„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar 11. apríl 2025 21:31 Loksins! Loksins vekja fjölmiðlar máls á hugtakinu „vók“. Ekki svo að skilja að ég haldi því fram að orðið hafi ekki legið eins og hlussuleg mara yfir samfélagsumræðunni, eins og ósýnileg vofa sem bjó um sig í sameiginlegu hugskoti samfélagsins síðla árs 2012, en stígur ekki fram fyrr en nú og kynnir sig með nafni. Nei, engum yrði ágengt að neita því, enda á allt framangreint við um orðskrýpið „woke“. Það sem ég meina er að loksins eru álitsgjafarnir, sem hafa barist um skilgreiningarvaldið, beðnir að útskýra á mannamáli hvað „vók“ eiginlega þýðir, á opinberum vettvangi. Er það uppdiktaður merkimiði sem öfgaöfl hægristjórnmála klína á andstæðinga sína til að grafa undan þeim; eða lýsir það hinum réttnefndu krossförum smásmyglinnar, sem setja saklausa borgara á gapastokkinn fyrir hið minnsta feilspor? Er „vók“ lymskulegt verkfæri sem þarf að hrifsa úr höndum hægrimanna eða er það gunnfáni froðufellandi byltingarsinna sem eyra engu til að tryggja framgang hugmyndafræði sinnar? Þegar til kastanna kemur virðast bæði sjónarmiðin í senn hafa eitthvað og ekkert til síns máls. En hvernig stendur á því? Það er vegna þess að „vók“ er óþolandi og steingeld þrætubókarlist; óstöðvandi teygjutvist samfélagslegrar togstreitu. „Vók“ er værðarvoða; þægilegur hægindarstóll gáfumannsins sem málar sér sökudólg, sendir honum langt nef, og fnæsir yfir því að hann skuli standa í vegi fyrir heildstæðni samfélagsins. „Vók“ er umræða sem snýst upp í andhverfu sína og hindrar breytingarnar sem hún sjálf boðar. Enda hefur einhver alltaf – eins og heyrðist í Pallborðsumræðum Vísis fyrir skemmstu – vit á því að spyrja (og nú dramatísera ég orðalagið mjög án þess að skemma inntakið): „Af hverju erum við yfirhöfuð að tala um þetta útþynnta, óljósa og í eðlis sínu afvegaleiðandi orðskrýpi sem „vók“ er orðið?“. Það er ekki nema von að einhver spyrji... Af hverju mokum við okkur ekki upp úr þessum „vók“ skurði og tölum um málaflokka og breytingar sem hvíla á fólki, eins og húsnæðismál, eða efnahagsmál? En þar stendur hnífurinn í kúnni. Hvað ef það er vegna þess, að umræður um efnahags- og húsnæðismál – eða hvaðeina sem skiptir máli – eiga sér raunverulegan farveg og raunverulegar lausnir; öfugt við þá gegndarlusu þrætubókarlist sem sprettur af orðum eins og „vók“? Þegar rætt er um húsnæðismál er hægt að sammælast um að ráðast þurfi í frekari húsnæðisuppbyggingu til að koma málaflokknum á réttan kjöl. Þegar enn er spurt: „Hvernig ætlum við að bæta efnahaginn?“ Þá er því kannski svarað að ráðast þurfi í aukna verðmætasköpun. Í báðum tilfellum felst lausnin í því að yfirgefa löngu súrnað saumaklúbbsspjall og láta hendur standa fram úr ermum; með öðrum orðum, að gera eitthvað, en ekki bara að tala. Taumlaust tal er oft ekki til annars fallið en að slá á frest því sem þarfnast umsvifalausrar athygli. Liggur þá ekki í augum uppi að „vók“ er samfélagsleg frestunarárátta? Þessi „vók“ umræða líkist ofhugsunum kvíðasjúklins sem vegna röskunnar sinnar kemst ekki af stað með neitt og nýtur fyrir vikið ekki einnar skýrrar hugsunar um það hvert förinni er heitið; og þar með er förinni heitið í hring. Enda sjáum við að það er engum skýrleika til að dreifa um framtíð orðsins „vók“ eins og um efnahags- eða húsnæðismál; það er ekki einu sinni hægt að slá botni í skilgreiningu orðsins án þess að tvímæli séu í tafli; og ef menn sæju sóma sinn í því að hætta að vekja orðið aftur til lífsins þá væri það jarðsungið í eitt skipti fyrir öll. En hér virðast álitsgjafarnir eins hugfangnir af afturgöngum og dulspekingarnir eru af stjörnukukli sínu. Á meðan álitsgjafarnir dansa hvað hátílegast á gröfinni og fagna því að „vókið“ unnir „það“ sér engrar hvíldar! Lexían er einföld og hún er þessi: Orðræða þeirra sem eiga hlut að máli um „vók“ blossar ekki upp sem tímabært og frískandi mótvægi gegn sjúkleika sem allir sjá. Blessaðir álitsgjafarnir benda okkur ekki á undirliggjandi mein, ýmist sprottið úr hægri eða vinstri væng stjórnmálanna, eftir því hvern þú spyrð. Þeim er ekki hægt að líkja við sakleysislegt sjúkdómseinkenni, sem eins og þekkist, er vísbending líkamans um að sjúkleiki hafi einhvers staðar grafið um sig. Þvert á móti, álitsgjafarnir eru sjálfur sjúkdómurinn holdi klæddur. Sjúkdómurinn er þessi: Þegar maður stendur frammi fyrir samfélagi sem manni er fyrirmunað að breyta, en sér þó í hendi sér að breytinga er þörf, þá sjá sumir sér þann kost vænstann að sökkva sér á kaf í hugaróra hugmyndafræðinnar og stunda þar óþolandi þrætubókarlist – sem nær engri átt – um illa skilgreinda og innihaldslitla froðu eins og „vók“. Og jafnvel þótt hringavitleysan stefni til tómra vandræða og enginn mannlegur máttur fái hana stöðvað, þá er það engin hörmung – það er einmitt fegurðin í froðunni. Höfundur er heimspekinemi við HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Loksins! Loksins vekja fjölmiðlar máls á hugtakinu „vók“. Ekki svo að skilja að ég haldi því fram að orðið hafi ekki legið eins og hlussuleg mara yfir samfélagsumræðunni, eins og ósýnileg vofa sem bjó um sig í sameiginlegu hugskoti samfélagsins síðla árs 2012, en stígur ekki fram fyrr en nú og kynnir sig með nafni. Nei, engum yrði ágengt að neita því, enda á allt framangreint við um orðskrýpið „woke“. Það sem ég meina er að loksins eru álitsgjafarnir, sem hafa barist um skilgreiningarvaldið, beðnir að útskýra á mannamáli hvað „vók“ eiginlega þýðir, á opinberum vettvangi. Er það uppdiktaður merkimiði sem öfgaöfl hægristjórnmála klína á andstæðinga sína til að grafa undan þeim; eða lýsir það hinum réttnefndu krossförum smásmyglinnar, sem setja saklausa borgara á gapastokkinn fyrir hið minnsta feilspor? Er „vók“ lymskulegt verkfæri sem þarf að hrifsa úr höndum hægrimanna eða er það gunnfáni froðufellandi byltingarsinna sem eyra engu til að tryggja framgang hugmyndafræði sinnar? Þegar til kastanna kemur virðast bæði sjónarmiðin í senn hafa eitthvað og ekkert til síns máls. En hvernig stendur á því? Það er vegna þess að „vók“ er óþolandi og steingeld þrætubókarlist; óstöðvandi teygjutvist samfélagslegrar togstreitu. „Vók“ er værðarvoða; þægilegur hægindarstóll gáfumannsins sem málar sér sökudólg, sendir honum langt nef, og fnæsir yfir því að hann skuli standa í vegi fyrir heildstæðni samfélagsins. „Vók“ er umræða sem snýst upp í andhverfu sína og hindrar breytingarnar sem hún sjálf boðar. Enda hefur einhver alltaf – eins og heyrðist í Pallborðsumræðum Vísis fyrir skemmstu – vit á því að spyrja (og nú dramatísera ég orðalagið mjög án þess að skemma inntakið): „Af hverju erum við yfirhöfuð að tala um þetta útþynnta, óljósa og í eðlis sínu afvegaleiðandi orðskrýpi sem „vók“ er orðið?“. Það er ekki nema von að einhver spyrji... Af hverju mokum við okkur ekki upp úr þessum „vók“ skurði og tölum um málaflokka og breytingar sem hvíla á fólki, eins og húsnæðismál, eða efnahagsmál? En þar stendur hnífurinn í kúnni. Hvað ef það er vegna þess, að umræður um efnahags- og húsnæðismál – eða hvaðeina sem skiptir máli – eiga sér raunverulegan farveg og raunverulegar lausnir; öfugt við þá gegndarlusu þrætubókarlist sem sprettur af orðum eins og „vók“? Þegar rætt er um húsnæðismál er hægt að sammælast um að ráðast þurfi í frekari húsnæðisuppbyggingu til að koma málaflokknum á réttan kjöl. Þegar enn er spurt: „Hvernig ætlum við að bæta efnahaginn?“ Þá er því kannski svarað að ráðast þurfi í aukna verðmætasköpun. Í báðum tilfellum felst lausnin í því að yfirgefa löngu súrnað saumaklúbbsspjall og láta hendur standa fram úr ermum; með öðrum orðum, að gera eitthvað, en ekki bara að tala. Taumlaust tal er oft ekki til annars fallið en að slá á frest því sem þarfnast umsvifalausrar athygli. Liggur þá ekki í augum uppi að „vók“ er samfélagsleg frestunarárátta? Þessi „vók“ umræða líkist ofhugsunum kvíðasjúklins sem vegna röskunnar sinnar kemst ekki af stað með neitt og nýtur fyrir vikið ekki einnar skýrrar hugsunar um það hvert förinni er heitið; og þar með er förinni heitið í hring. Enda sjáum við að það er engum skýrleika til að dreifa um framtíð orðsins „vók“ eins og um efnahags- eða húsnæðismál; það er ekki einu sinni hægt að slá botni í skilgreiningu orðsins án þess að tvímæli séu í tafli; og ef menn sæju sóma sinn í því að hætta að vekja orðið aftur til lífsins þá væri það jarðsungið í eitt skipti fyrir öll. En hér virðast álitsgjafarnir eins hugfangnir af afturgöngum og dulspekingarnir eru af stjörnukukli sínu. Á meðan álitsgjafarnir dansa hvað hátílegast á gröfinni og fagna því að „vókið“ unnir „það“ sér engrar hvíldar! Lexían er einföld og hún er þessi: Orðræða þeirra sem eiga hlut að máli um „vók“ blossar ekki upp sem tímabært og frískandi mótvægi gegn sjúkleika sem allir sjá. Blessaðir álitsgjafarnir benda okkur ekki á undirliggjandi mein, ýmist sprottið úr hægri eða vinstri væng stjórnmálanna, eftir því hvern þú spyrð. Þeim er ekki hægt að líkja við sakleysislegt sjúkdómseinkenni, sem eins og þekkist, er vísbending líkamans um að sjúkleiki hafi einhvers staðar grafið um sig. Þvert á móti, álitsgjafarnir eru sjálfur sjúkdómurinn holdi klæddur. Sjúkdómurinn er þessi: Þegar maður stendur frammi fyrir samfélagi sem manni er fyrirmunað að breyta, en sér þó í hendi sér að breytinga er þörf, þá sjá sumir sér þann kost vænstann að sökkva sér á kaf í hugaróra hugmyndafræðinnar og stunda þar óþolandi þrætubókarlist – sem nær engri átt – um illa skilgreinda og innihaldslitla froðu eins og „vók“. Og jafnvel þótt hringavitleysan stefni til tómra vandræða og enginn mannlegur máttur fái hana stöðvað, þá er það engin hörmung – það er einmitt fegurðin í froðunni. Höfundur er heimspekinemi við HÍ
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun