Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar 13. maí 2025 08:31 Við lítum flest á nýsköpun sem afl framfara. Nýjar lausnir, betri lífsgæði, snjallari tæki, meiri tækifæri. En við gleymum oft að spyrja okkur hverjum nýsköpunin þjónar, hvers konar framtíð er verið að skapa og fyrir hvern? Við lifum í heimi þar sem „snjöll kerfi“ hjálpa okkur að velja orðin okkar, bíómyndir, vörur og fréttir. Þau ljúka setningunum okkar, stinga upp á því sem við gætum viljað áður en við vitum að við viljum það og móta hljóðlaust, ekki aðeins það sem við sjáum heldur líka hvernig við hugsum, tjáum okkur og skiljum raunveruleikann. Þetta er ný tegund af stjórn. Hún kemur ekki með valdi eða hótunum, hún kemur sem saklaus „tillaga“. En þegar valkostum er stöðugt ýtt í eina átt, þegar tæknin flokkar heiminn hljóðlega fyrir okkur, hver er þá í raun við stjórnvölinn? Þægindi á kostnað sjálfræðis? Við gefum frá okkur athygli okkar, gögn og val, ekki nauðug, heldur af vana. Smám saman höfum við vanist því að vita ekki hvernig þessi tækni virkar eða af hverju hún var hönnuð. Við köllum hana snjalla, en hún er einnig útreiknuð. Hönnuð til að hámarka arðsemi, ekki endilega vellíðan. Hægt væri að líkja þessu við að búa í ósýnilegu völundarhúsi, haldið saman af hvötum sem við pælum sjaldan í. Hvötum eins og auglýsingatekjum, spálíkönum og markmiðum um hraðan vöxt. Því meiri tíma sem við glötum í völundarhúsinu, því betri verða gögnin og því meiri verður hagnaðurinn. Þetta er nýsköpun sem græðir á fólki en þjónar því ekki. Getur nýsköpun þjónað öðru en hagnaði? Vandamálið í þessu tilfelli er ekki nýsköpunin sjálf, heldur gildin sem hún byggir á. Þegar nýsköpun miðar fyrst og fremst að því að mæla, stýra og selja, þá endum við uppi með verkfæri sem mæla okkur, stýra okkur og selja okkur. En við getum stutt við öðruvísi nýsköpun. Eins og tækni sem hjálpar okkur að einbeita okkur, dýpka sambönd, læra betur, bæta geðheilsu og jafnvel styrkja lýðræðið. Nýsköpun með samfélagslegum hvötum getur alið af sér tækni og vettvanga fyrir samvinnu, sköpun, gleði, forvitni og sameiginlega velmegun - ef við hönnun hana með þessi gildi í huga. Fyrsta skrefið er að spyrja okkur, af hverju erum við að nýskapa? Fyrir hvern er það og hverskonar framtíð erum við að skapa? Nýsköpun hvers vegna Þessar spurningar eru í brennidepli á hliðarviðburði Iceland Innovation Week, “Nýsköpun hvers vegna”. Í stað þess að einblína á hvað nýjasta tæknin getur gert, stöldrum við við og spyrjum fyrst, hvers vegna erum við yfir höfuð að þróa hana. Er nýsköpun eitthvað meira en bara snjöll tækni? Við munum skoða hvernig verkfærin sem við þróum móta lýðræði, athygli, sambönd og samfélag. Við munum skoða hvernig sögur um framtíðina móta svo verkfærin sem við smíðum og hvers vegna við þurfum fleiri sögumenn, ekki bara fleiri sprotafyrirtæki. Við erum ekki bara að spyrja hvað er mögulegt. Við erum að spyrja hvað er það sem skiptir máli? Hvaða stefnu viljum við taka? Viðburðurinn “Innovation of Why” fer fram þann 15. maí, kl 15:00 í Wasabí salnum í hafnar.haus. Hægt er að sjá nánari dagskrá á heimasíðu Nýsköpunarvikunnar. Höfundur er stofnmeðlimur Samtaka um mannvæna tækni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Mogensen Nýsköpun Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Við lítum flest á nýsköpun sem afl framfara. Nýjar lausnir, betri lífsgæði, snjallari tæki, meiri tækifæri. En við gleymum oft að spyrja okkur hverjum nýsköpunin þjónar, hvers konar framtíð er verið að skapa og fyrir hvern? Við lifum í heimi þar sem „snjöll kerfi“ hjálpa okkur að velja orðin okkar, bíómyndir, vörur og fréttir. Þau ljúka setningunum okkar, stinga upp á því sem við gætum viljað áður en við vitum að við viljum það og móta hljóðlaust, ekki aðeins það sem við sjáum heldur líka hvernig við hugsum, tjáum okkur og skiljum raunveruleikann. Þetta er ný tegund af stjórn. Hún kemur ekki með valdi eða hótunum, hún kemur sem saklaus „tillaga“. En þegar valkostum er stöðugt ýtt í eina átt, þegar tæknin flokkar heiminn hljóðlega fyrir okkur, hver er þá í raun við stjórnvölinn? Þægindi á kostnað sjálfræðis? Við gefum frá okkur athygli okkar, gögn og val, ekki nauðug, heldur af vana. Smám saman höfum við vanist því að vita ekki hvernig þessi tækni virkar eða af hverju hún var hönnuð. Við köllum hana snjalla, en hún er einnig útreiknuð. Hönnuð til að hámarka arðsemi, ekki endilega vellíðan. Hægt væri að líkja þessu við að búa í ósýnilegu völundarhúsi, haldið saman af hvötum sem við pælum sjaldan í. Hvötum eins og auglýsingatekjum, spálíkönum og markmiðum um hraðan vöxt. Því meiri tíma sem við glötum í völundarhúsinu, því betri verða gögnin og því meiri verður hagnaðurinn. Þetta er nýsköpun sem græðir á fólki en þjónar því ekki. Getur nýsköpun þjónað öðru en hagnaði? Vandamálið í þessu tilfelli er ekki nýsköpunin sjálf, heldur gildin sem hún byggir á. Þegar nýsköpun miðar fyrst og fremst að því að mæla, stýra og selja, þá endum við uppi með verkfæri sem mæla okkur, stýra okkur og selja okkur. En við getum stutt við öðruvísi nýsköpun. Eins og tækni sem hjálpar okkur að einbeita okkur, dýpka sambönd, læra betur, bæta geðheilsu og jafnvel styrkja lýðræðið. Nýsköpun með samfélagslegum hvötum getur alið af sér tækni og vettvanga fyrir samvinnu, sköpun, gleði, forvitni og sameiginlega velmegun - ef við hönnun hana með þessi gildi í huga. Fyrsta skrefið er að spyrja okkur, af hverju erum við að nýskapa? Fyrir hvern er það og hverskonar framtíð erum við að skapa? Nýsköpun hvers vegna Þessar spurningar eru í brennidepli á hliðarviðburði Iceland Innovation Week, “Nýsköpun hvers vegna”. Í stað þess að einblína á hvað nýjasta tæknin getur gert, stöldrum við við og spyrjum fyrst, hvers vegna erum við yfir höfuð að þróa hana. Er nýsköpun eitthvað meira en bara snjöll tækni? Við munum skoða hvernig verkfærin sem við þróum móta lýðræði, athygli, sambönd og samfélag. Við munum skoða hvernig sögur um framtíðina móta svo verkfærin sem við smíðum og hvers vegna við þurfum fleiri sögumenn, ekki bara fleiri sprotafyrirtæki. Við erum ekki bara að spyrja hvað er mögulegt. Við erum að spyrja hvað er það sem skiptir máli? Hvaða stefnu viljum við taka? Viðburðurinn “Innovation of Why” fer fram þann 15. maí, kl 15:00 í Wasabí salnum í hafnar.haus. Hægt er að sjá nánari dagskrá á heimasíðu Nýsköpunarvikunnar. Höfundur er stofnmeðlimur Samtaka um mannvæna tækni.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun