„Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. nóvember 2025 19:58 Eygló Guðmundsdóttir, vill að foreldrar langveikra barna sé gripnir betur og fyrr. Vísir/Sigurjón Móðir drengs sem lést eftir áralanga baráttu við krabbamein segir mikilvægt að grípa foreldra langveikra barna betur og fyrr. Foreldrarnir séu undir miklu álagi, standi vaktina allan sólarhringinn og séu margir hverjir að bugast. Félagið Umhyggja stóð í dag fyrir málþingi um álag sem foreldrar langveikra barna búa við. Á meðal þeirra sem héldu erindi var Eygló Guðmundsdóttir sálfræðingur. Sonur hennar Benjamín greindist með krabbamein aðeins nokkurra vikna gamall og hann lést aðeins tólf ára eftir erfið veikindi. Hún segir gríðarlegt álag fylgja því að eiga langveikt barn. Foreldrar barnanna standi ekki aðeins þriðju vaktina heldur þá fjórðu líka. „Þú ert með algjörlega risastórt verkefni. Við vorum auðvitað á vaktinni twenty four seven. Alltaf. Allan sólarhringinn. Við vorum náttúrulega að gefa öll lyf. Við vorum komin með súrefniskúta heim. Ef við erum að tala um þriðju vaktina, þetta með hver á að skipuleggja skíðabuxurnar eða hvernig sem það er sagt, ég er ekki að gera lítið úr því, getur þú ímyndað þér hvernig það er að vera með einn í fjölskyldunni sem krefst stöðugs utanumhalds alveg sama á hvaða mælikvarða það er.“ Eygló hefur gert fjölda rannsókna og segir einkenni áfallastreitu geta verið merki um örmögnun hjá foreldrum langveikra barna. „Þú bara gengur upp að herðablöðum eða hvað sem við viljum kalla það. Þú vilt gefa barninu þínu bestu lífsmöguleika og lífsvæði sem þú getur. Ef þú ímyndar þér að þú værir í fjórum öðrum vinnum, svona sirka kannski, fer eftir því á hvaða stað barnið þitt er. Þetta er auðvitað bara full vinna að sinna þessu.“ Frá fundi Umhyggju í dag.Vísir/Sigurjón Þá telur hún brýnt að koma fólki til aðstoðar við þessar aðstæður sem fyrst. „Þegar börnin okkar koma inn í kerfið, alveg sama hvað þau eru greind með, þá þyrfti að vera einhvers konar miðlægt kerfi sem að grípur fjölskylduna. Síðan er bara mismunandi hvað hver og ein fjölskylda þarf út frá mismunandi ástandi. Þegar þú kemur inn þá flaggar eitthvað í kerfinu og kerfið tekur utan um þig. Þú átt ekki að þurfa að biðja um það.“ Heilbrigðismál Krabbamein Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Félagið Umhyggja stóð í dag fyrir málþingi um álag sem foreldrar langveikra barna búa við. Á meðal þeirra sem héldu erindi var Eygló Guðmundsdóttir sálfræðingur. Sonur hennar Benjamín greindist með krabbamein aðeins nokkurra vikna gamall og hann lést aðeins tólf ára eftir erfið veikindi. Hún segir gríðarlegt álag fylgja því að eiga langveikt barn. Foreldrar barnanna standi ekki aðeins þriðju vaktina heldur þá fjórðu líka. „Þú ert með algjörlega risastórt verkefni. Við vorum auðvitað á vaktinni twenty four seven. Alltaf. Allan sólarhringinn. Við vorum náttúrulega að gefa öll lyf. Við vorum komin með súrefniskúta heim. Ef við erum að tala um þriðju vaktina, þetta með hver á að skipuleggja skíðabuxurnar eða hvernig sem það er sagt, ég er ekki að gera lítið úr því, getur þú ímyndað þér hvernig það er að vera með einn í fjölskyldunni sem krefst stöðugs utanumhalds alveg sama á hvaða mælikvarða það er.“ Eygló hefur gert fjölda rannsókna og segir einkenni áfallastreitu geta verið merki um örmögnun hjá foreldrum langveikra barna. „Þú bara gengur upp að herðablöðum eða hvað sem við viljum kalla það. Þú vilt gefa barninu þínu bestu lífsmöguleika og lífsvæði sem þú getur. Ef þú ímyndar þér að þú værir í fjórum öðrum vinnum, svona sirka kannski, fer eftir því á hvaða stað barnið þitt er. Þetta er auðvitað bara full vinna að sinna þessu.“ Frá fundi Umhyggju í dag.Vísir/Sigurjón Þá telur hún brýnt að koma fólki til aðstoðar við þessar aðstæður sem fyrst. „Þegar börnin okkar koma inn í kerfið, alveg sama hvað þau eru greind með, þá þyrfti að vera einhvers konar miðlægt kerfi sem að grípur fjölskylduna. Síðan er bara mismunandi hvað hver og ein fjölskylda þarf út frá mismunandi ástandi. Þegar þú kemur inn þá flaggar eitthvað í kerfinu og kerfið tekur utan um þig. Þú átt ekki að þurfa að biðja um það.“
Heilbrigðismál Krabbamein Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira