Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar 20. maí 2025 20:02 Ein rótgrónasta vintage fatabúð miðborgarinnar Gyllti kötturinn hefur nýverið tilkynnt flótta sinn úr Austurstræti yfir á Fiskislóð. Þetta er ekki einstakt tilvik heldur hluti af langvarandi þróun sem æ fleiri taka eftir. Þróun þar sem verslanir, sem eitt sinn einkenndu miðborgina, voru hluti af sögu hennar og gerðu hana lifandi og manneskjulega, hverfa hver af annarri. Einu sinni var að finna pósthús, apótek og allskyns verslanir og þjónustu í miðbænum en það hefur ört breyst. Ég elska Gyllta köttinn. Þar hef ég klappað Bakkusi miðbæjarkettinum víðfræga og keypt marga tímalausa kjóla. Það er því sárt að sjá hana hverfa úr hjarta borgarinnar vegna tillitsleysis og yfirgangs borgaryfirvalda gagnvart rekstraraðilum. Í Austurstræti hafa árum saman staðið risastór steypuklumpaskilti í bílastæðum fyrir framan búðina. Þau eru ekki sett upp til að fegra götumyndina, heldur einungis til að loka bílastæðum sem eru skuggamegin í þokkabót. Ég hef fengið fjölmargar kvartanir frá veitinga- og verslunarfólki í hverfinu vegna þessa og í kjölfarið bæði vakið máls á þessu í Borgarráði og lagt fram tillögu um að steypuskilti verði fjarlægð og stæðin gerð aðgengileg. Tillagan hefur ekki verið afgreidd. Að meirihlutinn skuli kjósa það að festa steypuklumpa í götumyndina í stað þess að hlusta á rekstraraðila, er lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi og smáum rekstri. Stefnan um steypuklumpa í bílastæðum Fyrir ári síðan var ég með stóra könnun á upplifun íbúa á þeim breytingum sem hafa orðið á bílastæðamálum undanfarin ár. Í könnuninni, sem meirihlutinn hefur í heilt ár frestað umræðu um í Borgarstjórn, kom skýrt fram að margir veigra sér við að sækja verslanir þar sem aðgengi er lélegt eða kostnaðarsamt að leggja bílnum. Og það þarf ekki einu sinni könnun til að sjá það: aðgengi skiptir máli. Það er ekki bara þessi eina verslun sem hefur flúið miðborgina. Guðsteinn Eyjólfsson, ein elsta herrafataverslun landsins, flutti frá Laugavegi í Ármúla eftir rúmlega 100 ára starf í miðborginni. Herrahúsið fór sömu leið – eftir hálfa öld á Laugavegi. Verslunin Kúnígúnd sameinaði starfsemi sína í Kringlunni eftir 37 ár í miðbænum og Frank Michelsen, úrsmiður, lokaði eftir 76 ára viðveru á Laugavegi og færði sig á Hafnartorg þar sem verslunin er beint fyrir ofan bílakjallarann. Þessar verslanir voru vörður í sögu götumyndarinnar sem hafa horfið – ekki vegna þess að viðskiptin eru ekki til staðar, heldur vegna þess að rekstrarskilyrðin versna með hverju árinu. Veri það vegna götuframkvæmda sem dragast óheyrilega á langinn þar sem rekstraraðilar fá litlar sem engar upplýsingar eða hálfdrættings götulokanir og steypuklumpaskilti í bílastæðum. Og ekki bara skilti því víða er búið að koma fyrir steypuklumpa-blómapottum í bílastæðum í miðbænum. Tilgangurinn er ekki að útbúa setusvæði heldur einungis að torvelda aðgengi. En steypuklumpa-blómapottanna má finna í fleiri hverfum. Erlendis tíðkast að planta trjám á gangstéttarhornum en í Reykjavík eru víða geymdir risastórir steypuklumpa-blómapottar með engu nema mold meirihluta ársins. Reglulegar fréttir af fyrirtækjum á flótta er ekki tilviljun Sumir vilja gera lítið úr þessum flótta og segja upplifun og frásagnir verslunarrekanda ekki gjaldgengar enda samræmast þær ekki trú þeirra sem sem síst vilja horfast í augu við þessa þróun. En þegar sjálfstæðar verslanir með langa sögu á svæðinu hverfa hver af fætur annarri þangað sem aðgengi er betra þá er ljóst að eitthvað er bogið. Í stað þess að hlusta á rekstraraðila og taka tillit til þeirra eru þeir snuðaðir. Ábendingar þeirra og ákall eftir samvinnu við borgina er afgreitt sem marklaust raus, ef ekki bara pólitísk pilla gegn réttlátum valdboðurum. Þegar meirihlutinn kýs að festa steypuklumpa í götumyndina í stað þess að hlusta á rekstraraðila, þá er það lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi og smáum rekstri. Það er sárt að sjá. Því þetta snýst ekki bara um bílastæði. Þetta snýst um framtíð miðborgarinnar. Hvort við viljum að hún sé lifandi, fjölbreytt og aðlaðandi – eða hvort hún verði áfram vettvangur steypuklumpa, einsleitinna lundabúða og tómra verslunarrýma. Það er hægt að snúa þessari þróun við. En það krefst þess að við förum að hlusta á rekstraraðila, taka mark á þeim og taka tillit til fjölbreytilegra þarfa þeirra og í guðanna bænum fjarlægjum þessa steypuklumpa. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Verslun Skipulag Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Ein rótgrónasta vintage fatabúð miðborgarinnar Gyllti kötturinn hefur nýverið tilkynnt flótta sinn úr Austurstræti yfir á Fiskislóð. Þetta er ekki einstakt tilvik heldur hluti af langvarandi þróun sem æ fleiri taka eftir. Þróun þar sem verslanir, sem eitt sinn einkenndu miðborgina, voru hluti af sögu hennar og gerðu hana lifandi og manneskjulega, hverfa hver af annarri. Einu sinni var að finna pósthús, apótek og allskyns verslanir og þjónustu í miðbænum en það hefur ört breyst. Ég elska Gyllta köttinn. Þar hef ég klappað Bakkusi miðbæjarkettinum víðfræga og keypt marga tímalausa kjóla. Það er því sárt að sjá hana hverfa úr hjarta borgarinnar vegna tillitsleysis og yfirgangs borgaryfirvalda gagnvart rekstraraðilum. Í Austurstræti hafa árum saman staðið risastór steypuklumpaskilti í bílastæðum fyrir framan búðina. Þau eru ekki sett upp til að fegra götumyndina, heldur einungis til að loka bílastæðum sem eru skuggamegin í þokkabót. Ég hef fengið fjölmargar kvartanir frá veitinga- og verslunarfólki í hverfinu vegna þessa og í kjölfarið bæði vakið máls á þessu í Borgarráði og lagt fram tillögu um að steypuskilti verði fjarlægð og stæðin gerð aðgengileg. Tillagan hefur ekki verið afgreidd. Að meirihlutinn skuli kjósa það að festa steypuklumpa í götumyndina í stað þess að hlusta á rekstraraðila, er lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi og smáum rekstri. Stefnan um steypuklumpa í bílastæðum Fyrir ári síðan var ég með stóra könnun á upplifun íbúa á þeim breytingum sem hafa orðið á bílastæðamálum undanfarin ár. Í könnuninni, sem meirihlutinn hefur í heilt ár frestað umræðu um í Borgarstjórn, kom skýrt fram að margir veigra sér við að sækja verslanir þar sem aðgengi er lélegt eða kostnaðarsamt að leggja bílnum. Og það þarf ekki einu sinni könnun til að sjá það: aðgengi skiptir máli. Það er ekki bara þessi eina verslun sem hefur flúið miðborgina. Guðsteinn Eyjólfsson, ein elsta herrafataverslun landsins, flutti frá Laugavegi í Ármúla eftir rúmlega 100 ára starf í miðborginni. Herrahúsið fór sömu leið – eftir hálfa öld á Laugavegi. Verslunin Kúnígúnd sameinaði starfsemi sína í Kringlunni eftir 37 ár í miðbænum og Frank Michelsen, úrsmiður, lokaði eftir 76 ára viðveru á Laugavegi og færði sig á Hafnartorg þar sem verslunin er beint fyrir ofan bílakjallarann. Þessar verslanir voru vörður í sögu götumyndarinnar sem hafa horfið – ekki vegna þess að viðskiptin eru ekki til staðar, heldur vegna þess að rekstrarskilyrðin versna með hverju árinu. Veri það vegna götuframkvæmda sem dragast óheyrilega á langinn þar sem rekstraraðilar fá litlar sem engar upplýsingar eða hálfdrættings götulokanir og steypuklumpaskilti í bílastæðum. Og ekki bara skilti því víða er búið að koma fyrir steypuklumpa-blómapottum í bílastæðum í miðbænum. Tilgangurinn er ekki að útbúa setusvæði heldur einungis að torvelda aðgengi. En steypuklumpa-blómapottanna má finna í fleiri hverfum. Erlendis tíðkast að planta trjám á gangstéttarhornum en í Reykjavík eru víða geymdir risastórir steypuklumpa-blómapottar með engu nema mold meirihluta ársins. Reglulegar fréttir af fyrirtækjum á flótta er ekki tilviljun Sumir vilja gera lítið úr þessum flótta og segja upplifun og frásagnir verslunarrekanda ekki gjaldgengar enda samræmast þær ekki trú þeirra sem sem síst vilja horfast í augu við þessa þróun. En þegar sjálfstæðar verslanir með langa sögu á svæðinu hverfa hver af fætur annarri þangað sem aðgengi er betra þá er ljóst að eitthvað er bogið. Í stað þess að hlusta á rekstraraðila og taka tillit til þeirra eru þeir snuðaðir. Ábendingar þeirra og ákall eftir samvinnu við borgina er afgreitt sem marklaust raus, ef ekki bara pólitísk pilla gegn réttlátum valdboðurum. Þegar meirihlutinn kýs að festa steypuklumpa í götumyndina í stað þess að hlusta á rekstraraðila, þá er það lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi og smáum rekstri. Það er sárt að sjá. Því þetta snýst ekki bara um bílastæði. Þetta snýst um framtíð miðborgarinnar. Hvort við viljum að hún sé lifandi, fjölbreytt og aðlaðandi – eða hvort hún verði áfram vettvangur steypuklumpa, einsleitinna lundabúða og tómra verslunarrýma. Það er hægt að snúa þessari þróun við. En það krefst þess að við förum að hlusta á rekstraraðila, taka mark á þeim og taka tillit til fjölbreytilegra þarfa þeirra og í guðanna bænum fjarlægjum þessa steypuklumpa. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun