Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. apríl 2025 22:56 Notkun Pete Hegseth á forritinu Signal hefur ekki gengið slysalaust fyrir sig. Getty/Omar Havana Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, greindi frá upplýsingum um árás Bandaríkjahers á Húta í Signal-spjalli með konu sinni, bróður og lögfræðing. Þetta er í annað sinn sem hann deilir óvarlega viðkvæmum hernaðarupplýsingum á forritinu. New York Times greinir frá Signal-spjalli Hegseth og byggir frétt sína á fjórum heimildamönnum sem vita af spjallinu. Upplýsingarnar sem Hegseth deildi í spjallinu voru flugáætlanir F/A-18 Hornets-herþotur yfir Jemen. Svo virðist sem um sé að ræða sömu upplýsingar og Hegseth deildi í öðru Signal-spjalli sem innihélt ritstjóra The Atlantic. Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, bætti blaðamanninum óvart inn í spjallið með Hegseth og JD Vance degi fyrir árásir Bandaríkjahers á Húta 15. mars. Fréttirnar vöktu hneykslan meðal Bandaríkjamanna sem furðuðu sig á því að slíkar upplýsingar gætu lekið svo auðveldlega og að æðstu yfirmenn Bandaríkjanna skyldu ekki nota viðeigandi tryggar boðleiðir. Eiginkona, bróðir og lögfræðingur í spjallinu Ólíkt fyrra spjallinu þá bjó Hegseth til þetta spjall í janúar rétt áður en hann var gerður að ráðherra. Í spjallinu, sem heitir „Defense | Team Huddle,“ eru Jennifer, eiginkona Hegseth og fjöldi annarra úr hans innsta hring. Jennifer Hegseth, eiginkona ráðherrans, er fyrrverandi framleiðandi hjá Fox News. Hún vinnur ekki hjá ráðuneytinu en hefur ferðast mikið með eiginmanni sínum í opinberum erindagjörðum hans erlendis. Vera hennar á fundum með ráðherranum hefur verið gagnrýnd. Phil Hegseth, bróðir varnarmálaráðherrans, og Tim Parlatore, lögfræðingur Hegseth, vinna báðir í varnarmálaráðuneytinu í Pentagon en hvorugur þeirra er það háttsettur að þeir ættu að búa yfir vitneskju um hernaðaraðgerðir Bandaríkjahers. Enginn „öryggisbrestur“ en viðurkenna tilvist spjallsins Ónefndur embættismaður varnarmálaráðuneytisins neitaði að svara því hvort Hegseth hefði deilt ítarlegum árásarplönum en tók þó fram að það hefði ekki orðið „neinn þjóðaröryggisbrestur“. „Sannleikurinn er að það er óformlegt hópspjall sem varð til fyrir staðfestingu á hans nánustu ráðgjöfum,“ sagði embættismaðurinn við New York times. „Engin trúnaðarmál voru nokkurn tímann rædd á þessu spjalli.“ Sean Parnell, talsmaður varnarmálaráðuneytisins, hefur ekki tjáð sig um hópspjallið eða svarað fyrirspurnum. Bandaríkin Samfélagsmiðlar Hernaður Jemen Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
New York Times greinir frá Signal-spjalli Hegseth og byggir frétt sína á fjórum heimildamönnum sem vita af spjallinu. Upplýsingarnar sem Hegseth deildi í spjallinu voru flugáætlanir F/A-18 Hornets-herþotur yfir Jemen. Svo virðist sem um sé að ræða sömu upplýsingar og Hegseth deildi í öðru Signal-spjalli sem innihélt ritstjóra The Atlantic. Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, bætti blaðamanninum óvart inn í spjallið með Hegseth og JD Vance degi fyrir árásir Bandaríkjahers á Húta 15. mars. Fréttirnar vöktu hneykslan meðal Bandaríkjamanna sem furðuðu sig á því að slíkar upplýsingar gætu lekið svo auðveldlega og að æðstu yfirmenn Bandaríkjanna skyldu ekki nota viðeigandi tryggar boðleiðir. Eiginkona, bróðir og lögfræðingur í spjallinu Ólíkt fyrra spjallinu þá bjó Hegseth til þetta spjall í janúar rétt áður en hann var gerður að ráðherra. Í spjallinu, sem heitir „Defense | Team Huddle,“ eru Jennifer, eiginkona Hegseth og fjöldi annarra úr hans innsta hring. Jennifer Hegseth, eiginkona ráðherrans, er fyrrverandi framleiðandi hjá Fox News. Hún vinnur ekki hjá ráðuneytinu en hefur ferðast mikið með eiginmanni sínum í opinberum erindagjörðum hans erlendis. Vera hennar á fundum með ráðherranum hefur verið gagnrýnd. Phil Hegseth, bróðir varnarmálaráðherrans, og Tim Parlatore, lögfræðingur Hegseth, vinna báðir í varnarmálaráðuneytinu í Pentagon en hvorugur þeirra er það háttsettur að þeir ættu að búa yfir vitneskju um hernaðaraðgerðir Bandaríkjahers. Enginn „öryggisbrestur“ en viðurkenna tilvist spjallsins Ónefndur embættismaður varnarmálaráðuneytisins neitaði að svara því hvort Hegseth hefði deilt ítarlegum árásarplönum en tók þó fram að það hefði ekki orðið „neinn þjóðaröryggisbrestur“. „Sannleikurinn er að það er óformlegt hópspjall sem varð til fyrir staðfestingu á hans nánustu ráðgjöfum,“ sagði embættismaðurinn við New York times. „Engin trúnaðarmál voru nokkurn tímann rædd á þessu spjalli.“ Sean Parnell, talsmaður varnarmálaráðuneytisins, hefur ekki tjáð sig um hópspjallið eða svarað fyrirspurnum.
Bandaríkin Samfélagsmiðlar Hernaður Jemen Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira