Hvers vegna borga foreldrar í Kópavogi mest? Eydís Inga Valsdóttir skrifar 10. júní 2025 12:32 Kópavogur er dýrasta sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu fyrir foreldra með börn í leikskóla. Fyrir raunhæfan dvalartíma – 7 til 9 klukkustundir á dag – greiða foreldrar þar 27–75% hærri gjöld en í öðrum sveitarfélögum. Munurinn er enn meiri fyrir fjölskyldur með tvö börn, þar sem Kópavogur er næstum tvöfalt dýrari en Reykjavík eftir að svokallað Kópavogsmódel var innleitt af núverandi meirihluta. SAMLEIK – Samtök foreldra leikskólabarna í Kópavogi – hafa bent á og gagnrýnt þessa þróun opinberlega. Auk þess hefur bærinn tekið upp kerfi sem heimilar fjórfaldar hækkanir á leikskólagjöldum árlega, og þegar hafa gjöldin verið hækkuð tvisvar sinnum á árinu 2025. Þrátt fyrir þetta heldur meirihlutinn áfram að lýsa Kópavogi sem fjölskylduvænum bæ. En þegar kostnaður við fyrsta skólastigið er skoðaður blasir önnur mynd við. Leikskólagjöldin eru í raun skattar á barnafjölskyldur og endurspegla forgangsröðun stjórnvalda í Kópavogi. Samanburður leikskólagjalda á höfuðborgarsvæðinu Fyrir eitt barn í 8 klst. vistun með fæði greiða foreldrar í Kópavogi 54.018 kr. á mánuði, en til samanburðar greiða foreldrar 42.645 kr. í Hafnarfirði, 30.745 kr. í Mosfellsbæ og 34.542 kr. í Reykjavík. Þessi munur eykst með lengri vistunartíma. Fyrir fjölskyldu með tvö börn er munurinn enn meiri. Í Kópavogi greiðir fjölskylda með tvö börn 95.206 kr. á mánuði fyrir 8 klst. vistun, á meðan sambærileg fjölskylda greiðir 74.649 kr. í Hafnarfirði, 51.037 kr. í Mosfellsbæ, og 49.316 kr. í Reykjavík. Skýringin liggur meðal annars í systkinaafslætti. Kópavogur veitir 30% afslátt af dvalargjaldi fyrir annað barn og 75% afslátt fyrir þriðja barn. Reykjavík veitir aftur á móti 100% afslátt af dvalargjaldi fyrir annað barn, Hafnarfjörður 75%, og bæði Mosfellsbær og Garðabær 50%. Slíkur afsláttur skiptir miklu máli fyrir fjölskyldur með fleiri en eitt barn á leikskólaaldri. Gjaldfrjáls leikskóli fyrir hvern? Ef 6 tíma gjaldfrjáls vistun í Kópavogi er undanskilin – sem er óraunhæfur kostur fyrir flesta foreldra í fullri vinnu – blasir við að Kópavogur er það sveitarfélag sem veitir minnstan fjárhagslegan stuðning við barnafjölskyldur í gegnum leikskólagjöld. Það er vissulega mikilvægt að leikskólar séu vel mannaðir og að þar þrífist faglegt og skapandi skólastarf. Ef Kópavogsmódelið hefur auðveldað mönnun og létt álag á börnum og starfsfólki er það að sjálfsögðu jákvæð þróun. En fjárhagslegt álag fjölskyldna og andleg líðan má ekki gleymast í þeirri vegferð – enda hefur það bein áhrif á líðan barna, velferð heimilanna og jafnrétti til náms. Kópavogsmódelið virðist í reynd fela í sér að foreldrar greiði með hæstu leikskólagjöldum landsins – og að aðeins þau sem búa við fjárhagslegt öryggi og gott félagslegt bakland geti nýtt sér gjaldfrjálsa vistun. Þá verður að spyrja: Fyrir hverja er þessi stefna hönnuð? Svona stefna leggur ekki grunn að barnvænu samfélagi. Það er gert með raunverulegum stuðningi við barnafjölskyldur – en í Kópavogi hefur sá stuðningur dregist aftur úr. Það endurspeglast skýrt í reikningunum sem foreldrar fá í lok hvers mánaðar. Höfundur er tveggja barna móðir búsett í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Kópavogur Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Kópavogur er dýrasta sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu fyrir foreldra með börn í leikskóla. Fyrir raunhæfan dvalartíma – 7 til 9 klukkustundir á dag – greiða foreldrar þar 27–75% hærri gjöld en í öðrum sveitarfélögum. Munurinn er enn meiri fyrir fjölskyldur með tvö börn, þar sem Kópavogur er næstum tvöfalt dýrari en Reykjavík eftir að svokallað Kópavogsmódel var innleitt af núverandi meirihluta. SAMLEIK – Samtök foreldra leikskólabarna í Kópavogi – hafa bent á og gagnrýnt þessa þróun opinberlega. Auk þess hefur bærinn tekið upp kerfi sem heimilar fjórfaldar hækkanir á leikskólagjöldum árlega, og þegar hafa gjöldin verið hækkuð tvisvar sinnum á árinu 2025. Þrátt fyrir þetta heldur meirihlutinn áfram að lýsa Kópavogi sem fjölskylduvænum bæ. En þegar kostnaður við fyrsta skólastigið er skoðaður blasir önnur mynd við. Leikskólagjöldin eru í raun skattar á barnafjölskyldur og endurspegla forgangsröðun stjórnvalda í Kópavogi. Samanburður leikskólagjalda á höfuðborgarsvæðinu Fyrir eitt barn í 8 klst. vistun með fæði greiða foreldrar í Kópavogi 54.018 kr. á mánuði, en til samanburðar greiða foreldrar 42.645 kr. í Hafnarfirði, 30.745 kr. í Mosfellsbæ og 34.542 kr. í Reykjavík. Þessi munur eykst með lengri vistunartíma. Fyrir fjölskyldu með tvö börn er munurinn enn meiri. Í Kópavogi greiðir fjölskylda með tvö börn 95.206 kr. á mánuði fyrir 8 klst. vistun, á meðan sambærileg fjölskylda greiðir 74.649 kr. í Hafnarfirði, 51.037 kr. í Mosfellsbæ, og 49.316 kr. í Reykjavík. Skýringin liggur meðal annars í systkinaafslætti. Kópavogur veitir 30% afslátt af dvalargjaldi fyrir annað barn og 75% afslátt fyrir þriðja barn. Reykjavík veitir aftur á móti 100% afslátt af dvalargjaldi fyrir annað barn, Hafnarfjörður 75%, og bæði Mosfellsbær og Garðabær 50%. Slíkur afsláttur skiptir miklu máli fyrir fjölskyldur með fleiri en eitt barn á leikskólaaldri. Gjaldfrjáls leikskóli fyrir hvern? Ef 6 tíma gjaldfrjáls vistun í Kópavogi er undanskilin – sem er óraunhæfur kostur fyrir flesta foreldra í fullri vinnu – blasir við að Kópavogur er það sveitarfélag sem veitir minnstan fjárhagslegan stuðning við barnafjölskyldur í gegnum leikskólagjöld. Það er vissulega mikilvægt að leikskólar séu vel mannaðir og að þar þrífist faglegt og skapandi skólastarf. Ef Kópavogsmódelið hefur auðveldað mönnun og létt álag á börnum og starfsfólki er það að sjálfsögðu jákvæð þróun. En fjárhagslegt álag fjölskyldna og andleg líðan má ekki gleymast í þeirri vegferð – enda hefur það bein áhrif á líðan barna, velferð heimilanna og jafnrétti til náms. Kópavogsmódelið virðist í reynd fela í sér að foreldrar greiði með hæstu leikskólagjöldum landsins – og að aðeins þau sem búa við fjárhagslegt öryggi og gott félagslegt bakland geti nýtt sér gjaldfrjálsa vistun. Þá verður að spyrja: Fyrir hverja er þessi stefna hönnuð? Svona stefna leggur ekki grunn að barnvænu samfélagi. Það er gert með raunverulegum stuðningi við barnafjölskyldur – en í Kópavogi hefur sá stuðningur dregist aftur úr. Það endurspeglast skýrt í reikningunum sem foreldrar fá í lok hvers mánaðar. Höfundur er tveggja barna móðir búsett í Kópavogi.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun