5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar 5. maí 2025 07:00 Yfirskrift Alþjóðadags ljósmæðra í ár er Ljósmæður: Mikilvægar í öllu hættuástandi. Í ár er athyglinni beint að þeim áskorunum og þeirri lífsnauðsynlegri umönnun sem ljósmæður ásamt öðru fagfólki veita í þeim aðstæðum þegar hætta steðjar að og kreppuástand ríkir. Náttúruhamfarir, átök og loftslagsbreytingar hafa mikil áhrif á konur og eru ljósmæður ein af framlínu heilbrigðisstéttum samfélaga sem vinna gegn þeirri vá. Vegna sérþekkingar ljósmæðra eiga þær að koma að borðinu þegar nauðsynleg heilbrigðisþjónusta sem varðar frjósemi, barneignaferlið, nýburaumönnun og heilbrigðisþjónusta sem veitt er ungu fólki er skipulögð. Í þeim löndum þar sem að mæðra – og ungbarnadauði er hár er aðgengi að vel menntuðum ljósmæðrum lítið sem ekkert. Hér á landi er staðan góð, ein sú besta í heiminum. Þar skiptir góð grunnmenntun ljósmæðra miklu máli og þau tækifæri og umhverfi sem við höfum til sí- og endurmenntunar. Við höfum skapað gott umhverfi og aðstæður til þess hér á landi sem ljósmæður nýta sér. Metnaður stéttarinnar er mikill enda er mikið í húfi fyrir okkar skjólstæðinga sem er viðkvæmur hópur, sem á rétt á bestu mögulegri þjónustu á hverjum tíma. Samvinna við aðrar heilbrigðisstéttir er mikilvæg. Við höfum verið þeirra gæfu aðnjótandi að eiga einstaklega gott samstarf við aðrar heilbrigðisstéttir þar sem tekið er tillit til sérhæfðrar þekkingar og sjónarmiða mismunandi fræðigreina. Ljósmæður hafa náð að fara bil beggja þannig að okkar skjólstæðingar geta í dag valið úr nokkrum þjónustuleiðum, allt frá því að fæða á heimili sínu, í að fæða á hátæknisjúkrahúsi. Þessu vali á þjónustuformi í barneignarferlinu, sem ég leyfi mér að fullyrða er ekki til staðar í jafn ríku mæli í öðrum löndum, fylgir sú ábyrgð að meta faglega aðstæður hverju sinni, með okkar skjólstæðingum þar sem öryggi þeirra og óskir eru hafðar að leiðarljósi. Samfélagið og kröfur til okkar sem heilbrigðisstarfsfólks hefur breyst mikið undanfarna áratugi. Krafan um að hafa stjórn á eigin aðstæðum/fæðingu er sterk og við sem fagfólk verðum að virða það og koma til móts við þær kröfur. En það má ekki og á ekki að koma niður á öryggi og velferð mæðra og nýbura. Þarna reynir á að ljósmæður sýni ákveðna auðmýkt og fagmennsku. Sú þróun sem hefur átt sér stað hérlendis og erlendis að konur hafi valið að fæða án aðkomu heilbrigðisstarfsmanna veldur mér áhyggjum. Við heyrum hræðilegar sögur erlendis frá um afdrif slíkra fæðinga – sögur sem ég vona að verði aldrei íslenskar sögur. Hér á landi þar sem að hægt er að velja úr svo mörgum þjónustuformum og jafnvel velja sér hvaða ljósmæður koma til með að veita þjónustuna. Við stöndum okkur vel hér á landi en megum alls ekki taka því sem sjálfsögðum hlut. Hættan sem steðjar að okkur er að það verði rof á milli heilbrigðisstarfsmanna og skjólstæðinga. Hætta sem við verðum að horfast í augu við. Hætta sem kemur erlendis frá, þar sem skipulag þjónustu og umhverfi er allt annað en hér á landi. Hætta sem við sem samfélag verðum að bregðast við. Nú sem endranær hef ég fulla trú á ljósmæðrum og fagmennsku þeirra. Við ætlum að halda upp á daginn í dag með því að horfa til fortíðar í Þjóðminjasafni Íslands þar sem Félag þjóðfræðinga á Íslandi og Námsbraut í þjóðfræði við Háskóla Íslands, í samstarfi við Ljósmæðrafélag Íslands standa fyrir málþingi um meðgöngur, fæðingar og þjóðfræði því tengdu. Dagskráin byrjar kl. 13. Síðan munum við halda okkar árlega fræðsludag, Ljósmæðradaginn þann 9. maí næstkomandi, þar sem ljósmæður af öllu landinu koma saman til að efla sig og fræðast. Til hamingju með daginn okkar ljósmæður! Höfundur er formaður Ljósmæðrafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Kvenheilsa Börn og uppeldi Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Yfirskrift Alþjóðadags ljósmæðra í ár er Ljósmæður: Mikilvægar í öllu hættuástandi. Í ár er athyglinni beint að þeim áskorunum og þeirri lífsnauðsynlegri umönnun sem ljósmæður ásamt öðru fagfólki veita í þeim aðstæðum þegar hætta steðjar að og kreppuástand ríkir. Náttúruhamfarir, átök og loftslagsbreytingar hafa mikil áhrif á konur og eru ljósmæður ein af framlínu heilbrigðisstéttum samfélaga sem vinna gegn þeirri vá. Vegna sérþekkingar ljósmæðra eiga þær að koma að borðinu þegar nauðsynleg heilbrigðisþjónusta sem varðar frjósemi, barneignaferlið, nýburaumönnun og heilbrigðisþjónusta sem veitt er ungu fólki er skipulögð. Í þeim löndum þar sem að mæðra – og ungbarnadauði er hár er aðgengi að vel menntuðum ljósmæðrum lítið sem ekkert. Hér á landi er staðan góð, ein sú besta í heiminum. Þar skiptir góð grunnmenntun ljósmæðra miklu máli og þau tækifæri og umhverfi sem við höfum til sí- og endurmenntunar. Við höfum skapað gott umhverfi og aðstæður til þess hér á landi sem ljósmæður nýta sér. Metnaður stéttarinnar er mikill enda er mikið í húfi fyrir okkar skjólstæðinga sem er viðkvæmur hópur, sem á rétt á bestu mögulegri þjónustu á hverjum tíma. Samvinna við aðrar heilbrigðisstéttir er mikilvæg. Við höfum verið þeirra gæfu aðnjótandi að eiga einstaklega gott samstarf við aðrar heilbrigðisstéttir þar sem tekið er tillit til sérhæfðrar þekkingar og sjónarmiða mismunandi fræðigreina. Ljósmæður hafa náð að fara bil beggja þannig að okkar skjólstæðingar geta í dag valið úr nokkrum þjónustuleiðum, allt frá því að fæða á heimili sínu, í að fæða á hátæknisjúkrahúsi. Þessu vali á þjónustuformi í barneignarferlinu, sem ég leyfi mér að fullyrða er ekki til staðar í jafn ríku mæli í öðrum löndum, fylgir sú ábyrgð að meta faglega aðstæður hverju sinni, með okkar skjólstæðingum þar sem öryggi þeirra og óskir eru hafðar að leiðarljósi. Samfélagið og kröfur til okkar sem heilbrigðisstarfsfólks hefur breyst mikið undanfarna áratugi. Krafan um að hafa stjórn á eigin aðstæðum/fæðingu er sterk og við sem fagfólk verðum að virða það og koma til móts við þær kröfur. En það má ekki og á ekki að koma niður á öryggi og velferð mæðra og nýbura. Þarna reynir á að ljósmæður sýni ákveðna auðmýkt og fagmennsku. Sú þróun sem hefur átt sér stað hérlendis og erlendis að konur hafi valið að fæða án aðkomu heilbrigðisstarfsmanna veldur mér áhyggjum. Við heyrum hræðilegar sögur erlendis frá um afdrif slíkra fæðinga – sögur sem ég vona að verði aldrei íslenskar sögur. Hér á landi þar sem að hægt er að velja úr svo mörgum þjónustuformum og jafnvel velja sér hvaða ljósmæður koma til með að veita þjónustuna. Við stöndum okkur vel hér á landi en megum alls ekki taka því sem sjálfsögðum hlut. Hættan sem steðjar að okkur er að það verði rof á milli heilbrigðisstarfsmanna og skjólstæðinga. Hætta sem við verðum að horfast í augu við. Hætta sem kemur erlendis frá, þar sem skipulag þjónustu og umhverfi er allt annað en hér á landi. Hætta sem við sem samfélag verðum að bregðast við. Nú sem endranær hef ég fulla trú á ljósmæðrum og fagmennsku þeirra. Við ætlum að halda upp á daginn í dag með því að horfa til fortíðar í Þjóðminjasafni Íslands þar sem Félag þjóðfræðinga á Íslandi og Námsbraut í þjóðfræði við Háskóla Íslands, í samstarfi við Ljósmæðrafélag Íslands standa fyrir málþingi um meðgöngur, fæðingar og þjóðfræði því tengdu. Dagskráin byrjar kl. 13. Síðan munum við halda okkar árlega fræðsludag, Ljósmæðradaginn þann 9. maí næstkomandi, þar sem ljósmæður af öllu landinu koma saman til að efla sig og fræðast. Til hamingju með daginn okkar ljósmæður! Höfundur er formaður Ljósmæðrafélags Íslands
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun