Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Bjarki Sigurðsson skrifar 25. mars 2025 19:29 Svona eru laun bæjarstjóranna í tíu stærstu sveitarfélögum landsins. vísir/hjalti Þónokkrir bæjarstjórar á Íslandi eru með yfir þrjár milljónir króna á mánuði. Verkalýðsleiðtogi segir þessi háu laun óforsvaranleg og vanvirðingu við skattgreiðendur. Af tíu fjölmennustu sveitarfélögum landsins er bæjarstjóri Hafnarfjarðar með hæstu launin. Hann er með tvær milljónir og 850 þúsund á mánuði, litlu meira en bæjarstjóri Garðabæjar. Skammt á eftir koma svo bæjarstjóri Reykjanesbæjar, bæjarstjóri Akureyrar og borgarstjóri. Aðrir sem rjúfa tveggja milljón króna múrinn eru bæjarstjórar Kópavogs, Mosfellsbæjar, Akraness og Fjarðabyggðar. Lestina rekur svo bæjarstjóri Árborgar. Ofan á þetta fá einhverjir þeirra greiðslur fyrir stjórnarsetu, til að mynda sitja allir bæjarstjórar höfuðborgarsvæðisins í stjórn Slökkviliðsins. Því eru heildarmánaðarlaun nokkurra yfir þrjár milljónir króna, þrefalt meira en meðallaun í landinu. Engin hófsemd Formaður Eflingar segir há laun bæjarstjóra á Íslandi óforsvaranleg. „Sveitarfélögin geta ekki haldið úti almennilegri grunnþjónustu. Leikskólarnir eru í stórkostlegum vandræðum, skólakerfið okkar er í stórkostlegum vandræðum, fólkið sem starfar við grundvallarstörf, ómissandi starfsfólk og láglaunafólk, það berst í bökkum. Svo þurfum við enn eina ferðina að fá fréttir af því að fólk sem getur sjálft skammtað sér launin sín geri það og sýni enga hófsemd,“ segir Sólveig. Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar.Vísir/Lýður Valberg Hún segir launin vanvirðing við alla sem greiða útsvar til sveitarfélaganna. „Ég held að ég geti sagt hér fyrir hönd allra Eflingarfélaga, að við fordæmum þetta. Við fordæmum framferði hinnar opinberu yfirstéttar og við teljum að það hljóti vera kominn tími á það að það myndist hér pólitísk samstaða í þessu samfélagi að setja þessu fólki einfaldlega stólinn fyrir dyrnar,“ segir Sólveig. Spilling á Íslandi Ýmsir bæjarstjórar fá launahækkun samkvæmt launavísitölu tvisvar á ári, sem þekkist almennt ekki á almennum markaði að sögn Sólveigar. „Ástæðan fyrir því að þetta fólk kemst upp með þetta er að því miður erum við að því miður erum við að takast á við mikla spillingu í þessu landi. Hún lýsir sér ekki bara með þessum hætti en þetta er kannski ljósasta og að sumu leyti ömurlegasta birtingarmyndin,“ segir Sólveig. Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Hafnarfjörður Garðabær Reykjanesbær Akureyri Reykjavík Mosfellsbær Kópavogur Akranes Fjarðabyggð Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira
Af tíu fjölmennustu sveitarfélögum landsins er bæjarstjóri Hafnarfjarðar með hæstu launin. Hann er með tvær milljónir og 850 þúsund á mánuði, litlu meira en bæjarstjóri Garðabæjar. Skammt á eftir koma svo bæjarstjóri Reykjanesbæjar, bæjarstjóri Akureyrar og borgarstjóri. Aðrir sem rjúfa tveggja milljón króna múrinn eru bæjarstjórar Kópavogs, Mosfellsbæjar, Akraness og Fjarðabyggðar. Lestina rekur svo bæjarstjóri Árborgar. Ofan á þetta fá einhverjir þeirra greiðslur fyrir stjórnarsetu, til að mynda sitja allir bæjarstjórar höfuðborgarsvæðisins í stjórn Slökkviliðsins. Því eru heildarmánaðarlaun nokkurra yfir þrjár milljónir króna, þrefalt meira en meðallaun í landinu. Engin hófsemd Formaður Eflingar segir há laun bæjarstjóra á Íslandi óforsvaranleg. „Sveitarfélögin geta ekki haldið úti almennilegri grunnþjónustu. Leikskólarnir eru í stórkostlegum vandræðum, skólakerfið okkar er í stórkostlegum vandræðum, fólkið sem starfar við grundvallarstörf, ómissandi starfsfólk og láglaunafólk, það berst í bökkum. Svo þurfum við enn eina ferðina að fá fréttir af því að fólk sem getur sjálft skammtað sér launin sín geri það og sýni enga hófsemd,“ segir Sólveig. Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar.Vísir/Lýður Valberg Hún segir launin vanvirðing við alla sem greiða útsvar til sveitarfélaganna. „Ég held að ég geti sagt hér fyrir hönd allra Eflingarfélaga, að við fordæmum þetta. Við fordæmum framferði hinnar opinberu yfirstéttar og við teljum að það hljóti vera kominn tími á það að það myndist hér pólitísk samstaða í þessu samfélagi að setja þessu fólki einfaldlega stólinn fyrir dyrnar,“ segir Sólveig. Spilling á Íslandi Ýmsir bæjarstjórar fá launahækkun samkvæmt launavísitölu tvisvar á ári, sem þekkist almennt ekki á almennum markaði að sögn Sólveigar. „Ástæðan fyrir því að þetta fólk kemst upp með þetta er að því miður erum við að því miður erum við að takast á við mikla spillingu í þessu landi. Hún lýsir sér ekki bara með þessum hætti en þetta er kannski ljósasta og að sumu leyti ömurlegasta birtingarmyndin,“ segir Sólveig.
Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Hafnarfjörður Garðabær Reykjanesbær Akureyri Reykjavík Mosfellsbær Kópavogur Akranes Fjarðabyggð Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira