Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar 31. mars 2025 07:01 Forstjóri eins stærsta sjávarútvegsfélags landsins skrifaði nýverið að afkoma greinarinnar mætti ekki við frekari kostnaðarhækkunum eins og leiðréttum veiðigjöldum. Það muni koma í veg fyrir nauðsynlegar fjárfestingar og það sem hann telur eðlilega afkomu greinarinnar. „Þarna eru því áform að slátra mjólkurkúnni,“ skrifaði hann í uppgjörstilkynningu til Kauphallar. Það er ágætt að máta þessa fullyrðingu og hræðsluáróður við raunveruleikann. Úr krónum núll í krónur eitthvað Í fyrsta lagi er verið að fara með upphæðina sem ratar inn í ríkissjóð fyrir afnot af auðlindinni úr krónum núll í krónur eitthvað. Eins og staðan er í dag þá er kostnaður ríkisins af þjónustu við sjávarútveg nefnilega meiri en þau veiðigjöld sem eru innheimt á hverju ári. Það myndi enginn leigusali á einkamarkaði halda leigu á íbúð í útleigu í 100 þúsund krónum á mánuði ef kostnaður hans við viðhald væri 110 þúsund krónur á mánuði. Þá væru forsendur útleigunnar brostnar. Þessu fyrirkomulagi verður nú breytt með hóflegri leiðréttingu sem skilar því að fjármunir munu falla til sem nýtast í löngu nauðsynlega innviðauppbyggingu. Þetta er því sanngjörn, réttlát og eðlileg breyting. Í öðru lagi var framlegðin hjá útgerðum landsins 93,8 milljarðar króna árið 2023. Ef sú leiðrétting sem nú á að innleiða við útreikning á veiðigjöldum hefði verið komin í virkni 2023 hefði framlegðin „aðeins“ verið 84,2 milljarðar króna. Framlegð þýðir tekjur að frádregnum breytilegum kostnaði. Til útskýringar þá virkar hún svona: útgerð þarf að kosta ákveðinni upphæð til að veiða fisk. Í henni felast kostnaður við skip, laun og allt annað slíkt. Hún selur svo vöruna á verði sem er hærra en það og mismunurinn er framlegð. Framlegð í sjávarútvegi er gríðarlega há í öllum samanburði, og verður það áfram eftir leiðréttingu veiðigjalda. Hin „eðlilega afkoma“ er langt umfram aðra geira Í þriðja lagi má benda á að rekstrarhagnaðarhlutfall sjávarútvegs var að meðaltali 24 prósent á árunum 2014 til 2023. Það þýðir að rekstrarhagnaður er næstum fjórðungur af öllum rekstrarkostnaði. Í íslensku viðskiptahagkerfi var þetta hlutfall níu prósent á sama tíma, og það þykir almennt gott. Sjávarútvegur er því langarðbærasta atvinnugrein landsins, sem auk þess nýtur þeirrar sérstöðu að hagnast á nýtingu á auðlind sem skilgreind er þjóðareign í lögum. Ef sjávarútvegur hefur greitt níu milljörðum krónum meira í veiðigjöld á hverju ári á umræddu tímabili hefði rekstrarhagnaðarhlutfall hans farið úr 24 í 20 prósent. Það væri enn rúmlega tvöfalt á það sem gengur og gerist í íslensku viðskiptalífi. Þrjár krónur til hins opinbera, sjö til eigenda útgerða Í fjórða lagi skulum við skoða hagnað, þá fjárhæð sem situr eftir hjá fyrirtæki eftir að það hefur greitt allan kostnað, fjárfestingu og gjöld. Honum er almennt hægt að ráðstafa með tvennum hætti: það er hægt að greiða hann út sem arð til eigenda eða leggja hann við eigið fé fyrirtækja. Ef einungis er horft á árið 2023 þá var hagnaður sjávarútvegs það árið 67,5 milljarðar króna. Ef hann hefði greitt leiðrétt veiðigjöld á því ári þá hefði hagnaðurinn farið niður í „aðeins“ 60 milljarða króna. Frá árinu 2009 og út árið 2023 var hagnaður sjávarútvegs, veiða og vinnslu, vel á sjöunda hundrað milljarða króna á gengi hvers árs fyrir sig. Á föstu gengi var hann miklu meiri. Önnur leið til að skoða hagnaðinn er að greina hver hann var áður en sjávarútvegur greiddi veiðigjald, tekjuskatt og tryggingagjald í ríkissjóð. Frá árinu 2011 og út árið 2023 skiptist sá hagnaður þannig að sjö af hverjum tíu krónum fóru til útgerða en þrjár af hverjum tíu fóru til hins opinbera. Stjarnfræðilegt eigið fé Í fimmta og síðasta lagi skulum við ræða um eigið fé. Það er virði eigna umfram skuldir. Í lok árs 2022, sem eru nýjustu birtu tölur um eigið fé sjávarútvegsfyrirtækja, var bókfært eigið fé geirans 449 milljarðar króna. Það hafði þá aukist um 150 milljarða króna á fimm árum. Eigið féð er um 173 milljörðum krónum meira en allt eigið fé þess 60 prósent hluta þjóðarinnar sem hefur lægstu tekjurnar. Vert er að taka fram að þetta eru peningarnir sem sitja eftir inni í fyrirtækjunum eftir að þau hafa greitt arð, skatta og gjöld, greitt niður skuldir og alla fjárfestingu. Til viðbótar liggur fyrir að virði eigna sjávarútvegs, yrðu þær seldar, er miklu meira en það er fært í bækur þeirra. Ástæðan liggur í því að aflaheimildir, kvóta, eru í mörgum tilvikum verulega vanmetnar. Þær eru bókfærðar á fimmta hundrað milljarða króna en ef miðað er við viðskipti sem gerð voru með kvóta árið 2021 er heildarvirði þeirra nær 1.200 milljörðum króna. Samkvæmt því myndu eigendur sjávarútvegsfyrirtækja eiga vel yfir þúsund milljarða króna í reiðufé ef þeir myndu selja allar eignir sínar í geiranum og gera upp allar skuldir sínar. Er þá verið að slátra mjólkurkúnni? Það er alls ekki verið að slátra mjólkurkúnni. Frekar mætti segja að þjóðin öll, sem á nú blessaða auðlindina samkvæmt lögum, sé að fá auka mjólkurglas úr dallinum næst þegar útgerðin mjólkar feitustu kúnna á þjóðarheimilinu. Það er gert með því að leiðrétta veiðigjöld þannig að þau skili eiganda fiskveiðiauðlindarinnar eðlilegum tekjum sem hægt er að nýta til innviðauppbyggingar. Þetta er sanngjörn, réttlát og vel undirbyggð leið. Það má vel vera að þeim sem eiga og stýra stærstu útgerðum landsins þyki þessi leiðrétting minnka þá afkomu sem þeim finnst eðlileg af nýtingu þjóðarauðlindar. En þjóðin sem á auðlindina er henni að mestu ósammála. Það er sitjandi ríkisstjórn líka og þess vegna er loksins verið að ráðast í aðgerðir til að græða það svöðusár sem skipting arðsins af auðlindinni hefur verið á þjóðarlíkamanum. Það er ekki bara heilbrigt fyrir útgerðina að friðmælast við þjóðina og greiða þau veiðigjöld fyrir afnot af þjóðarauðlindinni sem henni ber að greiða. Það er beinlínis nauðsynlegt. Vonandi sér hún sér fært að hætta harmakveinunum og hræðsluáróðrinum og koma í þessa vegferð með okkur. Öllum Íslendingum til heilla. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar og einn eigenda nytjastofna á Íslandsmiðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Samfylkingin Sjávarútvegur Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Forstjóri eins stærsta sjávarútvegsfélags landsins skrifaði nýverið að afkoma greinarinnar mætti ekki við frekari kostnaðarhækkunum eins og leiðréttum veiðigjöldum. Það muni koma í veg fyrir nauðsynlegar fjárfestingar og það sem hann telur eðlilega afkomu greinarinnar. „Þarna eru því áform að slátra mjólkurkúnni,“ skrifaði hann í uppgjörstilkynningu til Kauphallar. Það er ágætt að máta þessa fullyrðingu og hræðsluáróður við raunveruleikann. Úr krónum núll í krónur eitthvað Í fyrsta lagi er verið að fara með upphæðina sem ratar inn í ríkissjóð fyrir afnot af auðlindinni úr krónum núll í krónur eitthvað. Eins og staðan er í dag þá er kostnaður ríkisins af þjónustu við sjávarútveg nefnilega meiri en þau veiðigjöld sem eru innheimt á hverju ári. Það myndi enginn leigusali á einkamarkaði halda leigu á íbúð í útleigu í 100 þúsund krónum á mánuði ef kostnaður hans við viðhald væri 110 þúsund krónur á mánuði. Þá væru forsendur útleigunnar brostnar. Þessu fyrirkomulagi verður nú breytt með hóflegri leiðréttingu sem skilar því að fjármunir munu falla til sem nýtast í löngu nauðsynlega innviðauppbyggingu. Þetta er því sanngjörn, réttlát og eðlileg breyting. Í öðru lagi var framlegðin hjá útgerðum landsins 93,8 milljarðar króna árið 2023. Ef sú leiðrétting sem nú á að innleiða við útreikning á veiðigjöldum hefði verið komin í virkni 2023 hefði framlegðin „aðeins“ verið 84,2 milljarðar króna. Framlegð þýðir tekjur að frádregnum breytilegum kostnaði. Til útskýringar þá virkar hún svona: útgerð þarf að kosta ákveðinni upphæð til að veiða fisk. Í henni felast kostnaður við skip, laun og allt annað slíkt. Hún selur svo vöruna á verði sem er hærra en það og mismunurinn er framlegð. Framlegð í sjávarútvegi er gríðarlega há í öllum samanburði, og verður það áfram eftir leiðréttingu veiðigjalda. Hin „eðlilega afkoma“ er langt umfram aðra geira Í þriðja lagi má benda á að rekstrarhagnaðarhlutfall sjávarútvegs var að meðaltali 24 prósent á árunum 2014 til 2023. Það þýðir að rekstrarhagnaður er næstum fjórðungur af öllum rekstrarkostnaði. Í íslensku viðskiptahagkerfi var þetta hlutfall níu prósent á sama tíma, og það þykir almennt gott. Sjávarútvegur er því langarðbærasta atvinnugrein landsins, sem auk þess nýtur þeirrar sérstöðu að hagnast á nýtingu á auðlind sem skilgreind er þjóðareign í lögum. Ef sjávarútvegur hefur greitt níu milljörðum krónum meira í veiðigjöld á hverju ári á umræddu tímabili hefði rekstrarhagnaðarhlutfall hans farið úr 24 í 20 prósent. Það væri enn rúmlega tvöfalt á það sem gengur og gerist í íslensku viðskiptalífi. Þrjár krónur til hins opinbera, sjö til eigenda útgerða Í fjórða lagi skulum við skoða hagnað, þá fjárhæð sem situr eftir hjá fyrirtæki eftir að það hefur greitt allan kostnað, fjárfestingu og gjöld. Honum er almennt hægt að ráðstafa með tvennum hætti: það er hægt að greiða hann út sem arð til eigenda eða leggja hann við eigið fé fyrirtækja. Ef einungis er horft á árið 2023 þá var hagnaður sjávarútvegs það árið 67,5 milljarðar króna. Ef hann hefði greitt leiðrétt veiðigjöld á því ári þá hefði hagnaðurinn farið niður í „aðeins“ 60 milljarða króna. Frá árinu 2009 og út árið 2023 var hagnaður sjávarútvegs, veiða og vinnslu, vel á sjöunda hundrað milljarða króna á gengi hvers árs fyrir sig. Á föstu gengi var hann miklu meiri. Önnur leið til að skoða hagnaðinn er að greina hver hann var áður en sjávarútvegur greiddi veiðigjald, tekjuskatt og tryggingagjald í ríkissjóð. Frá árinu 2011 og út árið 2023 skiptist sá hagnaður þannig að sjö af hverjum tíu krónum fóru til útgerða en þrjár af hverjum tíu fóru til hins opinbera. Stjarnfræðilegt eigið fé Í fimmta og síðasta lagi skulum við ræða um eigið fé. Það er virði eigna umfram skuldir. Í lok árs 2022, sem eru nýjustu birtu tölur um eigið fé sjávarútvegsfyrirtækja, var bókfært eigið fé geirans 449 milljarðar króna. Það hafði þá aukist um 150 milljarða króna á fimm árum. Eigið féð er um 173 milljörðum krónum meira en allt eigið fé þess 60 prósent hluta þjóðarinnar sem hefur lægstu tekjurnar. Vert er að taka fram að þetta eru peningarnir sem sitja eftir inni í fyrirtækjunum eftir að þau hafa greitt arð, skatta og gjöld, greitt niður skuldir og alla fjárfestingu. Til viðbótar liggur fyrir að virði eigna sjávarútvegs, yrðu þær seldar, er miklu meira en það er fært í bækur þeirra. Ástæðan liggur í því að aflaheimildir, kvóta, eru í mörgum tilvikum verulega vanmetnar. Þær eru bókfærðar á fimmta hundrað milljarða króna en ef miðað er við viðskipti sem gerð voru með kvóta árið 2021 er heildarvirði þeirra nær 1.200 milljörðum króna. Samkvæmt því myndu eigendur sjávarútvegsfyrirtækja eiga vel yfir þúsund milljarða króna í reiðufé ef þeir myndu selja allar eignir sínar í geiranum og gera upp allar skuldir sínar. Er þá verið að slátra mjólkurkúnni? Það er alls ekki verið að slátra mjólkurkúnni. Frekar mætti segja að þjóðin öll, sem á nú blessaða auðlindina samkvæmt lögum, sé að fá auka mjólkurglas úr dallinum næst þegar útgerðin mjólkar feitustu kúnna á þjóðarheimilinu. Það er gert með því að leiðrétta veiðigjöld þannig að þau skili eiganda fiskveiðiauðlindarinnar eðlilegum tekjum sem hægt er að nýta til innviðauppbyggingar. Þetta er sanngjörn, réttlát og vel undirbyggð leið. Það má vel vera að þeim sem eiga og stýra stærstu útgerðum landsins þyki þessi leiðrétting minnka þá afkomu sem þeim finnst eðlileg af nýtingu þjóðarauðlindar. En þjóðin sem á auðlindina er henni að mestu ósammála. Það er sitjandi ríkisstjórn líka og þess vegna er loksins verið að ráðast í aðgerðir til að græða það svöðusár sem skipting arðsins af auðlindinni hefur verið á þjóðarlíkamanum. Það er ekki bara heilbrigt fyrir útgerðina að friðmælast við þjóðina og greiða þau veiðigjöld fyrir afnot af þjóðarauðlindinni sem henni ber að greiða. Það er beinlínis nauðsynlegt. Vonandi sér hún sér fært að hætta harmakveinunum og hræðsluáróðrinum og koma í þessa vegferð með okkur. Öllum Íslendingum til heilla. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar og einn eigenda nytjastofna á Íslandsmiðum.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun