Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar 13. apríl 2025 07:02 Ég hef ætlað mér að stunda nám við þjóðfræði alveg síðan að ég frétti að námið væri til. Það var hins vegar ekki fyrr en rétt hálfu ári áður en ég hóf nám í Háskóla Íslands sem ég vissi af náminu. Það kom mér á óvart að hafa ekki heyrt um það áður, þar sem samfélagið sem ég ólst upp í, á Stykkishólmi, hélt mikið upp á allskonar hefðir, muni og minningar, sem oft eru rannsóknarefni þjóðfræðinga. Meðal annars mætti minnast á gömlu húsin sem enn vekja mikla athygli og tilfinningar bæði meðal bæjarbúa og ferðamanna. Spurningarnar höfðu alltaf verið til staðar. Af hverju finnast fólki svona hlutir merkilegir? Þetta er spurning sem hefur breyst mikið í huga mínum. Í stað þess að spyrja hennar í skilningsleysi þá spyr ég af undrun, forvitni og vilja til að vita meira. Þjóðfræðin, og í raun hvaða nám sem er, getur hjálpað manni að fá nýtt sjónarhorn á daglegt líf. Í þjóðfræðinni myndi það kallast að setja á sig þjóðfræðigleraugun. Sem dæmi hef ég heyrt þjóðfræðinga minnast á hvernig álit þeirra á hefðum eins og hátíðum breyttist eftir að þau hófu námið. Mig langar einnig að taka páskana sem dæmi, þar sem þeir eru rétt handan við hornið. Páskahátíðin í sinni best þekktu mynd er nátengd við kristna trú. Í nútímanum er hins vegar minni áhersla á trúarlegu hlið hátíðarinnar og meiri á hefðir sem fólk hefur mótað sér í nútímanum. Páskahérinn og hænan eru vinsælar táknmyndir hátíðarinnar, en það er ekki ný tilkomið. Uppruni þeirra hefða eru nátengd enska heitinu á páskahátíðinni (e. Easter), sem á rætur sínar að rekja til Anglo-Saxon gyðjunnar Eostre (Ostara). Eostre var gyðja vorsins, morgunsins, endurfæðingarinnar og barna. Sagan segir að Eostre hafi umbreytt uppáhalds fuglinum sínu í kanínu sem gladdi börn með því að færa þeim marglit egg, sem voru tákn upphafsins. Hænur eru því tengdar við páskana í gegnum eiginleika þeirra til að verpa eggjum. Páskahefðin, eins og aðrar hefðir, hefur tekið breytingum eftir stað og stund. Í nútímanum eru páska kanínur og hænur oftast séðar í formi sælgætis og/eða skreytinga. Hefðir eru einnig mismunandi eftir fjölskyldum. Þar sem fjölskyldan mín mætti lengi í miðnæturmessu laugardaginn fyrir páskadag var venjan að sofa út. Einn eða tveir fjölskyldumeðlimir vöknuðu samt aðeins fyrr til að undirbúa morgunmatinn, sem voru allt frá eggjum, brauði með allskonar áleggi og pönnukökum. Fyrir morgunmatinn földu foreldrarnir mínir einnig lítil súkkulaðiegg í mismunandi litum í stofunni. Ég og systur mínar kepptumst við að finna öll eggin af okkar lit á undan hinum og maður varð einnig frekar góður í því að gefa ekki frá sér viðbrögð þegar maður fann egg einhvers annars. Ég hef heyrt af öðrum fjölskyldum sem fela eggin út í garði ef veður leyfir eða fela aðeins stóru páskaeggin. Fjölskyldan mín hefur það einnig fyrir sið að velja grein úr einum runna í garðinum, klippa hana af og skreyta með allskonar páskalegu skrauti. Þá eru það yfirleitt gulu ungarnir sem við höfum safnað af páskaeggjum undanfarna páska. Áfram mætti lengi telja og páskahefðirnar eru fjölbreyttar. Við vitum ekki endilega hver uppruni hverrar einustu hefðar er, en skiptir það í raun öllu máli? Hefðir eru aðeins lifandi ef það er þörf á þeim, þær hafa einhverja þýðingu eða tilgang. Tökum þorrablótið sem dæmi um hefð sem dó út en birtist svo á ný í seinni tíð með nýrri uppsetningu og hlutverki. Það er áhugavert að velta því fyrir sér af hverju við höldum í hefðir? Af hverju eru þær mikilvægar fyrir okkur? Höldum við þeim uppi vegna þess að þær gagnast okkur eða er það vegna þess að manneskjur eru vanasamar verur? Þetta eru spurningarnar sem ég hef öðlast áhuga á í gegnum námið mitt í þjóðfræðinni. Það er áhugavert að velta fyrir sér hvað það er sem kallar á breytingar á hefðum, en það er mikilvægt að leyfa þeim að þróast og breytast, annars hverfa þær. Höfundur er þjóðfræðinemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Menning Skóla- og menntamál Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Ég hef ætlað mér að stunda nám við þjóðfræði alveg síðan að ég frétti að námið væri til. Það var hins vegar ekki fyrr en rétt hálfu ári áður en ég hóf nám í Háskóla Íslands sem ég vissi af náminu. Það kom mér á óvart að hafa ekki heyrt um það áður, þar sem samfélagið sem ég ólst upp í, á Stykkishólmi, hélt mikið upp á allskonar hefðir, muni og minningar, sem oft eru rannsóknarefni þjóðfræðinga. Meðal annars mætti minnast á gömlu húsin sem enn vekja mikla athygli og tilfinningar bæði meðal bæjarbúa og ferðamanna. Spurningarnar höfðu alltaf verið til staðar. Af hverju finnast fólki svona hlutir merkilegir? Þetta er spurning sem hefur breyst mikið í huga mínum. Í stað þess að spyrja hennar í skilningsleysi þá spyr ég af undrun, forvitni og vilja til að vita meira. Þjóðfræðin, og í raun hvaða nám sem er, getur hjálpað manni að fá nýtt sjónarhorn á daglegt líf. Í þjóðfræðinni myndi það kallast að setja á sig þjóðfræðigleraugun. Sem dæmi hef ég heyrt þjóðfræðinga minnast á hvernig álit þeirra á hefðum eins og hátíðum breyttist eftir að þau hófu námið. Mig langar einnig að taka páskana sem dæmi, þar sem þeir eru rétt handan við hornið. Páskahátíðin í sinni best þekktu mynd er nátengd við kristna trú. Í nútímanum er hins vegar minni áhersla á trúarlegu hlið hátíðarinnar og meiri á hefðir sem fólk hefur mótað sér í nútímanum. Páskahérinn og hænan eru vinsælar táknmyndir hátíðarinnar, en það er ekki ný tilkomið. Uppruni þeirra hefða eru nátengd enska heitinu á páskahátíðinni (e. Easter), sem á rætur sínar að rekja til Anglo-Saxon gyðjunnar Eostre (Ostara). Eostre var gyðja vorsins, morgunsins, endurfæðingarinnar og barna. Sagan segir að Eostre hafi umbreytt uppáhalds fuglinum sínu í kanínu sem gladdi börn með því að færa þeim marglit egg, sem voru tákn upphafsins. Hænur eru því tengdar við páskana í gegnum eiginleika þeirra til að verpa eggjum. Páskahefðin, eins og aðrar hefðir, hefur tekið breytingum eftir stað og stund. Í nútímanum eru páska kanínur og hænur oftast séðar í formi sælgætis og/eða skreytinga. Hefðir eru einnig mismunandi eftir fjölskyldum. Þar sem fjölskyldan mín mætti lengi í miðnæturmessu laugardaginn fyrir páskadag var venjan að sofa út. Einn eða tveir fjölskyldumeðlimir vöknuðu samt aðeins fyrr til að undirbúa morgunmatinn, sem voru allt frá eggjum, brauði með allskonar áleggi og pönnukökum. Fyrir morgunmatinn földu foreldrarnir mínir einnig lítil súkkulaðiegg í mismunandi litum í stofunni. Ég og systur mínar kepptumst við að finna öll eggin af okkar lit á undan hinum og maður varð einnig frekar góður í því að gefa ekki frá sér viðbrögð þegar maður fann egg einhvers annars. Ég hef heyrt af öðrum fjölskyldum sem fela eggin út í garði ef veður leyfir eða fela aðeins stóru páskaeggin. Fjölskyldan mín hefur það einnig fyrir sið að velja grein úr einum runna í garðinum, klippa hana af og skreyta með allskonar páskalegu skrauti. Þá eru það yfirleitt gulu ungarnir sem við höfum safnað af páskaeggjum undanfarna páska. Áfram mætti lengi telja og páskahefðirnar eru fjölbreyttar. Við vitum ekki endilega hver uppruni hverrar einustu hefðar er, en skiptir það í raun öllu máli? Hefðir eru aðeins lifandi ef það er þörf á þeim, þær hafa einhverja þýðingu eða tilgang. Tökum þorrablótið sem dæmi um hefð sem dó út en birtist svo á ný í seinni tíð með nýrri uppsetningu og hlutverki. Það er áhugavert að velta því fyrir sér af hverju við höldum í hefðir? Af hverju eru þær mikilvægar fyrir okkur? Höldum við þeim uppi vegna þess að þær gagnast okkur eða er það vegna þess að manneskjur eru vanasamar verur? Þetta eru spurningarnar sem ég hef öðlast áhuga á í gegnum námið mitt í þjóðfræðinni. Það er áhugavert að velta fyrir sér hvað það er sem kallar á breytingar á hefðum, en það er mikilvægt að leyfa þeim að þróast og breytast, annars hverfa þær. Höfundur er þjóðfræðinemi.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar