Innlent

Brott­vísun Os­cars, skortur á kven­hökkurum og hund­gamall hestur

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Kærunefnd útlendingamála hefur hafnað því að taka umsókn hins sautján ára Oscars Anders Florez Bocanegra um landvistarleyfi til efnislegrar meðferðar. Honum verður því að óbreyttu vísað einum úr landi og til Kólumbíu í upphafi júní. 

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við fósturforeldra Oscars, en þau segja hann sendan út í opinn dauðann í Kólumbíu.

Í kvöldfréttum segjum við einnig frá alvarlegum skorti á mat og öðrum nauðsynjum á Gasa og ræðum við framkvæmdastjóra Unicef á Íslandi um málið. Við sjáum þá hversu stór hluti þjóðarinnar er duglegur að borða hollt, og eftir atvikum sleppa óhollustunni.

Við kynnum okkur áhugaverðan hakkara-viðburð í Háskólanum í Reykjavík, sjáum þegar Steinn á Esjunni var reistur við, og hittum fyrir elsta hest Íslands. 

Þá er farið um víðan völl í Sportpakkanum, allt frá umspili um sæti í ensku úrvalsdeildinni og Ítalíumeistara Napólí, yfir í Formúlu 1 og Evrópudeildina í handbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×