Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. maí 2025 22:06 Dagbjört Hákonardóttir þingkona Samfylkingarinnar segir það ekki koma til greina að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar segir það ekki þjóna neinum tilgangi að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Milliríkjasamtalið þurfi að vera virkt „ekki síst ef við viljum hjálpa flóttafólki frá Gasa.“ Í færslu á samfélagsmiðlum segir Dagbjört Hákonardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, að það sé aldagömul hefð að viðhalda stjórnmálasambandi, ekki síst á ófriðartímum. Ísland hafi til að mynda ekki slitið stjórnmálasambandi við Rússland. Þess er þó vert að geta að Ísland lagði niður starfsemi sendiráðsins í Rússlandi árið 2023. „Það myndi líka draga úr vægi sjálfstæðrar greinargerðar Íslands til Alþjóðadómstólsins í Haag þar sem skyldur Ísrael sem hernámsþjóðar eru skýrt áréttaðar af okkar hálfu,“ segir hún. Forgangsröðun stjórnvalda hvað þetta varðar sé skýr. „Við köllum eftir varanlegu vopnahléi á Gaza og að mannúðaraðstoð berist inn á svæðið. Til lengri tíma þarf Ísland áfram að tala fyrir tveggja ríkja lausninni í samheldni við okkar helstu samstarfsríki,“ segir Dagbjört. Stjórnvöld í Suður-Afríku stefndu Ísrael fyrir alþjóðadómstólnum fyrir brot á lögum um þjóðarmorð. Í því sambandi segir Dagbjört mikilvægt að því sé haldið til haga að ekkert samstarfsríki Íslands hafi kært sig inn í málið. Spánn og Írlandi hafi skilað greinarferð um túlkun þeirra á samningnum en taki þar með enga afstöðu, hvorki með né á móti málsaðilum. „Það er okkar grundvallarafstaða að við treystum dómstólnum og höfum kallað eftir því að Ísrael virði bráðabirgðaráðstafanir dómstólsins. Núna er mikilvægast að einblína á aðgerðir sem við teljum geta haft meiri áhrif, þar með talið samtal við samstarfsríki um að auka pressu á ísraelsk stjórnvöld að snúa af þessari vegferð og virða alþjóðalög,“ segir Dagbjört. Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira
Í færslu á samfélagsmiðlum segir Dagbjört Hákonardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, að það sé aldagömul hefð að viðhalda stjórnmálasambandi, ekki síst á ófriðartímum. Ísland hafi til að mynda ekki slitið stjórnmálasambandi við Rússland. Þess er þó vert að geta að Ísland lagði niður starfsemi sendiráðsins í Rússlandi árið 2023. „Það myndi líka draga úr vægi sjálfstæðrar greinargerðar Íslands til Alþjóðadómstólsins í Haag þar sem skyldur Ísrael sem hernámsþjóðar eru skýrt áréttaðar af okkar hálfu,“ segir hún. Forgangsröðun stjórnvalda hvað þetta varðar sé skýr. „Við köllum eftir varanlegu vopnahléi á Gaza og að mannúðaraðstoð berist inn á svæðið. Til lengri tíma þarf Ísland áfram að tala fyrir tveggja ríkja lausninni í samheldni við okkar helstu samstarfsríki,“ segir Dagbjört. Stjórnvöld í Suður-Afríku stefndu Ísrael fyrir alþjóðadómstólnum fyrir brot á lögum um þjóðarmorð. Í því sambandi segir Dagbjört mikilvægt að því sé haldið til haga að ekkert samstarfsríki Íslands hafi kært sig inn í málið. Spánn og Írlandi hafi skilað greinarferð um túlkun þeirra á samningnum en taki þar með enga afstöðu, hvorki með né á móti málsaðilum. „Það er okkar grundvallarafstaða að við treystum dómstólnum og höfum kallað eftir því að Ísrael virði bráðabirgðaráðstafanir dómstólsins. Núna er mikilvægast að einblína á aðgerðir sem við teljum geta haft meiri áhrif, þar með talið samtal við samstarfsríki um að auka pressu á ísraelsk stjórnvöld að snúa af þessari vegferð og virða alþjóðalög,“ segir Dagbjört.
Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira