„Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. maí 2025 19:13 Guðrún Eva er ráðalaus vegna aðstæða sonar síns sem fær ekki viðeigandi aðstoð. Stöð 2 Móðir fimmtán ára drengs með þroskaröskun óttast um líf hans en hún segir fjölskylduna allsstaðar koma að lokuðum dyrum. Hún segir son sinn hættulegan sjálfum sér og öðrum og óttast um öryggi hans sem og fjölskyldu sinnar. Guðrún Eva Jónsdóttir er móðir hins fimmtán ára gamla Hjartar Hlíðars. Hann er með ódæmigerða einhverfu og mikla þroskaröskun og hefur þurft á sérstökum stuðning að halda í skóla. Guðrún ræddi við fréttastofu fyrir fjórum árum þegar Hirti þá tólf ára, var synjað um skólavist. Nú er hann orðinn fimmtán ára gamall og mjög andlega veikur og segir Guðrún hann þurfa á aðstoð Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans að halda. Það hafi hins vegar reynst þrautinni þyngri að tryggja honum það úrræði og eftir að hafa ráðist á lögregluþjón var hann vistaður á Stuðla. „Stuðlar er meðferðarrúrræði fyrir börn undir átján ára eldri sem eru í neyslu. Hvers vegna var hann sendur þangað? Af því að það voru ekki til nein önnur úrræði og þeir lofuðu því að hann kæmist inn á BUGL strax daginn eftir því hann er hættulegur sjálfum sér og öðrum. Hann er núna í október búinn að stela bíl mínum og eyðileggja hann, þar til dæmis hefði hann getað verið búinn að skaða marga og nokkrum sinnum eftir það líka,“ segir Guðrún. „Enn og aftur þarf ég að ljúga að barninu mínu að hann þurfi bara að bíða hér í smá tíma því ég og amma þín erum að fara niður á spítala á fund og við ætlum að bjarga þér í læknishendur. Barnið mitt brotnar í viðurvist þriggja ef ekki fjögurra starfsmanna þarna og öskrar: „Mamma hjálpaðu mér hjálpaðu mér hjálpaðu mér, ég vil bara hjálp ég drep mig ég drep mig ég drep mig ég drep mig.“ Hjörtur hafi brugðist illa við því að frekari aðstoð væri ekki í boði og segir Guðrún son sinn þá hafa verið beittan mikilli hörku, auk þess sem hann hafi ekki fengið lyfin sín og upplifað mikil fráhvarfseinkenni. „Á meðan það var beðið eftir sjúkrabíl þá grýtti lögreglan honum inn í sjúkrabíl og læsti og svo bankar hann og bankar og bankar á hurðina því hann þurfti svo mikið að æla. Fyrir utan sjálfsmorðshugleiðingarnar þá er barnið mitt í bullandi fráhvörfum af lyfjunum sem hann þarf að vera á en það opnar enginn fyrir honum og hann þarf að æla út um allt þarna inni. Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Hún lýsir fálæti kerfisins gagnvart syni sínum og segist ráðþrota vegna málsins. Foreldrar hennar aðstoði og hafi tekið Hjört að sér, tímabundið. „Nú sitja foreldrarnir mínir heima, því ég get ekki tekið hann, því mér ber að vernda tvö önnur börn líka og við eigum bara að bíða eftir næsta kasti og hvað skeður þá?“ Hún segir kerfið bjóða sér upp á tvo kosti, taka son sinn að sér, eða: „Eða ákveða það ha, vera með hin börnin mín og setja hann út á götu, því það ætlar enginn að taka hann. Ég er með pappíra þar sem er sagt að hann á ekki heima í þessu úrræði og ekki þessu.“ Geðheilbrigði Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Einhverfa Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Guðrún Eva Jónsdóttir er móðir hins fimmtán ára gamla Hjartar Hlíðars. Hann er með ódæmigerða einhverfu og mikla þroskaröskun og hefur þurft á sérstökum stuðning að halda í skóla. Guðrún ræddi við fréttastofu fyrir fjórum árum þegar Hirti þá tólf ára, var synjað um skólavist. Nú er hann orðinn fimmtán ára gamall og mjög andlega veikur og segir Guðrún hann þurfa á aðstoð Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans að halda. Það hafi hins vegar reynst þrautinni þyngri að tryggja honum það úrræði og eftir að hafa ráðist á lögregluþjón var hann vistaður á Stuðla. „Stuðlar er meðferðarrúrræði fyrir börn undir átján ára eldri sem eru í neyslu. Hvers vegna var hann sendur þangað? Af því að það voru ekki til nein önnur úrræði og þeir lofuðu því að hann kæmist inn á BUGL strax daginn eftir því hann er hættulegur sjálfum sér og öðrum. Hann er núna í október búinn að stela bíl mínum og eyðileggja hann, þar til dæmis hefði hann getað verið búinn að skaða marga og nokkrum sinnum eftir það líka,“ segir Guðrún. „Enn og aftur þarf ég að ljúga að barninu mínu að hann þurfi bara að bíða hér í smá tíma því ég og amma þín erum að fara niður á spítala á fund og við ætlum að bjarga þér í læknishendur. Barnið mitt brotnar í viðurvist þriggja ef ekki fjögurra starfsmanna þarna og öskrar: „Mamma hjálpaðu mér hjálpaðu mér hjálpaðu mér, ég vil bara hjálp ég drep mig ég drep mig ég drep mig ég drep mig.“ Hjörtur hafi brugðist illa við því að frekari aðstoð væri ekki í boði og segir Guðrún son sinn þá hafa verið beittan mikilli hörku, auk þess sem hann hafi ekki fengið lyfin sín og upplifað mikil fráhvarfseinkenni. „Á meðan það var beðið eftir sjúkrabíl þá grýtti lögreglan honum inn í sjúkrabíl og læsti og svo bankar hann og bankar og bankar á hurðina því hann þurfti svo mikið að æla. Fyrir utan sjálfsmorðshugleiðingarnar þá er barnið mitt í bullandi fráhvörfum af lyfjunum sem hann þarf að vera á en það opnar enginn fyrir honum og hann þarf að æla út um allt þarna inni. Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Hún lýsir fálæti kerfisins gagnvart syni sínum og segist ráðþrota vegna málsins. Foreldrar hennar aðstoði og hafi tekið Hjört að sér, tímabundið. „Nú sitja foreldrarnir mínir heima, því ég get ekki tekið hann, því mér ber að vernda tvö önnur börn líka og við eigum bara að bíða eftir næsta kasti og hvað skeður þá?“ Hún segir kerfið bjóða sér upp á tvo kosti, taka son sinn að sér, eða: „Eða ákveða það ha, vera með hin börnin mín og setja hann út á götu, því það ætlar enginn að taka hann. Ég er með pappíra þar sem er sagt að hann á ekki heima í þessu úrræði og ekki þessu.“
Geðheilbrigði Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Einhverfa Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent