Þéttur eða þríklofinn Sjálfstæðisflokkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 6. júní 2025 16:00 Umræða og atkvæðagreiðsla um húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar var í borgarstjórn Reykjavíkur í vikunni. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni kaus gegn henni. Þau eru á móti húsnæðisuppbyggingu, á móti borgarlínu, á móti þéttingu byggðar og vilja ekki að samfélagið greiði niður húsnæði fyrir þau sem þess þurfa. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni er eins og veðrið – óútreiknanlegur, stendur stundum þétt saman en svo koma tímar þar sem hann er sundurtættur og þríklofinn. Einn daginn er hann fylgjandi uppbyggingu en svo koma tímar þar sem hann situr hjá og talar jafnvel gegn henni. Sá armur sem virðist vera hlynntur þéttingu byggðar fór í uppbyggingu á þéttingarreit við Valhöll, þar sem höfuðstöðvar flokksins eru. Þar mátti byggja fyrir fólk. Á Valhallarreitnum eru byggðar tugir íbúða í fjölbýlishúsum, skrifstofuhúsnæði og bílakjallari. Samtals seldi Sjálfstæðisflokkurinn þéttingareiti þar fyrir 564 milljónir króna á tveimur árum. Til viðbótar er fasteignamat fasteigna og lóða í eigu flokksins rúmlega milljarður króna. Fyrir vikið er Sjálfstæðisflokkurinn miklu ríkari en allir aðrir flokkar á Íslandi. Vegna þéttingar á byggð. Það má hins vegar ekki byggja annars staðar í borginni. Sjálfstæðisflokkurinn talar gegn þéttingu í Grafarvogi, vinnur gegn þéttingu í Breiðholti og situr hjá við uppbyggingu í Skerjafirði. Þar má ekki byggja fyrir fólk. Sjálfstæðisflokkurinn á móti húsnæðisuppbyggingu Sjálfstæðisflokknum virðist ekki vera annt um mannlífið í borginni, vilja ekki sporna gegn einmanaleika með fjölbreyttum búsetuformum, virðast hafna því að maður er manns gaman, fólk laðist að öðru fólki – að blómleg borgarbyggð eykur bæði lífsgæði, fjárfestingu og atvinnustarfsemi. Fulltrúar flokksins átta sig ekki á fjárhagslegum ávinningi af þéttingu byggðar fyrir borgarsjóð, bara kosningasjóð Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn er á móti því að nýta sem best sameiginlega innviði og afneitar því að nýfjárfestingar takmarki möguleika á annarri fjárfestingu á meðan þeir básúna í öllum fjölmiðlum um hversu slæm fjárhagsstaða borgarsjóðs er, að borgin sé á barmi gjaldþrots. Þau notast við orðið ofurþétting, orð sem flokksfélagar þeirra eru farnir að nota víðar, ekki bara í borginni heldur á þingi og fjölmiðlum í neikvæðum tilgangi. Sjálfstæðisflokkurinn á móti betri loftgæðum og vistvænum ferðamátum? Svo virðist vera að kjörnum fulltrúum Sjálfstæðisflokks, bæði í sveit og á þingi, virðist vera slétt sama um loftgæði borgarbúa. Þeir virðast ekki vilja tryggja sömu gæði til næstu kynslóða. Það er grátlegt að horfa um þríklofinn borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins í afstöðu sinni til Borgarlínu og hágæða almenningssamgangna með hliðsjón af uppbyggingu í borginni. Hluti er á móti Borgarlínu, hluti sat sjá og hluti var hlynntur henni. Hluti kjörinna fulltrúa innan Sjálfstæðisflokksins afneitar hreinlega þeirra staðreynd að Reykvíkingum muni halda áfram að fjölga. Það mun samt sem áður gerast. Fleira fólk þýðir fleiri bílar. Spár gera ráð fyrir að bílunum muni fjölga um 70 á viku, 3.640 á ári eða 14.560 á einu kjörtímabili. Hvernig sér Sjálfstæðisflokkurinn sér fyrir sér að leysa úr vanda tengdum þessari auknu umferð, húsnæðisskorti og loftgæðum, því svarar hann ekki. Dapurleg framtíðarsýn Sjálfstæðisflokksins á Reykjavík Framtíðarsýn Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykjavík er dapurleg. Hvernig er hægt að vera á móti uppbyggingu húsnæðis í þágu fjölbreyttra hópa, hópa sem mörg eru í brýnni húsnæðisþörf, á móti þéttingu byggðar, á móti Borgarlínu, á móti hreinu lofti, á móti betri nýtingu samfélagslegra innviða, á móti betri ráðstöfun borgarsjóðs? Fyrir hvað stendur Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík? Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Reykjavík Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Umræða og atkvæðagreiðsla um húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar var í borgarstjórn Reykjavíkur í vikunni. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni kaus gegn henni. Þau eru á móti húsnæðisuppbyggingu, á móti borgarlínu, á móti þéttingu byggðar og vilja ekki að samfélagið greiði niður húsnæði fyrir þau sem þess þurfa. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni er eins og veðrið – óútreiknanlegur, stendur stundum þétt saman en svo koma tímar þar sem hann er sundurtættur og þríklofinn. Einn daginn er hann fylgjandi uppbyggingu en svo koma tímar þar sem hann situr hjá og talar jafnvel gegn henni. Sá armur sem virðist vera hlynntur þéttingu byggðar fór í uppbyggingu á þéttingarreit við Valhöll, þar sem höfuðstöðvar flokksins eru. Þar mátti byggja fyrir fólk. Á Valhallarreitnum eru byggðar tugir íbúða í fjölbýlishúsum, skrifstofuhúsnæði og bílakjallari. Samtals seldi Sjálfstæðisflokkurinn þéttingareiti þar fyrir 564 milljónir króna á tveimur árum. Til viðbótar er fasteignamat fasteigna og lóða í eigu flokksins rúmlega milljarður króna. Fyrir vikið er Sjálfstæðisflokkurinn miklu ríkari en allir aðrir flokkar á Íslandi. Vegna þéttingar á byggð. Það má hins vegar ekki byggja annars staðar í borginni. Sjálfstæðisflokkurinn talar gegn þéttingu í Grafarvogi, vinnur gegn þéttingu í Breiðholti og situr hjá við uppbyggingu í Skerjafirði. Þar má ekki byggja fyrir fólk. Sjálfstæðisflokkurinn á móti húsnæðisuppbyggingu Sjálfstæðisflokknum virðist ekki vera annt um mannlífið í borginni, vilja ekki sporna gegn einmanaleika með fjölbreyttum búsetuformum, virðast hafna því að maður er manns gaman, fólk laðist að öðru fólki – að blómleg borgarbyggð eykur bæði lífsgæði, fjárfestingu og atvinnustarfsemi. Fulltrúar flokksins átta sig ekki á fjárhagslegum ávinningi af þéttingu byggðar fyrir borgarsjóð, bara kosningasjóð Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn er á móti því að nýta sem best sameiginlega innviði og afneitar því að nýfjárfestingar takmarki möguleika á annarri fjárfestingu á meðan þeir básúna í öllum fjölmiðlum um hversu slæm fjárhagsstaða borgarsjóðs er, að borgin sé á barmi gjaldþrots. Þau notast við orðið ofurþétting, orð sem flokksfélagar þeirra eru farnir að nota víðar, ekki bara í borginni heldur á þingi og fjölmiðlum í neikvæðum tilgangi. Sjálfstæðisflokkurinn á móti betri loftgæðum og vistvænum ferðamátum? Svo virðist vera að kjörnum fulltrúum Sjálfstæðisflokks, bæði í sveit og á þingi, virðist vera slétt sama um loftgæði borgarbúa. Þeir virðast ekki vilja tryggja sömu gæði til næstu kynslóða. Það er grátlegt að horfa um þríklofinn borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins í afstöðu sinni til Borgarlínu og hágæða almenningssamgangna með hliðsjón af uppbyggingu í borginni. Hluti er á móti Borgarlínu, hluti sat sjá og hluti var hlynntur henni. Hluti kjörinna fulltrúa innan Sjálfstæðisflokksins afneitar hreinlega þeirra staðreynd að Reykvíkingum muni halda áfram að fjölga. Það mun samt sem áður gerast. Fleira fólk þýðir fleiri bílar. Spár gera ráð fyrir að bílunum muni fjölga um 70 á viku, 3.640 á ári eða 14.560 á einu kjörtímabili. Hvernig sér Sjálfstæðisflokkurinn sér fyrir sér að leysa úr vanda tengdum þessari auknu umferð, húsnæðisskorti og loftgæðum, því svarar hann ekki. Dapurleg framtíðarsýn Sjálfstæðisflokksins á Reykjavík Framtíðarsýn Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykjavík er dapurleg. Hvernig er hægt að vera á móti uppbyggingu húsnæðis í þágu fjölbreyttra hópa, hópa sem mörg eru í brýnni húsnæðisþörf, á móti þéttingu byggðar, á móti Borgarlínu, á móti hreinu lofti, á móti betri nýtingu samfélagslegra innviða, á móti betri ráðstöfun borgarsjóðs? Fyrir hvað stendur Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík? Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun