Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Smári Jökull Jónsson skrifa 4. nóvember 2025 14:50 Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri. Vísir/Ívar Fannar Borgarstjóri segir það gleðiefni að útkomuspá ársins 2025 sé komin á núllið án þess að skerða þjónustu borgarbúa. Hún segir engan kosningabrag vera á fjármálaáætlun borgarinnar sem kynnt var í dag. „Þetta er bratt, við erum að fara í miklar launahækkanir og við viljum ekki gera það með því að draga úr þjónustu. Þvert á móti viljum við styrkja og styðja betur við starfsemi borgarinnar, betri stuðning við borgarbúa,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri. Í hádeginu kynnti Heiða Björg fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir 2026 og áætlun fyrir fimm ára tímabilið til 2030. Í fjárhagsáætluninni fyrir árið 2026 er gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaða veðri jákvæð um 18,7 milljarða króna. Árin þar á eftir er gert ráð fyrir batnandi afkomu. „Ég hef verið að vinna í þessari fjárhagsáætlun í marga mánuði, það sem gleður mig er að sjá árangurinn af því og þá sérstaklega útkomuspá þessa árs sem er komin á núllið,“ segir Heiða Björg. Hún segir að enginn kosningabragur sé yfir fjárhagsáætluninni, það sé ekki stíll þeirra sem sitja í meirihluta. „Það er ekki svo flókið að reka sveitarfélag með árangri með því að draga úr þjónustu en við erum ekki að gera það,“ segir hún. „Við sýnum ábyrgð en við erum ekki að sýna einhverjar sveiflur eða niðurskurð sem sýnir meiri afgang. Við erum að sýna ábyrgð í rekstri.“ Fjármálareglurnar skiluðu árangri Heiða Björg segir það einnig gleðiefni að árangur fjármálareglna sem borgarstjórn setti í kjölfar heimsfaraldursins sé kominn í hús fyrr en búist var við. „Það er ótrúlega gleðilegt að sjá núna að það er að takast og það er að takast fyrr heldur en við áætluðum síðan þegar við endurskoðuðum þær árið 2023. Það sýnir sterkan rekstur, það sýnir að við getum staðið undir fjárfestingum, það sýnir að við getum staðið undir því sem að við getum sett okkur og það eru engin hik á okkur.“ Engar blikur séu á lofti um að utanaðkomandi vendingar, líkt og fall Play, hafi áhrif á rekstur borgarinnar. „Reykjavík er auðvitað risastórt fyrirtæki og allir utanaðkomandi þættir hafa áhrif á okkur líkt og vaxtastig og verðbólga. Allt þetta hefur áhrif og við erum auðvitað alltaf að fylgjast með því. Ennþá eru engar blikur á lofti eða engin merki um að þetta hafi áhrif, en ef það kemur til þess þá að sjálfsögðu bregðumst við við því.“ Borgarstjórn Reykjavík Rekstur hins opinbera Efnahagsmál Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
„Þetta er bratt, við erum að fara í miklar launahækkanir og við viljum ekki gera það með því að draga úr þjónustu. Þvert á móti viljum við styrkja og styðja betur við starfsemi borgarinnar, betri stuðning við borgarbúa,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri. Í hádeginu kynnti Heiða Björg fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir 2026 og áætlun fyrir fimm ára tímabilið til 2030. Í fjárhagsáætluninni fyrir árið 2026 er gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaða veðri jákvæð um 18,7 milljarða króna. Árin þar á eftir er gert ráð fyrir batnandi afkomu. „Ég hef verið að vinna í þessari fjárhagsáætlun í marga mánuði, það sem gleður mig er að sjá árangurinn af því og þá sérstaklega útkomuspá þessa árs sem er komin á núllið,“ segir Heiða Björg. Hún segir að enginn kosningabragur sé yfir fjárhagsáætluninni, það sé ekki stíll þeirra sem sitja í meirihluta. „Það er ekki svo flókið að reka sveitarfélag með árangri með því að draga úr þjónustu en við erum ekki að gera það,“ segir hún. „Við sýnum ábyrgð en við erum ekki að sýna einhverjar sveiflur eða niðurskurð sem sýnir meiri afgang. Við erum að sýna ábyrgð í rekstri.“ Fjármálareglurnar skiluðu árangri Heiða Björg segir það einnig gleðiefni að árangur fjármálareglna sem borgarstjórn setti í kjölfar heimsfaraldursins sé kominn í hús fyrr en búist var við. „Það er ótrúlega gleðilegt að sjá núna að það er að takast og það er að takast fyrr heldur en við áætluðum síðan þegar við endurskoðuðum þær árið 2023. Það sýnir sterkan rekstur, það sýnir að við getum staðið undir fjárfestingum, það sýnir að við getum staðið undir því sem að við getum sett okkur og það eru engin hik á okkur.“ Engar blikur séu á lofti um að utanaðkomandi vendingar, líkt og fall Play, hafi áhrif á rekstur borgarinnar. „Reykjavík er auðvitað risastórt fyrirtæki og allir utanaðkomandi þættir hafa áhrif á okkur líkt og vaxtastig og verðbólga. Allt þetta hefur áhrif og við erum auðvitað alltaf að fylgjast með því. Ennþá eru engar blikur á lofti eða engin merki um að þetta hafi áhrif, en ef það kemur til þess þá að sjálfsögðu bregðumst við við því.“
Borgarstjórn Reykjavík Rekstur hins opinbera Efnahagsmál Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira