Innlent

Hvítri Toyotu stolið í Mos­fells­bæ

Lovísa Arnardóttir skrifar
Bíllinn er af gerðinni Toyota Proace 2024. Myndin er úr safni en bíllinn af sömu tegund.
Bíllinn er af gerðinni Toyota Proace 2024. Myndin er úr safni en bíllinn af sömu tegund. Vísir/Getty

Hvítri Toyotu var stolið í Mosfellsbæ í gær eða nótt. Bílnúmerið á bílnum er IXM95 og tegund bílsins Toyota Proace 2024. Frá þessu er greint í dagbók lögreglunnar. Þar kemur einnig fram að einn hafi verið í gær eða nótt vegna líkamsárásar í miðborg Reykjavíkur. 

Í dagbók lögreglu kemur fram að hann hafi verið vistaður í fangageymslu vegna ástands. Þá var annar handtekinn í miðborginni vegna brots á lögreglusamþykki. Honum var sleppt lausum að loknum viðræðum við lögregluna.

Alls voru bókuð 71 mál frá klukkan 17 til 5 í kerfum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Tveir eru í fangageymslu í morgunsárið.

Fram kemur í dagbók lögreglu að lögregla sinnti fjölmörgum verkefnum er varða umferðareftirlit. Einhverjir voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum, aðrir fyrir að stöðva ekki á rauðu ljósi og einhverjir fyrir að nota farsíma á ferð.

Þá var einnig tilkynnt um þjófnað í verslun í Kópavogi og einn handtekinn í Hafnarfirði fyrir vörslu fíkniefna. Hann var laus að lokinni skýrslutöku.

Einnig var tilkynnt um líkamsárás í Árbæ en þar vor minniháttar meiðsli og málið afgreitt á vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×