Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar 2. maí 2025 08:32 Í maímánuði leggur Gigtarfélag Íslands áherslu á að varpa ljósi á einn algengasta langvinna heilsufarsvanda okkar tíma – gigt. Gigtarmaí er tileinkaður öllum þeim sem eru með gigtarsjúkdóma og þeim sem styðja þau í daglegu lífi. Þetta er tími til að hvetja til fræðslu, samkenndar og nýrrar sýnar á það hvernig við skiljum og bregðumst við þessum fjölbreyttu og oft ósýnilegu sjúkdómum. Gigt getur haft áhrif á fólk á öllum aldri – börn sem fullorðna – og einkennin eru margvísleg: Verkir, stirðleiki, lamandi þreyta og bólgur. Þrátt fyrir að yfir 6.000 manns greinist árlega með gigtarsjúkdóma á Íslandi, eru fordómar og vanþekking enn mikil. Því er mikilvægt að við tölum opinskátt um gigt og reynsluna af því að lifa með henni. Gigt er ekki ein tegund sjúkdóms heldur yfir 100 mismunandi sjúkdómar sem hafa áhrif á liði, vöðva, sinar og bandvefi – og jafnvel líffæri eins og hjarta, lungu og nýru. Hún getur verið ósýnileg, óútreiknanleg og yfirþyrmandi. Margir upplifa verk sem erfitt er að lýsa, lamandi þreytu sem hvorki svefn né hvíld lagar og skerðingu á getu til daglegrar þátttöku sem getur haft áhrif á sjálfsmynd, atvinnuþátttöku og félagslíf. Á Íslandi eru tugir þúsunda með einhvers konar gigtarsjúkdóm. Þar af eru margir greindir á unga aldri – jafnvel sem ung börn. Samt sem áður er gigt enn of oft misskilin. Fordómar og þögnin í kringum langvinna verki og ósýnileg veikindi gera stöðuna enn erfiðari. Þess vegna skiptir Gigtarmaí máli. Fræðsla og meðvitund eru lykilatriði Gigtarmaí snýst ekki bara um að vekja athygli – heldur einnig um að auka þekkingu almennings og fagfólks og tryggja að fólk fái þá meðferð, aðstoð og skilning sem það þarfnast. Það er mikilvægt að við hættum að líta á gigt sem "einhverja ellisjúkdóma", því hún getur haft áhrif á fólk á öllum aldri – og lífsgæði fólks fara ekki endilega eftir aldri og alvarleika sjúkdómsins heldur aðgengi að réttum úrræðum. Við viljum hvetja fólk til að taka þátt með því að deila reynslu sinni, hlusta á sögur annarra, mæta á viðburði, fræðast og styðja. Það getur verið í gegnum samfélagsmiðla, fræðsluerindi eða einfaldlega með því að sýna samkennd í samtali við náunga. Gigt og vinnumarkaðurinn – ósýnilegar hindranir og óséðir möguleikar Einn af þeim þáttum sem oft gleymist í umræðunni um gigtarsjúkdóma eru áhrifin á atvinnulíf og starfsgetu. Margir sem lifa með gigt mæta áskorunum í starfi sem snúa ekki aðeins að líkamlegri getu, heldur einnig skilningi og sveigjanleika á vinnustað. Þreyta, verkir og skert hreyfigeta geta haft áhrif á frammistöðu – ekki vegna skorts á vilja eða hæfileikum, heldur vegna takmarkana sem sjúkdómurinn veldur. Mörg störf eru enn of ósveigjanleg fyrir fólk með langvinna heilsufarsvandamál. Þörfin fyrir sveigjanlegan vinnutíma, fjarvinnu, hlé og aðlagaðar vinnuaðstæður ætti ekki að vera lúxus heldur sjálfsögð mannréttindi. Þegar fyrirtæki og stofnanir taka mið af fjölbreyttum þörfum starfsfólks, eykst ekki aðeins starfsánægja – heldur nýtist þekking og reynsla allra betur. Það er til mikils að vinna. Margir með gigt vilja vera virkir á atvinnulífinu og geta unnið ef vinnutími- og aðstaða eru aðlöguð að þeim. Á Íslandi er rétturinn til viðeigandi aðlögunar á vinnustað lögbundinn. Margir veikjast eftir að hafa lokið langskólanámi og hafa ómetanlega innsýn og hæfileika – en þurfa stuðning og skilning til að blómstra. Í Gigtarmaí minnum við á að atvinnulífið þarf að vera fyrir alla – líka þá sem eru með ósýnilegan sjúkdóm. Hver rödd skiptir máli Gigtarmaí er líka tími til að minna á mikilvægi rannsókna og framfara í læknisfræði. Þó margt hafi áunnist, er langt í land hvað varðar ný lyf, endurhæfingu, sálrænan stuðning og aðgengi að sérfræðingum. Með sterkari rödd og samhentu átaki getum við þrýst á um breytingar og betri framtíð fyrir alla þá sem lifa með gigt. Við skorum á þig – hvort sem þú ert heilbrigðisstarfsmaður, aðstandandi eða einstaklingur með gigt – að taka þátt í Gigtarmaí. Í Gigtarmaí hvetjum við hjá Gigtarfélaginu fólk til að taka þátt – hvort sem það er með því að fræðast, deila reynslu sinni, eða styrkja Gigtarfélagið og rannsóknir. Með sameiginlegu átaki getum við aukið skilning, bætt þjónustu og skapað framtíð þar sem enginn þarf að lifa með gigt án skilnings og stuðnings. Höfundur er varaformaður Gigtarfélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Í maímánuði leggur Gigtarfélag Íslands áherslu á að varpa ljósi á einn algengasta langvinna heilsufarsvanda okkar tíma – gigt. Gigtarmaí er tileinkaður öllum þeim sem eru með gigtarsjúkdóma og þeim sem styðja þau í daglegu lífi. Þetta er tími til að hvetja til fræðslu, samkenndar og nýrrar sýnar á það hvernig við skiljum og bregðumst við þessum fjölbreyttu og oft ósýnilegu sjúkdómum. Gigt getur haft áhrif á fólk á öllum aldri – börn sem fullorðna – og einkennin eru margvísleg: Verkir, stirðleiki, lamandi þreyta og bólgur. Þrátt fyrir að yfir 6.000 manns greinist árlega með gigtarsjúkdóma á Íslandi, eru fordómar og vanþekking enn mikil. Því er mikilvægt að við tölum opinskátt um gigt og reynsluna af því að lifa með henni. Gigt er ekki ein tegund sjúkdóms heldur yfir 100 mismunandi sjúkdómar sem hafa áhrif á liði, vöðva, sinar og bandvefi – og jafnvel líffæri eins og hjarta, lungu og nýru. Hún getur verið ósýnileg, óútreiknanleg og yfirþyrmandi. Margir upplifa verk sem erfitt er að lýsa, lamandi þreytu sem hvorki svefn né hvíld lagar og skerðingu á getu til daglegrar þátttöku sem getur haft áhrif á sjálfsmynd, atvinnuþátttöku og félagslíf. Á Íslandi eru tugir þúsunda með einhvers konar gigtarsjúkdóm. Þar af eru margir greindir á unga aldri – jafnvel sem ung börn. Samt sem áður er gigt enn of oft misskilin. Fordómar og þögnin í kringum langvinna verki og ósýnileg veikindi gera stöðuna enn erfiðari. Þess vegna skiptir Gigtarmaí máli. Fræðsla og meðvitund eru lykilatriði Gigtarmaí snýst ekki bara um að vekja athygli – heldur einnig um að auka þekkingu almennings og fagfólks og tryggja að fólk fái þá meðferð, aðstoð og skilning sem það þarfnast. Það er mikilvægt að við hættum að líta á gigt sem "einhverja ellisjúkdóma", því hún getur haft áhrif á fólk á öllum aldri – og lífsgæði fólks fara ekki endilega eftir aldri og alvarleika sjúkdómsins heldur aðgengi að réttum úrræðum. Við viljum hvetja fólk til að taka þátt með því að deila reynslu sinni, hlusta á sögur annarra, mæta á viðburði, fræðast og styðja. Það getur verið í gegnum samfélagsmiðla, fræðsluerindi eða einfaldlega með því að sýna samkennd í samtali við náunga. Gigt og vinnumarkaðurinn – ósýnilegar hindranir og óséðir möguleikar Einn af þeim þáttum sem oft gleymist í umræðunni um gigtarsjúkdóma eru áhrifin á atvinnulíf og starfsgetu. Margir sem lifa með gigt mæta áskorunum í starfi sem snúa ekki aðeins að líkamlegri getu, heldur einnig skilningi og sveigjanleika á vinnustað. Þreyta, verkir og skert hreyfigeta geta haft áhrif á frammistöðu – ekki vegna skorts á vilja eða hæfileikum, heldur vegna takmarkana sem sjúkdómurinn veldur. Mörg störf eru enn of ósveigjanleg fyrir fólk með langvinna heilsufarsvandamál. Þörfin fyrir sveigjanlegan vinnutíma, fjarvinnu, hlé og aðlagaðar vinnuaðstæður ætti ekki að vera lúxus heldur sjálfsögð mannréttindi. Þegar fyrirtæki og stofnanir taka mið af fjölbreyttum þörfum starfsfólks, eykst ekki aðeins starfsánægja – heldur nýtist þekking og reynsla allra betur. Það er til mikils að vinna. Margir með gigt vilja vera virkir á atvinnulífinu og geta unnið ef vinnutími- og aðstaða eru aðlöguð að þeim. Á Íslandi er rétturinn til viðeigandi aðlögunar á vinnustað lögbundinn. Margir veikjast eftir að hafa lokið langskólanámi og hafa ómetanlega innsýn og hæfileika – en þurfa stuðning og skilning til að blómstra. Í Gigtarmaí minnum við á að atvinnulífið þarf að vera fyrir alla – líka þá sem eru með ósýnilegan sjúkdóm. Hver rödd skiptir máli Gigtarmaí er líka tími til að minna á mikilvægi rannsókna og framfara í læknisfræði. Þó margt hafi áunnist, er langt í land hvað varðar ný lyf, endurhæfingu, sálrænan stuðning og aðgengi að sérfræðingum. Með sterkari rödd og samhentu átaki getum við þrýst á um breytingar og betri framtíð fyrir alla þá sem lifa með gigt. Við skorum á þig – hvort sem þú ert heilbrigðisstarfsmaður, aðstandandi eða einstaklingur með gigt – að taka þátt í Gigtarmaí. Í Gigtarmaí hvetjum við hjá Gigtarfélaginu fólk til að taka þátt – hvort sem það er með því að fræðast, deila reynslu sinni, eða styrkja Gigtarfélagið og rannsóknir. Með sameiginlegu átaki getum við aukið skilning, bætt þjónustu og skapað framtíð þar sem enginn þarf að lifa með gigt án skilnings og stuðnings. Höfundur er varaformaður Gigtarfélags Íslands.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun