40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. maí 2025 20:04 Göngugarparnir á Sólheimum, Kristján Atli og Reynir Pétur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjörutíu ár eru í dag, 25. maí frá því að Reynir Pétur Steinunnarson á Sólheimum í Grímsnesi hóf Íslandsgöngu sína þá 36 ára gamall en hann gekk hringinn í kringum landið til að safna fyrir íþróttahúsi á Sólheimum . Félagi hans á Sólheimum, Kristján Atli Sævarsson ætlar að ganga Vestfirðina í sumar og safna fyrir nýjum brennsluofni á Sólheimum. Reynir Pétur, sem verður 76 ára í haust er alltaf svo ánægður á Sólheimum. Hann gengur ekki eins mikið og hann gerði en fer um allt hjólandi eða á skutlunni sinni. Honum finnst ótrúlegt að það séu komin 40 ár frá Íslandsgöngunni. „Það liggur við að segja að þetta getur ekki verið en það er víst sannleikurinn. Ég er mjög stoltur af göngunni, þú getur rétt ímyndað þér“, segir Reynir Pétur hlæjandi og bætir við. „Það eru ekki margir 36 ára gamlir, sem fara í dag í kringum landið gangandi, hvað eru þeir margir, engin í dag. Gangan gaf mér svo mikið feitan bita. Ég held að þetta sé ein af bestu gjöfunum. Ég verð bara sveim mér þá að segja það á minni lífsbraut. Kristján Atli vinur Reynis Péturs á Sólheimum ætlar að ganga Vestfirðina í sumar og safna fyrir nýjum brennsluofni fyrir leirgerðina „Þetta eru rúmlega 625 kílómetrar og ég ætla að taka þá á svona tveimur vikum. Ég er búin að æfa mig mjög vel því ég geng svona 10 til 20 kílómetra á dag,“ segir Kristján Atli. Vestfjarðagangan 2025 er gangan, sem Kristján Atli gengur í sumar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mamma Kristjáns, Anna Gísladóttir, ætlar að fylgja honum alla leið og sjá til þess að hann nærist og hvílist vel í göngunni en það eru gististaðir og fyrirtæki að styrkja Kristján með gistingu. „Þetta er svolítið langt en hann er búin að æfa sig mikið, tvö ár búin að vera að æfa sig,“ segir Anna. Heldur þú að hann nái ekki að safna léttilega fyrir þessum ofni? „Jú, ég ætla að vona að honum takist það.“ Anna þeim þeim Reynir Pétri og Kristjáni Atla syni sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kristján Atli leggur af stað í Vestfjarðagönguna sína frá Hólmavík 19. júní, sem er alls um 620 kílómetrar og ætlar sér að ganga 40 til 50 kílómetra á dag. Hann mun ljúka göngunni 2. júlí ef allt gengur upp. Kristján Atli ætlar með göngunni sinni að safna fyrir nýjum leirkerabrennsluofni á Sólheimum en núverandi ofan er allt of lítill. Hann gerir mikið af fallegum leirmunum og segir bráðnauðsynlegt að fá stærri ofn á staðinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða Kristjáns Atla Kristján er líka á Instagram Grímsnes- og Grafningshreppur Málefni fatlaðs fólks Ástin og lífið Tímamót Sólheimar í Grímsnesi Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir engum hyglað með breyttu plani Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Sjá meira
Reynir Pétur, sem verður 76 ára í haust er alltaf svo ánægður á Sólheimum. Hann gengur ekki eins mikið og hann gerði en fer um allt hjólandi eða á skutlunni sinni. Honum finnst ótrúlegt að það séu komin 40 ár frá Íslandsgöngunni. „Það liggur við að segja að þetta getur ekki verið en það er víst sannleikurinn. Ég er mjög stoltur af göngunni, þú getur rétt ímyndað þér“, segir Reynir Pétur hlæjandi og bætir við. „Það eru ekki margir 36 ára gamlir, sem fara í dag í kringum landið gangandi, hvað eru þeir margir, engin í dag. Gangan gaf mér svo mikið feitan bita. Ég held að þetta sé ein af bestu gjöfunum. Ég verð bara sveim mér þá að segja það á minni lífsbraut. Kristján Atli vinur Reynis Péturs á Sólheimum ætlar að ganga Vestfirðina í sumar og safna fyrir nýjum brennsluofni fyrir leirgerðina „Þetta eru rúmlega 625 kílómetrar og ég ætla að taka þá á svona tveimur vikum. Ég er búin að æfa mig mjög vel því ég geng svona 10 til 20 kílómetra á dag,“ segir Kristján Atli. Vestfjarðagangan 2025 er gangan, sem Kristján Atli gengur í sumar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mamma Kristjáns, Anna Gísladóttir, ætlar að fylgja honum alla leið og sjá til þess að hann nærist og hvílist vel í göngunni en það eru gististaðir og fyrirtæki að styrkja Kristján með gistingu. „Þetta er svolítið langt en hann er búin að æfa sig mikið, tvö ár búin að vera að æfa sig,“ segir Anna. Heldur þú að hann nái ekki að safna léttilega fyrir þessum ofni? „Jú, ég ætla að vona að honum takist það.“ Anna þeim þeim Reynir Pétri og Kristjáni Atla syni sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kristján Atli leggur af stað í Vestfjarðagönguna sína frá Hólmavík 19. júní, sem er alls um 620 kílómetrar og ætlar sér að ganga 40 til 50 kílómetra á dag. Hann mun ljúka göngunni 2. júlí ef allt gengur upp. Kristján Atli ætlar með göngunni sinni að safna fyrir nýjum leirkerabrennsluofni á Sólheimum en núverandi ofan er allt of lítill. Hann gerir mikið af fallegum leirmunum og segir bráðnauðsynlegt að fá stærri ofn á staðinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða Kristjáns Atla Kristján er líka á Instagram
Grímsnes- og Grafningshreppur Málefni fatlaðs fólks Ástin og lífið Tímamót Sólheimar í Grímsnesi Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir engum hyglað með breyttu plani Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Sjá meira