Mikill munur á aðgengi að líknarmeðferð í Evrópu Kristín Lára Ólafsdóttir skrifar 30. maí 2025 08:32 Ný skýrsla yfir líknarmeðferð í Evrópu var gefin af Evrópsku líknarsamtökunum, European Association for Palliative Care (EAPC) 29. maí á Evrópudegi líknarmeðferðar sem í ár er tileinkaður aðgengilegri líknarmeðferð fyrir alla sem á þurfa að halda. Skilaboðin eru skýr um að efna þurfi til aðgerða til að tryggja góða meðferð einkenna og gæðaumönnun óháð búsetu, félagslegri stöðu, sjúkdómsgreiningu eða aldri. Þörf fyrir líknarmeðferð er vaxandi í Evrópu og er drifin af hækkandi lífaldri og auknu algengi langvinnra sjúkdóma. Lögð er áhersla á að líknarmeðferð snýr ekki eingöngu að því að aðstoða sjúklinga og fjölskyldur við lífslok heldur einnig að bæta lífgæði fólks í gegnum allt sjúkdómsferlið. Í skýrslunni kemur fram að mikill munur er á aðgengi sjúklinga með lífsógnandi sjúkdóma að líknarmeðferð og líknarþjónustu. Hún sýnir einnig að enn skorti kennslu og þjálfun í líknarmeðferð hjá bæði læknum og hjúkrunarfræðingum. Aðeins 15 lönd í Evrópu hafa sett líknarmeðferð í grunnnám lækna í sínu landi, þ.m.t. Finnland, Austurríki, Frakkland, Holland og Bretland. Annars staðar undirbýr grunnnám heilbrigðissstarfsmanna þá illa undir að sinna sjúklingum með alvarlega sjúkdóma og sjúklinga sem eru deyjandi. Þá kemur fram að aðgengi að lyfjum til meðferðar einkenna er mjög misjafnt í Evrópu. T.d. er aðgengi að morfíni í töfluformi í grunnheilbrigðisþjónustu eingöngu í helmingi Evrópulandanna. Samkvæmt skýrslunni hafa 43 lönd í Evrópu, af þeim 56 sem skýrslan náði til, líknarmeðferð sem hluta af almennri heilbrigðisþjónustu. Aðgengi að líknarþjónustu fyrir börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra hefur aukist á síðustu árum í Evrópu en enn er aðgengi þeirra langt frá því að mæta þörfum allt of víða. Fjórðungur ríkja í Evrópu hafa sett fram stefnumótun varðandi líknarþjónustu. Í mars 2021 setti þáverandi heilbrigðisráðherra fram aðgerðaráætlun til fimm ára um líknarþjónustu á Íslandi.Áætlunin byggðist á greiningu sem gerð var á þörf fyrir líknar- og lífslokameðferð og tillögum um bætta þjónustu þar að lútandi í öllum landshlutum. Lagðar voru til aðgerðir til að efla og byggja upp líknarþjónustu á sérgreinasjúkrahúsum, á hjúkrunarheimilum og í þjónustu við fólk í heimahúsum. Aðgerðaáætlunin tók mið afheilbrigðisstefnu til ársins 2030. Einnig voru höfð til hliðsjónar fyrirmæli Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um að líknarmeðferð skuli vera hluti af heilbrigðisþjónustu aðildarríkja hennar. Þjónustuveitendum í heilbrigðisþjónustunni var í framhaldinu gert að innleiða þætti áætlunarinnar sem heyrði undir þeirra þjónustusvið. Ýmislegt hefur áunnist en enn hefur ekki náðst að ná öllum markmiðum aðgerðaráætlunarinnar tæpum 5 árum síðar. Nú er kominn tími á endurskoðun og gerð nýrrar áætlunar til næstu 5 ára. Þá þyrfti að huga betur að því að tryggja að heilbrigðisstarfsfólk fái þjálfun og kennslu í líknarmeðferð í grunnnámi sínu. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og formaður Lífssins, samtaka um líknarmeðferð á Íslandi .https://eapcnet.eu/EU-palliative-care-day/ www.eapcnet.eu/resources/EAPCAtlas https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/Liknarthjonusta-5_ara_adgerdaraaetlun_2021-25.pdf https://lsl.is/um-liknarmedferd/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Ný skýrsla yfir líknarmeðferð í Evrópu var gefin af Evrópsku líknarsamtökunum, European Association for Palliative Care (EAPC) 29. maí á Evrópudegi líknarmeðferðar sem í ár er tileinkaður aðgengilegri líknarmeðferð fyrir alla sem á þurfa að halda. Skilaboðin eru skýr um að efna þurfi til aðgerða til að tryggja góða meðferð einkenna og gæðaumönnun óháð búsetu, félagslegri stöðu, sjúkdómsgreiningu eða aldri. Þörf fyrir líknarmeðferð er vaxandi í Evrópu og er drifin af hækkandi lífaldri og auknu algengi langvinnra sjúkdóma. Lögð er áhersla á að líknarmeðferð snýr ekki eingöngu að því að aðstoða sjúklinga og fjölskyldur við lífslok heldur einnig að bæta lífgæði fólks í gegnum allt sjúkdómsferlið. Í skýrslunni kemur fram að mikill munur er á aðgengi sjúklinga með lífsógnandi sjúkdóma að líknarmeðferð og líknarþjónustu. Hún sýnir einnig að enn skorti kennslu og þjálfun í líknarmeðferð hjá bæði læknum og hjúkrunarfræðingum. Aðeins 15 lönd í Evrópu hafa sett líknarmeðferð í grunnnám lækna í sínu landi, þ.m.t. Finnland, Austurríki, Frakkland, Holland og Bretland. Annars staðar undirbýr grunnnám heilbrigðissstarfsmanna þá illa undir að sinna sjúklingum með alvarlega sjúkdóma og sjúklinga sem eru deyjandi. Þá kemur fram að aðgengi að lyfjum til meðferðar einkenna er mjög misjafnt í Evrópu. T.d. er aðgengi að morfíni í töfluformi í grunnheilbrigðisþjónustu eingöngu í helmingi Evrópulandanna. Samkvæmt skýrslunni hafa 43 lönd í Evrópu, af þeim 56 sem skýrslan náði til, líknarmeðferð sem hluta af almennri heilbrigðisþjónustu. Aðgengi að líknarþjónustu fyrir börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra hefur aukist á síðustu árum í Evrópu en enn er aðgengi þeirra langt frá því að mæta þörfum allt of víða. Fjórðungur ríkja í Evrópu hafa sett fram stefnumótun varðandi líknarþjónustu. Í mars 2021 setti þáverandi heilbrigðisráðherra fram aðgerðaráætlun til fimm ára um líknarþjónustu á Íslandi.Áætlunin byggðist á greiningu sem gerð var á þörf fyrir líknar- og lífslokameðferð og tillögum um bætta þjónustu þar að lútandi í öllum landshlutum. Lagðar voru til aðgerðir til að efla og byggja upp líknarþjónustu á sérgreinasjúkrahúsum, á hjúkrunarheimilum og í þjónustu við fólk í heimahúsum. Aðgerðaáætlunin tók mið afheilbrigðisstefnu til ársins 2030. Einnig voru höfð til hliðsjónar fyrirmæli Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um að líknarmeðferð skuli vera hluti af heilbrigðisþjónustu aðildarríkja hennar. Þjónustuveitendum í heilbrigðisþjónustunni var í framhaldinu gert að innleiða þætti áætlunarinnar sem heyrði undir þeirra þjónustusvið. Ýmislegt hefur áunnist en enn hefur ekki náðst að ná öllum markmiðum aðgerðaráætlunarinnar tæpum 5 árum síðar. Nú er kominn tími á endurskoðun og gerð nýrrar áætlunar til næstu 5 ára. Þá þyrfti að huga betur að því að tryggja að heilbrigðisstarfsfólk fái þjálfun og kennslu í líknarmeðferð í grunnnámi sínu. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og formaður Lífssins, samtaka um líknarmeðferð á Íslandi .https://eapcnet.eu/EU-palliative-care-day/ www.eapcnet.eu/resources/EAPCAtlas https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/Liknarthjonusta-5_ara_adgerdaraaetlun_2021-25.pdf https://lsl.is/um-liknarmedferd/
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun