Ferðamenn hljóti að gera grín af Íslendingum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. maí 2025 20:01 Magnús Skúlason arkitekt furðar sig á forljótum varðturnum. vísir/Lýður Valberg Arkitekt segir stærðarinnar varðturna í miðborginni vægast sagt hallærislega. Hann botnar ekkert í hönnuninni og segist aldrei hafa séð annað eins. Ýmsir íbúar miðbæjarins ráku upp stór augu á dögunum þegar að þessi forljóti varðturn blasti skyndilega við. Óhætt er að segja að skiptar skoðanir eru á honum. Um er að ræða tvo varðturna, einn við Hallgrímskirkju og annan neðarlega á Skólavörðustíg en þeir eru á vegum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið er að sporna gegn aukinni tíðni vasaþjófa á vinsælum ferðamannasvæðum. Mikil umræða skapaðist um umrædda turna á íbúasíðu miðborgarinnar. Ýmsir líta þetta sem tímabæra vörn gegn lævísum þjófum á meðan aðrir súpa hveljur vegna útlits þeirra. Magnús Skúlason arkitekt sem býr í miðborginni undrar sig, eins og ýmsir aðrir, á hönnun turnanna eða öllu heldur skorti á hönnun. „Ég veit ekki hvað á að segja, mér finnst hann hallærislegur, vægast sagt til að byrja með. Ég botna ekkert í svona hönnun. Ég er dálítið viðkvæmur fyrir götugagni og það þarf að vanda til þeirra.“ Magnús segir engan vanda að hanna turnanna betur og nefnir sem dæmi ruslatunnur á svæðinu og jafnvel almenningsklósett sem fellur ágætlega við umhverfið. Dregur þetta þá of mikla athygli að sér? „Já sökum ljótleika hlítur það að gera það. Og fólk lítur bara undan. Sjá þetta bera í kirkjuna og náttúruna hérna. Mér finnst þessi hönnun eiginlega með ólíkindum.“ Magnús spyr hvort að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir þessu og segist aldrei hafa séð annað eins hér á landi eða erlendis. Hvernig áhrif heldurðu að þetta hafi á íbúa og ferðamenn hérna á svæðinu? „Ég held að þeir hljóti bara að gera svolítið grín af okkur Íslendingum fyrir að setja svona upp,“ segir hann og hlær og bætir við: „Eina bótin er að þetta sé afturkræf aðgerð, við getum huggað okkur við það.“ Lögreglumál Ferðaþjónusta Reykjavík Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Ýmsir íbúar miðbæjarins ráku upp stór augu á dögunum þegar að þessi forljóti varðturn blasti skyndilega við. Óhætt er að segja að skiptar skoðanir eru á honum. Um er að ræða tvo varðturna, einn við Hallgrímskirkju og annan neðarlega á Skólavörðustíg en þeir eru á vegum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið er að sporna gegn aukinni tíðni vasaþjófa á vinsælum ferðamannasvæðum. Mikil umræða skapaðist um umrædda turna á íbúasíðu miðborgarinnar. Ýmsir líta þetta sem tímabæra vörn gegn lævísum þjófum á meðan aðrir súpa hveljur vegna útlits þeirra. Magnús Skúlason arkitekt sem býr í miðborginni undrar sig, eins og ýmsir aðrir, á hönnun turnanna eða öllu heldur skorti á hönnun. „Ég veit ekki hvað á að segja, mér finnst hann hallærislegur, vægast sagt til að byrja með. Ég botna ekkert í svona hönnun. Ég er dálítið viðkvæmur fyrir götugagni og það þarf að vanda til þeirra.“ Magnús segir engan vanda að hanna turnanna betur og nefnir sem dæmi ruslatunnur á svæðinu og jafnvel almenningsklósett sem fellur ágætlega við umhverfið. Dregur þetta þá of mikla athygli að sér? „Já sökum ljótleika hlítur það að gera það. Og fólk lítur bara undan. Sjá þetta bera í kirkjuna og náttúruna hérna. Mér finnst þessi hönnun eiginlega með ólíkindum.“ Magnús spyr hvort að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir þessu og segist aldrei hafa séð annað eins hér á landi eða erlendis. Hvernig áhrif heldurðu að þetta hafi á íbúa og ferðamenn hérna á svæðinu? „Ég held að þeir hljóti bara að gera svolítið grín af okkur Íslendingum fyrir að setja svona upp,“ segir hann og hlær og bætir við: „Eina bótin er að þetta sé afturkræf aðgerð, við getum huggað okkur við það.“
Lögreglumál Ferðaþjónusta Reykjavík Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira