Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar 11. maí 2025 08:02 „Dauðinn er ekki andstæða lífs heldur hluti af því“ skrifaði japanski rithöfundurinn Haruki Murakami. Þrátt fyrir þessa staðreynd ríkir oft þögn um dauðann. Í mörgum samfélögum er hann bundinn við sjúkrahús, fjarlægur daglegu lífi og helst ekki ræddur fyrr en nauðsyn krefur – ef þá yfirhöfuð. En þessi þögn er ekki skaðlaus. Hún hefur afleiðingar. Að þekkja óskir deyjandi einstaklinga Þegar dauðinn færist nær eru aðstandendur margir hverjir tilfinningalega óundirbúnir. Skortur á samtali veldur því að erfitt getur verið að ræða lífslok og þær óskir sem viðkomandi hefur, svo sem hvort hann vilji áframhaldandi inngrip eða velja frekar friðsælli leið. Afleiðingarnar geta verið djúpstæðar fyrir þann sem er að deyja. Fyrir aðstandendur getur sorgin orðið erfiðari og fylgt eftirsjá. Ágreiningur getur skapast um ákvarðanir sem hinn látni hefði sjálfur getað tekið og sátt hefði verið um, ef samtalið hefði átt sér stað. Stundum er ekki þörf á að lækna fram á síðustu stundu Þegar dauðinn er ekki ræddur heldur vonin um lækningu oft völdum, jafnvel þótt hún sé ekki lengur raunhæf. Afleiðingin getur verið sú að sjúklingar gangast undir árangurslausar og íþyngjandi meðferðir, jafnvel á síðustu dögum lífsins. Skortur á samtali veldur því einnig að líknarmeðferð hefst stundum of seint. Deyjandi einstaklingur missir þá af mikilvægum tækifærum til að velja, eins og hvort hann vili deyja heima, umkringdur sínum nánustu, eða nýta rétt sinn til dánaraðstoðar þar sem hún er leyfð. Það eru þó ekki aðeins deyjandi einstaklingar sem missir af dýrmætum augnablikum. Ástvinir glata einnig tækifærum til að hlusta og skilja, kveðja og vera til staðar. Þögnin veldur ótta og einangrun Í menningu þar sem dauðinn er ósýnilegur getur hann orðið ógnvekjandi. Margir deyjandi einstaklingar glíma í einrúmi við óttann um það sem fram undan er og sitja uppi með spurningar sem enginn vill svara eða ræða. Í stað þess að vera tími tengsla, friðar og virðingar verður dauðinn að einhverju óþægilegu sem við reynum að ýta frá okkur. Hvað hjálpar til við að opna umræðuna um dauðann? Það eru til fjölmargar leiðir til að rjúfa þögnina og skapa aðstæður þar sem hægt er að ræða lífslok af opnum hug. Það þarf ekki mikið til – oft nægir öruggt rými og viðurkenning á því að þessi umræða sé ekki aðeins leyfileg heldur nauðsynleg. Hér eru nokkrar áhrifaríkar leiðir: Persónulegar frásagnir og listir. Kvikmyndir á borð við My Sister's Keeper, sem varpar ljósi á siðferðilegar spurningar um líf, dauða og sjálfsákvörðunarrétt, og The Room Next Door, sem fjallar um dánaraðstoð og þá nánd sem skapast þegar dauðinn er meðvitað valinn, geta verið öflug leið til að opna umræðuna um dauðann. Þær hjálpa okkur að horfast í augu við eigin tilfinningar og viðhorf. Listform á borð við leiklist, bókmenntir og ljósmyndun bjóða sömuleiðis upp á ígrundun um lífið og tilveruna og skapa rými fyrir samtal. Dauðakaffi – óformlegt samtal í öruggu umhverfi. Dauðakaffi, sem hafa verið haldin víða um heim og einnig hér á landi, eru óformlegir samverufundir þar sem fólk ræðir dauðann yfir kaffibolla, í opnu og fordómalausu umhverfi. Markmiðið er að rjúfa þögnina sem oft umlykur dauðann og stuðla að einlægri umræðu um þetta viðkvæma en mikilvæga efni. Framtíðarundirbúningur. Að ræða síðustu óskir, fylla út lífsskrá eða undirbúa útför með sínum nánustu getur opnað leiðir inn í dýpri umræðu um lífið og hvað skiptir máli þegar lífslokin nálgast. Slíkar umræður styrkja tengsl og veita öryggi, bæði þeim sem nálgast dauðann og þeim sem eftir lifa. Heyra þekkta einstaklinga deila reynslu sinni. Þegar þekktir einstaklingar deila reynslu sinni af alvarlegum veikindum eða lífslokum – eigin eða ástvina – getur það haft djúpstæð áhrif á samfélagslega umræðu. Það sendir skýr skilaboð: Það er í lagi að tala um dauðann, vera viðkvæmur og spyrja spurninga um það sem við öll munum einhvern tímann standa frammi fyrir. Stefán Karl Stefánsson, leikari heitinn, og eiginkona hans, ræddu veikindi hans af einlægni. Rithöfundurinn Vilborg Davíðsdóttir hefur í skrifum sínum fjallað um dauða eiginmanns síns og mikilvægi þess að tala opinskátt um sorgina og dauðann. Frásagnir þeirra hafa hjálpað til við að rjúfa þögnina á Íslandi og veitt öðrum í svipuðum aðstæðum styrk og rými til eigin umræðu. Lokaorð Að tala um dauðann er í raun að tala um lífið – um það sem skiptir okkur máli, um hvernig við viljum lifa og um hvað við viljum skilja eftir. Það þarf ekki að byrja á stóru samtali. Lítið spjall getur verið fyrsta skrefið. Og það getur skipt öllu máli. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Dánaraðstoð Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
„Dauðinn er ekki andstæða lífs heldur hluti af því“ skrifaði japanski rithöfundurinn Haruki Murakami. Þrátt fyrir þessa staðreynd ríkir oft þögn um dauðann. Í mörgum samfélögum er hann bundinn við sjúkrahús, fjarlægur daglegu lífi og helst ekki ræddur fyrr en nauðsyn krefur – ef þá yfirhöfuð. En þessi þögn er ekki skaðlaus. Hún hefur afleiðingar. Að þekkja óskir deyjandi einstaklinga Þegar dauðinn færist nær eru aðstandendur margir hverjir tilfinningalega óundirbúnir. Skortur á samtali veldur því að erfitt getur verið að ræða lífslok og þær óskir sem viðkomandi hefur, svo sem hvort hann vilji áframhaldandi inngrip eða velja frekar friðsælli leið. Afleiðingarnar geta verið djúpstæðar fyrir þann sem er að deyja. Fyrir aðstandendur getur sorgin orðið erfiðari og fylgt eftirsjá. Ágreiningur getur skapast um ákvarðanir sem hinn látni hefði sjálfur getað tekið og sátt hefði verið um, ef samtalið hefði átt sér stað. Stundum er ekki þörf á að lækna fram á síðustu stundu Þegar dauðinn er ekki ræddur heldur vonin um lækningu oft völdum, jafnvel þótt hún sé ekki lengur raunhæf. Afleiðingin getur verið sú að sjúklingar gangast undir árangurslausar og íþyngjandi meðferðir, jafnvel á síðustu dögum lífsins. Skortur á samtali veldur því einnig að líknarmeðferð hefst stundum of seint. Deyjandi einstaklingur missir þá af mikilvægum tækifærum til að velja, eins og hvort hann vili deyja heima, umkringdur sínum nánustu, eða nýta rétt sinn til dánaraðstoðar þar sem hún er leyfð. Það eru þó ekki aðeins deyjandi einstaklingar sem missir af dýrmætum augnablikum. Ástvinir glata einnig tækifærum til að hlusta og skilja, kveðja og vera til staðar. Þögnin veldur ótta og einangrun Í menningu þar sem dauðinn er ósýnilegur getur hann orðið ógnvekjandi. Margir deyjandi einstaklingar glíma í einrúmi við óttann um það sem fram undan er og sitja uppi með spurningar sem enginn vill svara eða ræða. Í stað þess að vera tími tengsla, friðar og virðingar verður dauðinn að einhverju óþægilegu sem við reynum að ýta frá okkur. Hvað hjálpar til við að opna umræðuna um dauðann? Það eru til fjölmargar leiðir til að rjúfa þögnina og skapa aðstæður þar sem hægt er að ræða lífslok af opnum hug. Það þarf ekki mikið til – oft nægir öruggt rými og viðurkenning á því að þessi umræða sé ekki aðeins leyfileg heldur nauðsynleg. Hér eru nokkrar áhrifaríkar leiðir: Persónulegar frásagnir og listir. Kvikmyndir á borð við My Sister's Keeper, sem varpar ljósi á siðferðilegar spurningar um líf, dauða og sjálfsákvörðunarrétt, og The Room Next Door, sem fjallar um dánaraðstoð og þá nánd sem skapast þegar dauðinn er meðvitað valinn, geta verið öflug leið til að opna umræðuna um dauðann. Þær hjálpa okkur að horfast í augu við eigin tilfinningar og viðhorf. Listform á borð við leiklist, bókmenntir og ljósmyndun bjóða sömuleiðis upp á ígrundun um lífið og tilveruna og skapa rými fyrir samtal. Dauðakaffi – óformlegt samtal í öruggu umhverfi. Dauðakaffi, sem hafa verið haldin víða um heim og einnig hér á landi, eru óformlegir samverufundir þar sem fólk ræðir dauðann yfir kaffibolla, í opnu og fordómalausu umhverfi. Markmiðið er að rjúfa þögnina sem oft umlykur dauðann og stuðla að einlægri umræðu um þetta viðkvæma en mikilvæga efni. Framtíðarundirbúningur. Að ræða síðustu óskir, fylla út lífsskrá eða undirbúa útför með sínum nánustu getur opnað leiðir inn í dýpri umræðu um lífið og hvað skiptir máli þegar lífslokin nálgast. Slíkar umræður styrkja tengsl og veita öryggi, bæði þeim sem nálgast dauðann og þeim sem eftir lifa. Heyra þekkta einstaklinga deila reynslu sinni. Þegar þekktir einstaklingar deila reynslu sinni af alvarlegum veikindum eða lífslokum – eigin eða ástvina – getur það haft djúpstæð áhrif á samfélagslega umræðu. Það sendir skýr skilaboð: Það er í lagi að tala um dauðann, vera viðkvæmur og spyrja spurninga um það sem við öll munum einhvern tímann standa frammi fyrir. Stefán Karl Stefánsson, leikari heitinn, og eiginkona hans, ræddu veikindi hans af einlægni. Rithöfundurinn Vilborg Davíðsdóttir hefur í skrifum sínum fjallað um dauða eiginmanns síns og mikilvægi þess að tala opinskátt um sorgina og dauðann. Frásagnir þeirra hafa hjálpað til við að rjúfa þögnina á Íslandi og veitt öðrum í svipuðum aðstæðum styrk og rými til eigin umræðu. Lokaorð Að tala um dauðann er í raun að tala um lífið – um það sem skiptir okkur máli, um hvernig við viljum lifa og um hvað við viljum skilja eftir. Það þarf ekki að byrja á stóru samtali. Lítið spjall getur verið fyrsta skrefið. Og það getur skipt öllu máli. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun