Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar 24. mars 2025 12:30 Jafnt aðgengi fyrir alla óháð efnahag er lykilatriði í stefnu stjórnvalda varðandi heilbrigðisþjónustu, sem er vel. Gjaldskrár eru samræmdar og skjólstæðingar finna engan mun á buddunni milli rekstraraðila sem eru að vinna samkvæmt samningum við Sjúkratryggingar eða í hinu almenna opinbera kerfi. Mikill meirihluti þjónustunnar er fjármagnaður með framlögum ríkisins með einum eða öðrum hætti. Skjólstæðingum eru þannig tryggð þau jöfnu gæði er varða þennan mikilvæga þjónustuþátt sem heilbrigðiskerfið er og okkur þykir svo mikilvægt sem hornsteinn í samfélagi okkar. Þá eru lagðar eru línur um ýmsa gæðamælikvarða sem fylgt er eftir. Reglubundið eftirlit er á vegum Embættis Landlæknis með þeim sem veita þjónustu og skýr farvegur er um atvik og kvartanir vegna þjónustu á öllum stigum hennar. Vinna skal samkvæmt áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu sem gildir til ársins 2030 og hægt er að lesa sér nánar til um hér . Uppfylla þarf skilyrði Heilbrigðiseftirlits til rekstrar og Sjúkratryggingar Íslands skilgreina í sínum samningum hvernig þjónustu skuli háttað. Það er hins vegar svo að ekki eru allir sem veita þjónustu með slíka samninga, en undir þá falla til dæmis flest hjúkrunarheimili landsins, endurhæfingarstofnanir eins og Reykjalundur, Hveragerði, Sjúkrahúsið Vogur, stofur sérfræðilækna, sjúkraþjálfara, tannlækna og einkareknar heilsugæslur. Mjög stór hluti heilbrigðiskerfisins er svo rekinn samkvæmt fjárlögum og fellur í „samningssambandi“ sínu í raun undir ráðuneyti heilbrigðismála. Þar má telja allar heilbrigðisstofnanir umdæma, Landspítalann, Sjúkrahúsið á Akureyri og Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins. Í raun eru þannig allir undir jöfnum skilmálum að veita þjónustuna, undirgangast sama eftirlit með henni og svo framvegis. Það eru þó mikilvæg atriði sem standa útaf í þessu samhengi sem vert er að benda á í tengslum við rekstur og fjármögnun. Veitendur heilbrigðisþjónustu sitja ekki við sama borð til dæmis þegar kemur að kostnaði vegna trygginga. Einkareknar einingar, hvaða nafni sem þær nefnast þurfa að greiða tryggingu sem hið opinbera gerir ekki, fjárframlög eru þó þau sömu til rekstraraðila. Mikill aðstöðumunur er á greiðslum vegna blóðrannsókna. Svo mikill reyndar að nemur tugum prósenta á einingaverði og hefur viðgengist allt of lengi. Rekstraraðilar hjúkrunarheimila, endurhæfingarstofnana og einkareknar heilsugæslur greiða meira fyrir sömu blóðrannsóknir sem þær senda á Landspítala en t.d. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins. Þá greiða þessir aðilar líka mun meira en Sjúkratryggingar Íslands gera fyrir sömu rannsóknir þegar sérfræðilæknar á stofu senda í slíkar rannsóknir á Landspítala. Engin rök hníga að þessari mismunun sem telur í tugum milljóna á ári hverju og er tekin útúr rekstri eininganna án þess að hún fáist bætt. Margítrekað hefur það verið rætt við hið opinbera Heilbrigðisráðuneytið og Sjúkratryggingarog, meira að segja hefur Samkeppniseftirlitið gefið sitt álit á þessari mismunum allt frá árinu 2017. Því máli hefur verið fylgt eftir síðan án þess að nokkur breyting hafi orðið á. Þrátt fyrir að leitað sé til annarra aðila á markaði um að veita þessa þjónustu þá fást ekki sömu verð og ríkið greiðir sjálfu sér. Því er um markvissa og kerfisbundna kostnaðarhækkun þessara aðila að ræða sem ég nefndi að framan sem þeir geta ekki sætt sig við. Jöfnum leikinn, það er augljóst að hægt væri að veita betri og meiri þjónustu fyrir skjólstæðingana fyrir þann sparnað sem þessum aðilum virðist fyrirmunað að fá leiðréttan. Höfundur er forstjóri Heilsuverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Mest lesið Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Bjarki Sigurðsson Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Bjarki Sigurðsson skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Jafnt aðgengi fyrir alla óháð efnahag er lykilatriði í stefnu stjórnvalda varðandi heilbrigðisþjónustu, sem er vel. Gjaldskrár eru samræmdar og skjólstæðingar finna engan mun á buddunni milli rekstraraðila sem eru að vinna samkvæmt samningum við Sjúkratryggingar eða í hinu almenna opinbera kerfi. Mikill meirihluti þjónustunnar er fjármagnaður með framlögum ríkisins með einum eða öðrum hætti. Skjólstæðingum eru þannig tryggð þau jöfnu gæði er varða þennan mikilvæga þjónustuþátt sem heilbrigðiskerfið er og okkur þykir svo mikilvægt sem hornsteinn í samfélagi okkar. Þá eru lagðar eru línur um ýmsa gæðamælikvarða sem fylgt er eftir. Reglubundið eftirlit er á vegum Embættis Landlæknis með þeim sem veita þjónustu og skýr farvegur er um atvik og kvartanir vegna þjónustu á öllum stigum hennar. Vinna skal samkvæmt áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu sem gildir til ársins 2030 og hægt er að lesa sér nánar til um hér . Uppfylla þarf skilyrði Heilbrigðiseftirlits til rekstrar og Sjúkratryggingar Íslands skilgreina í sínum samningum hvernig þjónustu skuli háttað. Það er hins vegar svo að ekki eru allir sem veita þjónustu með slíka samninga, en undir þá falla til dæmis flest hjúkrunarheimili landsins, endurhæfingarstofnanir eins og Reykjalundur, Hveragerði, Sjúkrahúsið Vogur, stofur sérfræðilækna, sjúkraþjálfara, tannlækna og einkareknar heilsugæslur. Mjög stór hluti heilbrigðiskerfisins er svo rekinn samkvæmt fjárlögum og fellur í „samningssambandi“ sínu í raun undir ráðuneyti heilbrigðismála. Þar má telja allar heilbrigðisstofnanir umdæma, Landspítalann, Sjúkrahúsið á Akureyri og Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins. Í raun eru þannig allir undir jöfnum skilmálum að veita þjónustuna, undirgangast sama eftirlit með henni og svo framvegis. Það eru þó mikilvæg atriði sem standa útaf í þessu samhengi sem vert er að benda á í tengslum við rekstur og fjármögnun. Veitendur heilbrigðisþjónustu sitja ekki við sama borð til dæmis þegar kemur að kostnaði vegna trygginga. Einkareknar einingar, hvaða nafni sem þær nefnast þurfa að greiða tryggingu sem hið opinbera gerir ekki, fjárframlög eru þó þau sömu til rekstraraðila. Mikill aðstöðumunur er á greiðslum vegna blóðrannsókna. Svo mikill reyndar að nemur tugum prósenta á einingaverði og hefur viðgengist allt of lengi. Rekstraraðilar hjúkrunarheimila, endurhæfingarstofnana og einkareknar heilsugæslur greiða meira fyrir sömu blóðrannsóknir sem þær senda á Landspítala en t.d. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins. Þá greiða þessir aðilar líka mun meira en Sjúkratryggingar Íslands gera fyrir sömu rannsóknir þegar sérfræðilæknar á stofu senda í slíkar rannsóknir á Landspítala. Engin rök hníga að þessari mismunun sem telur í tugum milljóna á ári hverju og er tekin útúr rekstri eininganna án þess að hún fáist bætt. Margítrekað hefur það verið rætt við hið opinbera Heilbrigðisráðuneytið og Sjúkratryggingarog, meira að segja hefur Samkeppniseftirlitið gefið sitt álit á þessari mismunum allt frá árinu 2017. Því máli hefur verið fylgt eftir síðan án þess að nokkur breyting hafi orðið á. Þrátt fyrir að leitað sé til annarra aðila á markaði um að veita þessa þjónustu þá fást ekki sömu verð og ríkið greiðir sjálfu sér. Því er um markvissa og kerfisbundna kostnaðarhækkun þessara aðila að ræða sem ég nefndi að framan sem þeir geta ekki sætt sig við. Jöfnum leikinn, það er augljóst að hægt væri að veita betri og meiri þjónustu fyrir skjólstæðingana fyrir þann sparnað sem þessum aðilum virðist fyrirmunað að fá leiðréttan. Höfundur er forstjóri Heilsuverndar.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun