðsjúkdóm. Ég fór í krabbameinslyfjameðferð,sem var endurtekin ári síðar vegna einkenna. Í dag er ég á viðhalds skammti til halda þeim sjúkdómi niðri og er í eftirliti hjá blóðsjúkdómalækni, en er einkennalaus. Ég kvartaði við blóðsjúkdómalækninn yfir ristlinum, en hann vildi ekki tengja það við blóðsjúkdóminn, en þau einkenni héldu áfram að ágerast og var aukaverkunum lyfjanna kennt um það. Tíminn leið og ég varð enn þreyttari og ég varð bara örmagna. Staðreyndin er sú að ég var í raun komin með Parkison sjúdóminn 20 árum áður, sem verður ágengur um það leyti sem ég er að veikjast af blóðsjúkdómnum. Flestir með Parkison hafa einkenni frá ristli og eða þvagfærum, sem getur komið fram á ýmsan máta. Yngsta dóttir mín tók eftir að skriftin mín var gjörbreytt, orðin illlæsileg og andlit mitt var einkennilega stíft og henni fannst ég orðin stirð og hæg í hreyfingum. Hún sagðist halda ég gæti verið með Parkison. Hún fór með mér til heimilislæknis og hann greindi mig með Parkison og sendi mig áfram til taugalæknis sem staðfesti greininguna. Ég fékk lyf og það gerðist hreinlega kraftaverk. Ég fékk nýtt líf. Þvílik breyting á líðan! Ég gekk í Parkinsonsamtökin og byrjaði í sjúkraþjálfun fyrir fólk með Parkison sem ég hef verið í síðan. Ég pantaði tíma um daginn hjá einum gigtarlækninum sem ég var hjá síðast og við ræddum málin.Ég benti honum á að ef kona með samskonar vanda og ég kemur til hans þáætti hann etv að prófa að gefa henni parkisonlyf og etv. finnur hún þá strax mun. Hann tók því mjög vel. Síðan Taktur í Lífsgæðasetri St. Jó. í Hafnarfirði opnaði hef ég sótt þennan dásamlega stað nær 3-4 sinnum í viku. Þar er sjúkraþjálfun, jóga, raddþjálfun, samsöngur, vatnslitamálun, iðjuþjálfun og sálfræðingur. Borðtennis, boccia, fræðslufundir, stuðningshópar, sérfræðiþjónusta fagfólks og fleira.Svo eru konu- og karlakaffi sem er jafningjastuðningur, þar sem við berum saman bækur okkar og leitum ráða.Ég hef aukin lífsgæði, farin að syngja hástöfum, prjóna peysur og fann listamanninn í mér í vatnslitun.Fjölskylda mín segir mig glaðari, félagslega virkari og hressari í dag en í mörg ár fyrir greiningu. Endurhæfingin er í dag talin jafn mikilvæg og lyfjameðferðin, enda það eina sem nær að halda aftur af einkennunum og viðhalda sjálfstæði okkar og lífsgleði sem erum með sjúkdóminn. Þegar ég skrifa þetta sé ég aðég hef verið hjá 7 sérfræðingum og aldrei hvarflaði að neinum þeirra að láta sér detta Parkison í hug. Með fullri virðingu fyrir þeim öllum sem sýndu mér áhuga og samhyggð.Nánasti aðstandandi minn lýsti ástandi mínu þannig 2014”þá byrjaði þessi hressa og framkvæmdasama kona eiginlega að koðna niður- stöðug þreyta og langvarandi úrvinnsla sýkinga.” Framtíðin hjá mér er að viðhalda eins góðri heilsu og ég get. Líkur eru á að þetta haldi áfram að þróast rólega eins og það hefur gert í öll þessi ár. Vandamálin eru greind og unnið með þau jafn óðum. Ég er bjartsýn og held að lækning komi bráðum, en þangað til ætla ég að halda áfram að nýta þá meðferð sem til er, bæði lyf og endurhæfinguna hjá Parkinsonsamtökunum. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og með Parkinson.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun