1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar 1. maí 2025 11:02 Slagorð ÖBÍ fyrir 1.maí í ár er „Sköpum störf við hæfi“. En hvað þýðir það og hvað eru störf við hæfi? Jú það þýðir að fólk með fötlun er allskonar, með margskonar skerðingar, bæði andlegar og líkamlegar, allskonar menntun og reynslu, og því þarf að skapa fjölbreytt störf til að mæta þessum hóp þar sem hann er staddur. Í þessum hóp er fólk með allskyns menntun, allt frá því að hafa grunnskólapróf og upp í að hafa jafnvel nokkrar háskólagráður, og allt þar á milli. Svo það hlýtur að segja sig sjálft að það er ekki hægt að senda alla þessa einstaklinga bara í einhver störf og jafnvel eingöngu láglaunastörf. Það er ekki hvati til atvinnuþátttöku.Eflaust geta einhverjir í hópnum unnið í hlutastarfi við ræstingar, en það er afskaplega fámennur hópur. En eru þessi störf til sem stjórnvöld vilja ýta fólki útí og af örorku?Samkvæmt því sem ég hef séð, þegar ég skoða auglýsingar frá ráðningafyrirtækjum, þá er afskaplega fátæklegt um hlutastörf. Og ef þau eru til er yfirleitt um 50-80% starfshlutfall að ræða, sem mun henta þeim ágætlega sem fara inn á það sem kallast „hlutaörorka“ í nýju almannatryggingakerfi sem tekur gildi 1.september nk. En hvað með alla þá sem einungis hafa heilsu til að sinna lægra en 50% starfshlutfalli? Hvað er í boði fyrir það fólk? Ríki og sveitarfélög hafa ekki skapað gott fordæmi þegar snýr að hlutastörfum eða að ráða fatlað fólk til starfa hjá sér. Stjórnvöld verða að vera fremst í flokki þegar kemur að því að bjóða fólki með fötlun hlutastörf við hæfi. Megináhersla hefur verið lögð á það í gegnum tíðina að til séu verndaðir vinnustaðir, sem er gott og blessað. En það hlutfall fatlaðs fólks sem nýtir sér það úrræði er mjög lítill hluti af hópnum. Hvað hefur verið gert fyrir alla hina? Stutta svarið: Ekkert. Sá hópur hefur ýmista) einangrast heima, því lítið er í boði fyrir þennan hóp til að halda sér í virknib) þjösnast áfram á vinnumarkaði á kostnað heilsunnar og með tilheyrandi skerðingum á lífeyrisgreiðslum sínum og oft á tíðum ofgreiðslukröfumc) farið út í sjálfstæðan rekstur þar sem það ræður hvernig tíma þess og orku er varið, en þetta er mjög fámennur hópur Við erum öll mikilvæg og getum öll lagt eitthvað til samfélagsins, bara ekki 100%, og það er allt í lagi. Við þurfum ekki öll að vera eins, ekkert frekar en öll formin í þroskaleikföngum barnanna. Því mikið ofboðslega væri heimurinn og lífið einsleitt, litlaust og leiðinlegt ef við værum öll nákvæmlega eins. Ég skora á stjórnvöld að ganga frammi með góðu fordæmi þegar kemur að hlutastörfum fyrir fatlað fólk. Og eins má auka aðgengi að allskyns virkniúrræðum, en því hefur verið ábótavant fyrir fólk sem er með fullt örorkumat. Höfundur er formaður Kjarahóps ÖBÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Verkalýðsdagurinn Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Sjá meira
Slagorð ÖBÍ fyrir 1.maí í ár er „Sköpum störf við hæfi“. En hvað þýðir það og hvað eru störf við hæfi? Jú það þýðir að fólk með fötlun er allskonar, með margskonar skerðingar, bæði andlegar og líkamlegar, allskonar menntun og reynslu, og því þarf að skapa fjölbreytt störf til að mæta þessum hóp þar sem hann er staddur. Í þessum hóp er fólk með allskyns menntun, allt frá því að hafa grunnskólapróf og upp í að hafa jafnvel nokkrar háskólagráður, og allt þar á milli. Svo það hlýtur að segja sig sjálft að það er ekki hægt að senda alla þessa einstaklinga bara í einhver störf og jafnvel eingöngu láglaunastörf. Það er ekki hvati til atvinnuþátttöku.Eflaust geta einhverjir í hópnum unnið í hlutastarfi við ræstingar, en það er afskaplega fámennur hópur. En eru þessi störf til sem stjórnvöld vilja ýta fólki útí og af örorku?Samkvæmt því sem ég hef séð, þegar ég skoða auglýsingar frá ráðningafyrirtækjum, þá er afskaplega fátæklegt um hlutastörf. Og ef þau eru til er yfirleitt um 50-80% starfshlutfall að ræða, sem mun henta þeim ágætlega sem fara inn á það sem kallast „hlutaörorka“ í nýju almannatryggingakerfi sem tekur gildi 1.september nk. En hvað með alla þá sem einungis hafa heilsu til að sinna lægra en 50% starfshlutfalli? Hvað er í boði fyrir það fólk? Ríki og sveitarfélög hafa ekki skapað gott fordæmi þegar snýr að hlutastörfum eða að ráða fatlað fólk til starfa hjá sér. Stjórnvöld verða að vera fremst í flokki þegar kemur að því að bjóða fólki með fötlun hlutastörf við hæfi. Megináhersla hefur verið lögð á það í gegnum tíðina að til séu verndaðir vinnustaðir, sem er gott og blessað. En það hlutfall fatlaðs fólks sem nýtir sér það úrræði er mjög lítill hluti af hópnum. Hvað hefur verið gert fyrir alla hina? Stutta svarið: Ekkert. Sá hópur hefur ýmista) einangrast heima, því lítið er í boði fyrir þennan hóp til að halda sér í virknib) þjösnast áfram á vinnumarkaði á kostnað heilsunnar og með tilheyrandi skerðingum á lífeyrisgreiðslum sínum og oft á tíðum ofgreiðslukröfumc) farið út í sjálfstæðan rekstur þar sem það ræður hvernig tíma þess og orku er varið, en þetta er mjög fámennur hópur Við erum öll mikilvæg og getum öll lagt eitthvað til samfélagsins, bara ekki 100%, og það er allt í lagi. Við þurfum ekki öll að vera eins, ekkert frekar en öll formin í þroskaleikföngum barnanna. Því mikið ofboðslega væri heimurinn og lífið einsleitt, litlaust og leiðinlegt ef við værum öll nákvæmlega eins. Ég skora á stjórnvöld að ganga frammi með góðu fordæmi þegar kemur að hlutastörfum fyrir fatlað fólk. Og eins má auka aðgengi að allskyns virkniúrræðum, en því hefur verið ábótavant fyrir fólk sem er með fullt örorkumat. Höfundur er formaður Kjarahóps ÖBÍ.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun