Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Bjarki Sigurðsson skrifar 27. maí 2025 11:45 Skúli Bragi Geirdal, fjölmiðlafræðingur hjá Fjölmiðlanefnd, telur áhyggjuefni að eingöngu helmingur svarenda hafi treyst íslenskum fjölmiðlum til að segja satt og rétt frá í aðdraganda þingkosninganna 2024. Vísir/Vilhelm Aðeins helmingur landsmanna treysti íslenskum fjölmiðlum til að færa sér réttar upplýsingar og hlutlæga umfjöllun í tengslum við Alþingiskosningarnar í fyrra. Yfir sextíu prósent svarenda í könnun töldu sig hafa orðið vör við falsfréttir í aðdraganda kosninga, flestar frá stjórnmálaflokkunum sjálfum. Þetta kemur fram í skýrslu Fjölmiðlanefndar sem byggð er á könnun Maskínu sem lögð var fyrir dagana eftir kosningar. Eftir kosningarnar 2021 mældist hlutfall þeirra sem töldu sig hafa orðið varir við falsfréttir þar sem var reynt að hafa áhrif á kosningarnar 46 prósent. Nú er það 62 prósent og því 35 prósent aukning milli kosninga. „Það er kannski helst þessi aukning sem við höfum áhyggjur af. Við sjáum að umræða í aðdraganda kosninga er að færast inn á samfélagsmiðla. Og þegar við sjáum að upplifun fólks sé að það sé að sjá falsfréttir sem er verið að beita til að hafa áhrif á kosningarnar, þá höfum við auðvitað áhyggjur af því. Líka þegar stór hluti fólks telur þetta hafa haft áhrif á kosningarnar. Þá erum við með lýðræðið undir. Ég myndi segja að þetta séu niðurstöður sem við þurfum að taka alvarlega,“ segir Skúli Bragi Geirdal, fjölmiðlafræðingur hjá Fjölmiðlanefnd. Flestar falsfréttir frá stjórnmálaflokkunum sjálfum Meirihluti þeirra sem urðu varir við falsfréttir eða rangar upplýsingar sögðu þær koma frá stjórnmálaflokkunum sjálfum. Tæpur helmingur frá hagsmunasamtökum, 47 prósent frá einstaka stjórnmálamönnum og 38 prósent frá áhrifavöldum. „Það ber auðvitað að hafa í huga að það getur verið rosalega mismunandi í huga fólks hvað er falsfrétt. Það gæti verið að eitthvað sem þau eru ósammála sem þau telja vera falsfrétt,“ segir Skúli. Einungis helmingur treystir íslenskum fjölmiðlum Þá taldi þriðjungur falsfréttirnar koma frá íslenskum fjölmiðlum. Einungis helmingur svarenda sagðist treysta íslenskum fjölmiðlum til að færa sér réttar upplýsingar um kosningarnar. Fimmtán prósent sögðust vantreysta þeim en þriðjungur tók ekki afstöðu. „Maður hefur áhyggjur af því líka að á sama tíma er fólk að sjá falsfréttirnar og upplýsingaóreiðuna á samfélagsmiðlum. Þannig það væri frekar að við ættum að leita til íslenskra fjölmiðla eftir traustum og góðum upplýsingum,“ segir Skúli. Fjölmiðlar Alþingiskosningar 2024 Samfélagsmiðlar Skoðanakannanir Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug aftur lokað Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Fjölmiðlanefndar sem byggð er á könnun Maskínu sem lögð var fyrir dagana eftir kosningar. Eftir kosningarnar 2021 mældist hlutfall þeirra sem töldu sig hafa orðið varir við falsfréttir þar sem var reynt að hafa áhrif á kosningarnar 46 prósent. Nú er það 62 prósent og því 35 prósent aukning milli kosninga. „Það er kannski helst þessi aukning sem við höfum áhyggjur af. Við sjáum að umræða í aðdraganda kosninga er að færast inn á samfélagsmiðla. Og þegar við sjáum að upplifun fólks sé að það sé að sjá falsfréttir sem er verið að beita til að hafa áhrif á kosningarnar, þá höfum við auðvitað áhyggjur af því. Líka þegar stór hluti fólks telur þetta hafa haft áhrif á kosningarnar. Þá erum við með lýðræðið undir. Ég myndi segja að þetta séu niðurstöður sem við þurfum að taka alvarlega,“ segir Skúli Bragi Geirdal, fjölmiðlafræðingur hjá Fjölmiðlanefnd. Flestar falsfréttir frá stjórnmálaflokkunum sjálfum Meirihluti þeirra sem urðu varir við falsfréttir eða rangar upplýsingar sögðu þær koma frá stjórnmálaflokkunum sjálfum. Tæpur helmingur frá hagsmunasamtökum, 47 prósent frá einstaka stjórnmálamönnum og 38 prósent frá áhrifavöldum. „Það ber auðvitað að hafa í huga að það getur verið rosalega mismunandi í huga fólks hvað er falsfrétt. Það gæti verið að eitthvað sem þau eru ósammála sem þau telja vera falsfrétt,“ segir Skúli. Einungis helmingur treystir íslenskum fjölmiðlum Þá taldi þriðjungur falsfréttirnar koma frá íslenskum fjölmiðlum. Einungis helmingur svarenda sagðist treysta íslenskum fjölmiðlum til að færa sér réttar upplýsingar um kosningarnar. Fimmtán prósent sögðust vantreysta þeim en þriðjungur tók ekki afstöðu. „Maður hefur áhyggjur af því líka að á sama tíma er fólk að sjá falsfréttirnar og upplýsingaóreiðuna á samfélagsmiðlum. Þannig það væri frekar að við ættum að leita til íslenskra fjölmiðla eftir traustum og góðum upplýsingum,“ segir Skúli.
Fjölmiðlar Alþingiskosningar 2024 Samfélagsmiðlar Skoðanakannanir Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug aftur lokað Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Sjá meira