Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. nóvember 2025 13:09 Ingibjörg Davíðsdóttir er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu Miðflokksins um öryggis- og varnarmál. Vísir/Vilhelm Þingflokkur Miðflokksins hefur lagt fram sína eigin þingsályktunartillögu um öryggis- og varnarmál þar sem lagt er til að varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland verði felld undir þjóðaröryggisstefnu landsins. Tillagan er á dagskrá þingfundar á eftir en líkt og kunnugt er sagði fulltrúi Miðflokksins sig frá vinnu samráðshóps þingmanna úr öllum flokkum sem sæti eiga á þingi, en tillögur samráðshópsins eru lagðar til grundvallar í fyrstu formlegu varnar- og öryggisstefnu fyrir Ísland sem utanríkisráðherra hefur boðað. Þingsályktunartillaga Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um fyrstu formlegu stefnu Íslands í varnar- og öryggismálum er komin til þingsins en hún felur í sér þrettán megináherslur, meðal annars um aukna þátttöku Íslands í starfi og verkefnum Atlantshafsbandalagsins, að efla varnarsamstarf við Bandaríkin og annað tvíhliða samstarf við bandalagsríki, og að styrkja þátttöku Íslands í svæðisbundnu samstarfi, einkum á Norðurslóðum. Tillagan er í megindráttum í fullu samræmi við þær fjórtán lykiláherslur sem samráðshópur þingmanna lagði til í skýrslu sem kynnt var í september og var lögð til grundvallar við vinnuna við varnar- og öryggisstefnuna sem utanríkisráðherra hefur boðað. Ingibjörg Davíðsdóttir, þingmaður og fyrrverandi sendiherra, var fulltrúi Miðflokksins í hópnum en sagði sig úr honum áður en niðurstöður þingmannahópsins voru kynntar. „Hann kemur mér fyrir sjónir eins og hálfgerð sýndarmennska þessi hópur. Ráðherrann er þegar búinn að ákveða hvernig þetta allt saman á að vera,“ sagði Ingibjörg í samtali við fréttastofu á sínum tíma þegar hún sagði sig úr hópnum. Nú hefur Miðflokkurinn sjálfur komið með sitt eigið útspil hvað þessi mál varðar í formi fyrrnefndar þingsályktunartillögu sem verður á dagskrá þingsins á eftir, en það er Ingibjörg sjálf sem er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Öryggis- og varnarstefna falli undir þjóðaröryggisstefnu „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að fella íslenska öryggis- og varnarstefnu inn í þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland sem samþykkt var af Alþingi 28. febrúar 2023. Stefnan verði órjúfanlegur hluti af þjóðaröryggisstefnunni, raunhæf og kostnaðarmetin og uppfærð með reglubundnum hætti að höfðu samráði við utanríkismálanefnd Alþingis og allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis,“ segir í þingsályktunartillögu Miðflokksins. Þess má geta að í tillögu utanríkisráðherra að stefnu í varnar- og öryggismálum er tekið fram að henni sé ætlað að vera „hluti þeirrar heildarmyndar sem þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland felur í sér og taki til hernaðarlegra áhættuþátta.“ Samkvæmt lögum er það hlutverk utanríkisráðherra að fara með yfirstjórn varnarmála og ber ábyrgð á mótun og framkvæmd stefnu í varnar- og öryggismálum Íslands á alþjóðavettvangi. Snorri Másson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Ingibjörg Davíðsdóttir eru meðal flutningsmanna tillögunnar ásamt öðrum úr þingflokki Miðflokksins.Vísir/Lýður Valberg Í greinargerð með tillögu Miðflokksins segir að litið hafi verið á þá stefnumótun í varnar- og öryggismálum sem fram hafi farið sem „verkefni á ábyrgð utanríkisráðherra.“ Það telja Miðflokksmenn vera „óeðlilega skipan“ en það er mat þingmannanna að mótun öryggis- og varnarstefnu eigi að vera hluti af gerð þjóðaröryggisstefnunnar. „Þótt erlend samskipti og hernaðarlegar varnir landsins skipti miklu er það áherslan á innra öryggi þjóðarinnar sem hlýtur að hafa forgang hjá stjórnvöldum. Skýrsla sú sem utanríkisráðherra með hópi þingmanna kynnti föstudaginn 12. september 2025 fjallar um ytri varnir, sem takmarkar gildi skýrslunnar þegar kemur að stefnumótandi vinnu um öryggi og varnir landsins,“ segir ennfremur í greinargerð Miðflokksins með tillögunni. Miðflokkurinn Öryggis- og varnarmál Alþingi Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Sjá meira
Þingsályktunartillaga Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um fyrstu formlegu stefnu Íslands í varnar- og öryggismálum er komin til þingsins en hún felur í sér þrettán megináherslur, meðal annars um aukna þátttöku Íslands í starfi og verkefnum Atlantshafsbandalagsins, að efla varnarsamstarf við Bandaríkin og annað tvíhliða samstarf við bandalagsríki, og að styrkja þátttöku Íslands í svæðisbundnu samstarfi, einkum á Norðurslóðum. Tillagan er í megindráttum í fullu samræmi við þær fjórtán lykiláherslur sem samráðshópur þingmanna lagði til í skýrslu sem kynnt var í september og var lögð til grundvallar við vinnuna við varnar- og öryggisstefnuna sem utanríkisráðherra hefur boðað. Ingibjörg Davíðsdóttir, þingmaður og fyrrverandi sendiherra, var fulltrúi Miðflokksins í hópnum en sagði sig úr honum áður en niðurstöður þingmannahópsins voru kynntar. „Hann kemur mér fyrir sjónir eins og hálfgerð sýndarmennska þessi hópur. Ráðherrann er þegar búinn að ákveða hvernig þetta allt saman á að vera,“ sagði Ingibjörg í samtali við fréttastofu á sínum tíma þegar hún sagði sig úr hópnum. Nú hefur Miðflokkurinn sjálfur komið með sitt eigið útspil hvað þessi mál varðar í formi fyrrnefndar þingsályktunartillögu sem verður á dagskrá þingsins á eftir, en það er Ingibjörg sjálf sem er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Öryggis- og varnarstefna falli undir þjóðaröryggisstefnu „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að fella íslenska öryggis- og varnarstefnu inn í þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland sem samþykkt var af Alþingi 28. febrúar 2023. Stefnan verði órjúfanlegur hluti af þjóðaröryggisstefnunni, raunhæf og kostnaðarmetin og uppfærð með reglubundnum hætti að höfðu samráði við utanríkismálanefnd Alþingis og allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis,“ segir í þingsályktunartillögu Miðflokksins. Þess má geta að í tillögu utanríkisráðherra að stefnu í varnar- og öryggismálum er tekið fram að henni sé ætlað að vera „hluti þeirrar heildarmyndar sem þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland felur í sér og taki til hernaðarlegra áhættuþátta.“ Samkvæmt lögum er það hlutverk utanríkisráðherra að fara með yfirstjórn varnarmála og ber ábyrgð á mótun og framkvæmd stefnu í varnar- og öryggismálum Íslands á alþjóðavettvangi. Snorri Másson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Ingibjörg Davíðsdóttir eru meðal flutningsmanna tillögunnar ásamt öðrum úr þingflokki Miðflokksins.Vísir/Lýður Valberg Í greinargerð með tillögu Miðflokksins segir að litið hafi verið á þá stefnumótun í varnar- og öryggismálum sem fram hafi farið sem „verkefni á ábyrgð utanríkisráðherra.“ Það telja Miðflokksmenn vera „óeðlilega skipan“ en það er mat þingmannanna að mótun öryggis- og varnarstefnu eigi að vera hluti af gerð þjóðaröryggisstefnunnar. „Þótt erlend samskipti og hernaðarlegar varnir landsins skipti miklu er það áherslan á innra öryggi þjóðarinnar sem hlýtur að hafa forgang hjá stjórnvöldum. Skýrsla sú sem utanríkisráðherra með hópi þingmanna kynnti föstudaginn 12. september 2025 fjallar um ytri varnir, sem takmarkar gildi skýrslunnar þegar kemur að stefnumótandi vinnu um öryggi og varnir landsins,“ segir ennfremur í greinargerð Miðflokksins með tillögunni.
Miðflokkurinn Öryggis- og varnarmál Alþingi Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Sjá meira