Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar 7. maí 2025 06:00 Nýleg svör fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn undirritaðrar um kostnað ríkisins vegna málaferla ÁTVR gegn heildsölum vekja upp alvarlegar spurningar um ábyrgð og stjórnsýslu ríkisins. Þar kom fram að ríkið hefur greitt milljónir króna í málskostnað vegna mála sem það hefur tapað – þar á meðal mál þar sem Hæstiréttur hefur dæmt að synjun ÁTVR á vörum innflytjanda hafi verið ólögmæt. Það sem vekur mesta athygli er þó ekki fjárhagslegi kostnaðurinn heldur það, að ÁTVR hefur ekki enn brugðist við dómi Hæstaréttar. Þrátt fyrir að dómurinn hafi fellt ákvörðun ÁTVR úr gildi, virðist stofnunin halda fast við fyrri synjun. Þarna erum við að horfa upp á opinbera stofnun sem virðir ekki niðurstöðu æðsta dómsvalds landsins. Við búum í réttarríki. Dómar Hæstaréttar eru ekki tillögur – þeir eru bindandi. Það hlýtur að vekja spurningar: Ef það er ekki ráðherra sem ábyrgð á því að stofnun í ráðuneyti hans fylgi lögum, hver þá? Er það virkilega þannig að stofnanir geti starfað í tómarúmi ábyrgðar? Við verðum að skoða hvort það fyrirkomulag sem ríkisfyrirtæki eins og ÁTVR starfa undir – með lögbundna einokun, en í formi ohf. – stuðli að minni gagnsæi og ábyrgð. Og við verðum að tryggja að stjórnsýslan virði dómstóla og grundvallarreglur réttarríkisins. Þetta er ekki spurning um eitt fyrirtæki eða eitt mál – heldur traust á stjórnsýsluna í heild. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Dómsmál Bryndís Haraldsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Netverslun með áfengi Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Nýleg svör fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn undirritaðrar um kostnað ríkisins vegna málaferla ÁTVR gegn heildsölum vekja upp alvarlegar spurningar um ábyrgð og stjórnsýslu ríkisins. Þar kom fram að ríkið hefur greitt milljónir króna í málskostnað vegna mála sem það hefur tapað – þar á meðal mál þar sem Hæstiréttur hefur dæmt að synjun ÁTVR á vörum innflytjanda hafi verið ólögmæt. Það sem vekur mesta athygli er þó ekki fjárhagslegi kostnaðurinn heldur það, að ÁTVR hefur ekki enn brugðist við dómi Hæstaréttar. Þrátt fyrir að dómurinn hafi fellt ákvörðun ÁTVR úr gildi, virðist stofnunin halda fast við fyrri synjun. Þarna erum við að horfa upp á opinbera stofnun sem virðir ekki niðurstöðu æðsta dómsvalds landsins. Við búum í réttarríki. Dómar Hæstaréttar eru ekki tillögur – þeir eru bindandi. Það hlýtur að vekja spurningar: Ef það er ekki ráðherra sem ábyrgð á því að stofnun í ráðuneyti hans fylgi lögum, hver þá? Er það virkilega þannig að stofnanir geti starfað í tómarúmi ábyrgðar? Við verðum að skoða hvort það fyrirkomulag sem ríkisfyrirtæki eins og ÁTVR starfa undir – með lögbundna einokun, en í formi ohf. – stuðli að minni gagnsæi og ábyrgð. Og við verðum að tryggja að stjórnsýslan virði dómstóla og grundvallarreglur réttarríkisins. Þetta er ekki spurning um eitt fyrirtæki eða eitt mál – heldur traust á stjórnsýsluna í heild. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar